Fjölskylduráð

18. febrúar 2022 kl. 13:30

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 460

Mætt til fundar

  • Valdimar Víðisson formaður
  • Helga Ingólfsdóttir varaformaður
  • Kristjana Ósk Jónsdóttir aðalmaður
  • Árni Rúnar Þorvaldsson aðalmaður
  • Árni Stefán Guðjónsson aðalmaður
  • Hulda Sólveig Jóhannsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sævar Gíslason varaáheyrnarfulltrúi

Einnig sat Guðríður Guðmundsdóttir, lögfræðingur, fundinn.

Ritari

  • Erna Aradóttir ritari fjölskylduráðs

Einnig sat Guðríður Guðmundsdóttir, lögfræðingur, fundinn.

  1. Almenn erindi

    • 1811336 – Neyðarstjórn Hafnarfjarðarkaupstaðar 2018-2022

      Lagðar fram upplýsingar um stöðuna á fjölskyldu- og barnamálasviði í ljósi Covid-19.

      Lagt fram. Umræður.

    • 1512128 – Notendastýrð persónuleg aðstoð NPA

      Sérfræðingar fjármálasviðs mæta á fundinn undir þessum lið.

      Lagt fram. Umræður.

      Fjölskylduráð Hafnarfjarðar óskar eftir umsögn frá Sambandi sveitarfélaga um nýjan kjarasamning NPA miðstöðvarinnar og Eflingar þar sem forsendur og útreikningar verði teknir til skoðunar.

    • 2202428 – Reglur um stuðningsþjónustu

      Sjöfn Guðmundsdóttir, deildarstjóri stuðnings- og stoðþjónustu mætir á fundinn og fer yfir drög að reglum um stuðningsþjónustu.

      Lagt fram. Umræður.
      Fjölskylduráð vísar drögum að reglum um stuðningsþjónustu til umsagnar hjá ráðgjafaráði og öldungaráði.

    • 1903560 – Sérhæfð akstursþjónusta í Hafnarfirði

      Sérfræðingar fjármálasviðs og deildarstjóri stuðnings- og stoðþjónustu mæta á fundinn undir þessum lið.

      Lagt fram. Umræður.

    • 2005507 – Hafnarfjarðarkaupstaður, reglur um fjárhagsaðstoð

      Ráðgjafar frá ráðgjafarteymi mæta á fundinn og fara yfir drög að breytingum á reglum um fjárhagsaðstoð sveitarfélagsins.

      Lagt fram. Umræður.
      Fjölskylduráð óskar eftir kostnaðarmati á þeim breytingum sem lagðar eru til í þessum reglum.

    • 1801074 – Smyrlahraun 41a

      Búið er að samþykkja búsetukjarna fyrir fatlað fólk að Smyrlahrauni 41a skv. deiliskipulagi.

      Fjölskylduráð samþykkir að stofnaður verði starfshópur sem hefur m.a. það verkefni að greina þörfina, ræða um og skoða mismunandi búsetuúrræði og setja fram tillögur sem verða svo teknar til umræðu og afgreiðslu í fjölskylduráði.
      Í starfshópnum eiga sæti tveir fulltrúar frá meirihluta, 2 fulltrúar frá minnihluta og 2 fulltrúar frá ráðgjafaráði fatlaðs fólks. Starfsmaður á sviðinu vinnur með starfshópnum. Gert er ráð fyrir að starfshópurinn þurfi í mesta lagi 5 fundi auk mögulegra heimsókna í einhverja búsetukjarna hér á höfuðborgarsvæðinu.
      Sviðsstjóra falið að útbúa erindisbréf fyrir starfshópinn.

    • 2202425 – Fátækt barna

      Umræður.

    • 1808503 – Fjölmenningarmál

      Lögð fram drög að móttökuáætlun.

      Lagt fram. Umræður.
      Fjölskylduráð vísar drögum að móttökuáætlun til umsagnar hjá fjölmenningarráði.

    • 0701243 – Málskot

      Lögð fram niðurstaða málskotsnefndar í máli nr. 3/2022
      Fjölskylduráð staðfestir afgreiðslu málskotsnefndar.

    Fundargerðir

Ábendingagátt