Forsetanefnd

11. mars 2016 kl. 13:45

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 29

Mætt til fundar

  • Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir forseti
  • Kristinn Andersen 2. varaforseti
  • Adda María Jóhannsdóttir 1. varaforseti
  • Sverrir Garðarsson áheyrnarfulltrúi

Ritari

  • Sigríður Kristinsdóttir bæjarlögmaður
  1. Almenn erindi

    • 1407042 – Bæjarstjórn, starfsumhverfi

      Farið yfir drög að dagskrá bæjarstjórnarfundar sem verður haldinn 16.mars nk.

      Farið yfir dagskrá bæjarstjórnarfundar sem haldinn verður 16. mars n.k.

      Forsetanefnd leggur til við bæjarstjórn að bæjarstjórnarfundur sem halda skal þann 30. mars n.k. verði felldur niður þar sem örðugt er með boðun og undirbúning fundarins vegna páska.

    • 1301085 – Reglur um kaup og kjör í stjórnum, ráðum og nefndum

      Tekið fyrir að nýju.

      Forsetanefnd leggur til breytingu á greiðslu til varamanna vegna setu á bæjarstjórnarfundum, þannig að lágmarksgreiðsla fyrir hvern fund verði sem svarar 4 klst. (4% sbr. reglur um kaup og kjör í stjórnum ráðum og nefndum) og greitt verði fyrir hverja byrjaða klst umfram það (1% á hverja klst. sbr. reglur um kaup og kjör í stjórnum ráðum og nefndum)

      Tillaga að breytingu til samþykktar bæjarstjórnar:
      Fyrsta setning fjórðu málsgreinar reglna um kaup og kjör þeirra sem starfa í stjórnum, ráðum og nefndum hjá Hafnarfjarðarbæ verði: Greiðslur varamanns í bæjarstjórn skulu vera 4% fyrir hvern fund allt að fjórum klukkustundum og síðan 1% fyrir hverja byrjaða klukkustund umfram það.

    • 1303252 – Samþykkt um stjórn Hafnarfjarðarkaupstaðar og fundarsköp bæjarstjórnar

      Tekið fyrir að nýju.

      Forsetanefnd vísar samþykkt um stjórn Hafnarfjarðarkaupstaðar og fundarsköp bæjarstjórnar til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

Ábendingagátt