Fjölskylduráð

4. mars 2022 kl. 13:30

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 461

Mætt til fundar

  • Valdimar Víðisson formaður
  • Kristjana Ósk Jónsdóttir aðalmaður
  • Árni Rúnar Þorvaldsson aðalmaður
  • Hulda Sólveig Jóhannsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sigurður Þórður Ragnarsson áheyrnarfulltrúi
  • Erla Sigríður Ragnarsdóttir varamaður
  • Daði Lárusson varamaður
  • Árni Stefán Guðjónsson aðalmaður

Einnig sat Rannveig Einarsdóttir, sviðsstjóri, fundinn.

Ritari

  • Erna Aradóttir ritari fjölskylduráðs

Einnig sat Rannveig Einarsdóttir, sviðsstjóri, fundinn.

  1. Almenn erindi

    • 1602410 – Fjölmenningarráð

      Anna Karen Svövudóttir fulltrúi frá fjölmenningarráði mætir á fundinn ásamt Ólafíu Björk Ívarsdóttur, verkefnastjóra fjölmenningar.

      Fjölskylduráð þakkar fulltrúa frá fjölmenningarráði og Ólafíu B. Ívarsdóttur verkefnastjóra fjölmenningar kærlega fyrir góða kynningu og umræður.

      Bæjarlistinn leggur fram bókun.
      Bæjarlistinn lagði fram tillögu í fjárhagsáætlunargerð 2022 að aukið verði við stöðugildi fjölmenningarfulltrúa úr 50% í 100%.
      Nauðsynlegt er að efla starf fjölmenningarfulltrúa frá því sem nú er til þess að styðja við það mikilvæga starf sem hann sinnir. Við gerð síðustu fjárhagsáætlunar óskaði fjölmenningarráð eftir því að stöðugildi fjölmenningarfulltrúar yrði aukið úr 50% í 100% en meirihlutinn hafnaði þeirri tillögu. Við teljum mikilvægt efla þessa starfsemi hjá bæjarfélaginu og leggjum því fram þessu tillögu.

      Fulltrúi Samfylkingarinnar tekur undir bókun Bæjarlistans.

      Fulltrúi Miðflokksins bókar eftirfarandi.

      Fram kom hjá fulltrúum fjölmenningarráðs að forgangsmál væri að hafa mikilvægar upplýsingar tengdar þjónustu bæjarins, aðgengilegar á erlendum málum, a.m.k. ensku, á vefsíðum bæjarins. Fulltrúi Miðflokksins leggur áherslu á að setja þennan þátt í algjöran forgang og tryggja fé til þess.

    • 1604079 – Húsnæðisáætlun

      Húsnæðisáætlun Hafnarfjarðarbæjar 2022 lögð fram. Sigurður Haraldsson sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs mætti til fundar og kynnti drög að húsnæðisáætlun.

      Fulltrúi Samfylkingar óskar bókað:

      Á síðustu tveimur árum hafa níu íbúðir verið keyptar inn í félagslega íbúðarkerfið, 6 árið 2020 og 3 á síðasta ári. Í húsnæðisáætlun fyrir árið 2022 kemur fram að Hafnarfjarðarbær eigi eða framleigi 270 íbúðir í félagslega íbúðarkerfinu. Á biðlista eftir slíku húsnæði eru 122 umsóknir. Ein af ástæðum þess að illa hefur gengið að fjölga íbúðum í kerfinu á síðastliðnum árum er hversu hæg íbúðabygging hefur verið í bænum á undanförnum árum en skýrasta birtingarmynd þess er íbúafækkun upp á 1% á síðasta ári.

      Samkvæmt miðspá húsnæðisáætlunar er einungis gert ráð fyrir 152 nýjum íbúðum árið 2022 en það er ekki neinu samræmi við fögur fyrirheit meirihluta Framsóknar- og Sjálfstæðistæðisflokks um uppbyggingu íbúðarhúsnæðis. Skv. miðspá áætlunarinnar verða keyptar 12 íbúðir inn í félagslega íbúðarkerfið á þessu ári. Jafnvel þó það gangi eftir er ljóst að það dugar skammt til þess að stytta biðlista fólks sem er í brýnni þörf eftir húsnæði. Ljóst er að lyfta verður grettistaki varðandi fjölgun félagslegra íbúða hjá bænum og það mun Samfylkingin gera að forgangsmáli eftir kosningarnar 14. maí nk.

      Fulltrúar Framsóknar og Sjálfstæðisflokks bóka eftirfarandi:

      Á kjörtímabilinu hafa þrír búsetukjarnar verið teknir í notkun og hafinn er undirbúningur að þeim fjórða að Smyrlahrauni. Mikilvægt að haldið sé áfram þeirri vinnu að tryggja sértæk búsetuúrræði hér í Hafnarfirði.

      Einnig verður haldið áfram að fjölga félagslegu leiguhúsnæði en þar er allnokkur biðlisti eftir húsnæði. Á þessu ári er gert ráð fyrir 500 milljónum í kaup á félagslegu íbúðarhúsnæði.

      Núverandi meirihluta er full alvara í því verkefni að tryggja íbúum bæjarfélagsins og framtíðar íbúum fjölbreytt búsetuúrræði og góða blöndu húsnæðis. Það sést vel á þeirri kröftugu uppbygginu sem í gangi er í Skarðshlíð, þeirri uppbyggingu sem hafin er í Hamranesi, samþykktu deiliskipulagi í Áslandi 4 og framkvæmdum á þéttingarreitum víðsvegar um bæinn; Dvergsreit, Hrauntungu, Stekkjarbergi og Hjallabraut.

      Við þetta má bæta að sérstök áhersla hefur verið lögð á að tryggja íbúðir fyrir alla í þeirri miklu uppbygginu sem nú er hafin í Hamranesi; uppbyggingu skóla, hjúkrunarheimilis og tengdri þjónustu.

      Daði Lárusson vék af fundi.
      Árni Stefán Guðjónsson tók sæti.

    • 2202953 – Virkjun viðbragðsáætlana á landamærum

      Lagðar fram upplýsingar varðandi yfirálags á landamærum.

      Hafnarfjörður er eitt af þremur sveitarfélögum hér á suðvesturhorninu sem sinnir þjónustu við einstaklinga sem eru að sækja um alþjóðlega vernd. Þjónustan hér í Hafnarfirði er góð og öflug.
      Hinsvegar er alveg ljóst að það þarf að dreifa þessu verkefni á fleiri sveitarfélög. Fjölskylduráð skorar á önnur sveitarfélög að leggja þessu málefni lið og taka þátt í þessu verkefni. Neyðin er mikil og á eftir að aukast enn meira vegna stríðsins í Úkraínu.

    • 2202425 – Fátækt barna

      Fyrir fundinum liggja drög að erindisbréfi starfshóps um fátækt barna.

      Lögð fram drög að erindisbréfi.
      Sviðsstjóra falið að klára erindisbréfið.
      Umræður.

    • 2112289 – Barnavernd, breytt skipan

      Lagðar fram upplýsingar um frestun gildistöku barnaverndarlaga.

      Lagt fram.

    • 1811336 – Neyðarstjórn Hafnarfjarðarkaupstaðar 2018-2022

      Lagðar fram upplýsingar um stöðuna á starfsstöðvum fatlaðs fólks í ljósi Covid-19.

      Fjölskylduráð vill koma á framfæri þakklæti til starfsmanna sviðsins fyrir faglegt og öflugt starf á þessum erfiðum tímum.
      Fjölskylduráð felur sviðsstjóra að greina stöðuna með forstöðumönnum stofnanna með það að markmiði að kanna hvernig best er að koma til móts við starfsmenn eftir þennan krefjandi tíma. Álag hefur verið mikið síðustu tvö ár, sérstaklega síðustu mánuði, og hefur það mikil áhrif á andlega og líkamlega heilsu.

    • 1512128 – Notendastýrð persónuleg aðstoð NPA

      Frestað þar sem gögn liggja ekki fyrir.

    • 2005507 – Hafnarfjarðarkaupstaður, reglur um fjárhagsaðstoð

      Lagt fram kostnaðarmat vegna breytinga er lagðar eru til á reglum um fjárhagsaðstoð.

      Frestað.

    • 1801074 – Smyrlahraun 41a

      Lagt fram erindisbréf starfshóps sem hefur það verkefni að greina búsetuþörf fatlaðs fólks með langvarandi stuðningsþarfir.

      Fjölskylduráð samþykkir erindisbréfið og felur sviðsstjóra að boða til fundar.

      Starfshópur er þannig skipaður:
      – Helga Ingólfsdóttir, fulltrúi meirihluta.
      – Jóhanna Margrét Fleckenstein, fulltrúi meirihluta.
      – Daði Lárusson, fulltrúi minnihluta.
      – Jón Grétar Þórsson, fulltrúi minnihluta.
      – Margrét Vala Marteinsdóttir, fulltrúi ráðgjafaráðs fatlaðs fólks.
      – Þórarinn Þórhallsson, fulltrúi ráðgjafaráðs fatlaðs fólks.

    • 0701243 – Málskot

      Lögð fram niðurstaða málskotsnefndar í máli nr.

      Lögð fram niðurstaða málskotsnefndar í máli nr. 4/2022.
      Fjölskylduráð staðfestir afgreiðslu málskotsnefndar.

    Fundargerðir

Ábendingagátt