Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6
Einnig sat Rannveig Einarsdóttir, sviðsstjóri, fundinn.
Fjölskylduráð samþykkir að taka inn mál nr. 1801074 með afbrigðum.
Á fundi bæjarstjórnar þ. 8.júní sl. var eftirfarandi tekið fyrir:
2205659 – Ráð og nefndir 2022 – 2026, kosningar
Teknar fyrir kosningar í ráð og nefndir. Kosið til 1 árs:
Fjölskylduráð Formaður Margrét Vala Marteinsdóttir Suðurgötu 21 B Varaformaður Helga Ingólfsdóttir, Brekkugötu 26 D Aðalfulltrúi Jóhanna Erla Guðjónsdóttir Miðvangi 10 B Aðalfulltrúi Árni Rúnar Þorvaldsson Stekkjarhvammi 5 S Aðalfulltrúi Auður Brynjólfsdóttir Dvergholti 23 S Varafulltrúi Sindri Mar Jónsson Vitastíg 5 B Varafulltrúi Snædís K. Bergmann Reykjavíkurvegi 36 B Varafulltrúi Elsa Dóra Grétarsdóttir Herjólfsgötu 32 D Varafulltrúi Gunnar Þór Sigurjónsson Klapparholti 5 S Varafulltrúi Inga Björg Margrétar Bjarnadóttir Akurvöllum 1 S Áheyrnarfulltrúi Árni Stefán Guðjónsson Öldutúni 10 C Varaáheyrnarfulltrúi Sigrún Jónsdóttir Norðurbakka 9a C
Lagt fram.
Fjölskylduráð tilnefnir Margréti Völu Marteinsdóttur formann, Helgu Ingólfsdóttur, varaformann og Árna Rúnar Þorvaldsson fulltrúa sína í málskotsnefnd.
Ársskýrsla fjölskyldu- og barnamálasviðs fyrir árið 2021 lögð fram til kynningar.
Ársskýrsla sviðsins er lögð fram til kynningar og þakkar ráðið fyrir greinargóðar upplýsingar sem fram koma í skýrslunni.
Bæjarstjórn vísaði á fundi sínum 8.júní sl. eftirfarandi tillögu til fjölskylduráðs og skipulags- og byggingaráðs:
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að hraðað verði vinnu við uppbyggingu íbúða fyrir eldra fólk og hjúkrunarheimili í ólíkum hverfum bæjarins, sbr. á Sólvangssvæði, í Hamranesi og á Völlum og á Hrafnistusvæðinu. Mikilvægt að hafa fjölbreytta íbúðasamsetningu í boði fyrir eldra fólk í Hafnarfirði. Tillögunni er vísað til nánari úrvinnslu í fjölskylduráði og skipulags- og byggingarráði.
Lagt fram til kynningar. Sviðstjóra falið að vinna málið áfram. Málinu vísað til Öldungarráðs til umræðu.
Fulltrúar Samfylkingarinnar fagna því að það eigi að hraða vinnu við uppbyggingu íbúða fyrir eldra fólk og hjúkrunarheimili í ólíkum hverfum bæjarins. Á sama tíma er mikilvægt að tryggja eldra fólki sem vill búa heima og getur það, viðunandi og metnaðarfulla heimaþjónustu.
Um leið og fulltrúar Samfylkingarinnar fagna áformum um hraðari uppbyggingu íbúða fyrir eldri borgara verður að lýsa vonbrigðum með að í málefnasamningi meirihlutans er ekki minnst á fjölgun félagslegra íbúða hjá bæjarfélaginu. Biðlistar eftir félagslegum íbúðum eru langir og margir einstaklingar og fjölskyldur í brýnni þörf. Staðan á húsnæðismarkaði er grafalvarleg og það er skylda allra velmegandi samfélaga að sjá íbúum sínum fyrir þaki yfir höfuðið.
Samfylkingin hefur lengi barist fyrir byggingu hjúkrunarheimilis og heilsugæslu m.a. á Völlunum og greinilegt að sú barátta er núna að skila árangri. Árið 2013 samþykkti bæjarstjórn að hefja undirbúning að byggingu hjúkrunarheimilis í Skarðshlíð en að baki þeirri ákvörðun lá mikil vinna allra flokka í bæjarstjórn en þau áform voru lögð til hliðar árið 2014 þegar Sjálfstæðisflokkurinn komst í meirihluta. Fulltrúar Samfylkingarinnar fagna því að sjá þessar áherslur á nýjan leik í bæjarstjórn Hafnarfjarðar.
Bæjarstjórn vísaði á fundi sínum 8.júní sl. eftirfarandi tillögu til fjölskylduráðs:
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að áfram verði settur aukinn kraftur í málefni og þjónustu við fatlað fólk. Lögð verði áhersla á samning sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks með það að markmiði að framfylgja öllum ákvæðum í þessum mikilvæga mannréttindasamningi. Tillögunni er vísað til fjölskylduráðs þar sem fram fari greining á því hvernig Hafnarfjörður stendur í innleiðingu á samningi SÞ og unnið verði að útfærslum og tillögum að framtíðarsýn í málefnum fatlaðs fólks.
Lagt fram til kynningar.
Fulltrúar Samfylkingarinnar taka heilshugar undir nauðsyn þess að öllum markmiðum Samnings SÞ um réttindi fatlaðs fólks verði framfylgt hjá Hafnarfjarðarbæ. Því er mikilvægt að greina með markvissum hætti hvernig Hafnarfjörður stendur í innleiðingu samningsins. Fulltrúar Samfylkingarinnar leggja mikla áherslu á samráð við ráðgjafaráð í málefnum fatlaðs fólks við úrvinnslu tillögunnar sem og við hagsmunasamtök fatlaðs fólks. Þá telja fulltrúar Samfylkingarinnar rétt að fá utanaðkomandi aðila til þess að koma að greiningarvinnu vegna innleiðingar samnings SÞ á réttindum fatlaðs fólks. Að öðru leyti eru það viss vonbrigði að málefni fatlaðs fólks fái ekki meira vægi í málefnasamningi meirihlutans en raun ber vitni. Þar vantar umfjöllun um mikilvæg atriði eins réttinn til náms, aðgengi fatlaðra barna að íþrótta- og tómstundastarfi, aðgengi fatlaðs fólks að byggingum sveitarfélagsins, atvinnumál fatlaðs fólks og NPA samninga.
Fjölskylduráð samþykkir að fela sviðstjóra að óska eftir lóð fyrir búsetukjarna í Áslandi 4 og á Öldugötu í samræmi við niðurstöðu skýrslu starfshóps.