Forsetanefnd

20. mars 2020 kl. 14:00

í Hafnarborg

Fundur 102

Mætt til fundar

  • Kristinn Andersen forseti
  • Ágúst Bjarni Garðarsson 2. varaforseti
  • Adda María Jóhannsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Jón Ingi Hákonarson áheyrnarfulltrúi
  • Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir áheyrnarfulltrúi

Ritari

  • Ívar Bragason Lögmaður á stjórnsýslusviði og ritari bæjarstjórnar
  1. Almenn erindi

    • 2003453 – Fjarfundir sveitarstjórnar, ráða og nefnda

      7.liður úr fundargerð bæjarstjórnar frá 18.mars sl.
      Tillaga um að bæjarstjórn, ráðum og nefndum verði heimilt að halda fjarfundi. Lagt fram með vísan til VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011.
      Til máls tekur Ágúst Bjarni Garðarsson. Til andsvars kemur Rósa Guðbjartsdóttir. Sem og jón Ingi Hákonarson.

      Sigurður Þ. Ragnarsson tekur þá til máls. Einnig Guðlaug Kristjánsdóttir.

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með vísan VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011 að heimilt er að halda fundi bæjarstjórnar, ráða og nefnda í fjarfundi.

      Lög um breytingu á sveitarstjórnarlögum nr. 138 frá 2011 samþykkt á Alþingi 17. mars 2020.pdf

      Forsetanefnd mælist til að fundir bæjarstjórnar, nefndar- og ráða verði haldnir sem fjarfundir á meðan samkomubann stjórnvalda er í gildi. Forsetanefnd leggur auk þess til að unnið verði eftir leiðbeiningum Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna fjarfunda hjá sveitarfélögum.

Ábendingagátt