Forsetanefnd

16. júní 2016 kl. 14:00

í Langeyri, Strandgötu 8

Fundur 33

Mætt til fundar

  • Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir forseti
  • Adda María Jóhannsdóttir 1. varaforseti
  • Sverrir Garðarsson áheyrnarfulltrúi

Ritari

  • Sigríður Kristinsdóttir bæjarlögmaður
  1. Almenn erindi

    • 1407042 – Bæjarstjórn, starfsumhverfi

      Farið yfir drög að dagskrá næsta bæjarstjórnarfundar sem verður þ. 22.júní nk.

      Farið yfir drög að dagskrá bæjarstjórnarfundar sem verður 22. júní n.k.

    • 1511106 – Undirnefndir, aukið samráð

      Tekið fyrir að nýju.

      Tillaga forsetanefndar að verklagi um samráð við ráðgefandi undirnefndir (Ungmennaráð, Öldungaráð, Ráðgjafarráð í málefnum fatlaðs fólks og Fjölmenningarráð):

      Fagráð bæjarins fundi a.m.k. einu sinni á ári með hverju ráðgefandi ráði fyrir sig, gjarnan í tengslum við gerð fjárhagsáætlunar og aðra stefnumótandi áætlanagerð.
      Fagráð bæjarins kalli til sín áheyrnarfulltrúa úr ráðgefandi ráðunum eftir því sem við á þegar málefni sem snerta hvern hóp fyrir sig eru til umfjöllunar.

      Forsetanefnd vísar tillögunni til bæjarstjórnar til samþykktar.

    • 1604144 – Hagsmunaskráning kjörinna fulltrúa

      Tekið fyrir að nýju.

      Forsetanefnd staðfestir drög að rafrænu skráningarblaði sem notað skal við skráningu á fjárhagslegum hagsmunum kjörinna fulltrúa.

    • 0706404 – Siðareglur kjörinna fulltrúa

      Vísað til forsetanefndar af fundi bæjarstjórnar 15.okt.sl.

      Málið rætt, afgreiðslu frestað til næsta fundar.

    • 1606284 – Samskipti kjörinna fulltrúa og starfsfólks

      Til umræðu.

      Málið rætt.

    • 1604433 – Sumarleyfi bæjarstjórnar

      Til umræðu

      Málið rætt.

Ábendingagátt