Fjölskylduráð

1. apríl 2022 kl. 13:30

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 463

Mætt til fundar

  • Valdimar Víðisson formaður
  • Kristjana Ósk Jónsdóttir aðalmaður
  • Árni Rúnar Þorvaldsson aðalmaður
  • Árni Stefán Guðjónsson aðalmaður
  • Hulda Sólveig Jóhannsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sigurður Þórður Ragnarsson áheyrnarfulltrúi

Einnig sat Soffía Ólafsdóttir, deildarstjóri, fundinn.

Ritari

  • Erna Aradóttir ritari fjölskylduráðs

Einnig sat Soffía Ólafsdóttir, deildarstjóri, fundinn.

  1. Almenn erindi

    • 2009222 – Virkni- og atvinnuátak í Hafnarfirði

      Brynjar Örn Svavarsson, ráðgjafi fer yfir helstu áherslumál varðandi virkniúrræði.

      Fjölskylduráð þakkar Brynjari fyrir kynningu.
      Lagt fram. Umræður.

    • 0912025 – Atvinnuleysistölur, Hafnarfirði

      Lagðar fram upplýsingar um atvinnuleysistölur í Hafnarfirði.

      Lagt fram.

    • 2005507 – Hafnarfjarðarkaupstaður, reglur um fjárhagsaðstoð

      Lögð fram drög að breytingum á fjárhagsaðstoðarreglum.

      Fjölskylduráð samþykkir breytingar á reglum um fjárhagsaðstoð og vísar þeim í bæjarstjórn til staðfestingar.
      Með breytingum á reglum er áætlaður kostnaðarauki 9.215.440 kr. á ári. Gera má ráð fyrir að kostnaðarauki á árinu 2022 verði 6.450.808 kr. Fjölskylduráð óskar eftir að gerður verði viðauki vegna þessa kostnaðarauka.

    • 1808503 – Fjölmenningarmál

      Lögð fram drög að móttökuáætlun fyrir íbúa af erlendum uppruna og umsögn fjölmenningarráðs.

      Fjölskylduráð fagnar þessari móttökuáætlun. Liður í því að bjóða íbúa af erlendum uppruna velkomna.
      Umsögn fjölmenningarráðs um móttökuáætlunina er jákvæð.
      Móttökuáætlunin samþykkt og sviðsstjóra falið að kynna hana og koma henni í framkvæmd.

    • 1806072 – Alzheimersamtökin, stjórn, upplýsingar

      Lögð fram ársskýrsla Alzheimersamtakanna 2021 og upplýsingar um nýja stjórn.

      Fjölskylduráð vill koma á framfæri þakklæti til Alzheimerssamtakanna fyrir þeirra faglega og öfluga starf.

    • 2109001 – Lög um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna, innleiðing

      Lagt fram minnisblað um framlag vegna samþættingar í þágu farsældar barna.

      Fjölskylduráð samþykkir tillögu þess efnis að stýrihópur Brúarinnar fái umboð fjölskyldu- og fræðsluráðs til að ráðstafa framlagi Jöfnunarsjóðs vegna þjónustu í þágu farsældar barna.

    • 1408123 – Fötluð ungmenni, búsetuúrræði

      Lagðar fram upplýsingar um innflutningsboð í Stuðlaskarði.

      Fjölskylduráð fagnar því að allir íbúar í búsetukjarnanum í Stuðlaskarði eru fluttir inn. Í tilefni af því verður blásið til veislu miðvikudaginn 6. apríl og er fulltrúum í fjölskylduráði boðið að taka þátt í gleðinni.

    • 0701243 – Málskot

      Lögð fram niðurstaða málskotsnefndar í málum nr. 6/2022-8/2022.
      Fjölskylduráð staðfestir afgreiðslu málskotsnefndar.

Ábendingagátt