Forsetanefnd

30. september 2016 kl. 15:00

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 38

Mætt til fundar

  • Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir forseti
  • Adda María Jóhannsdóttir 1. varaforseti
  • Kristinn Andersen 2. varaforseti
  • Sverrir Garðarsson áheyrnarfulltrúi

Ritari

  • Sigríður Kristinsdóttir bæjarlögmaður
  1. Almenn erindi

    • 1606514 – Fulltrúar í sveitarstjórnum, viðmiðunarlaunatafla

      Áður frestað á fundi forsetanefndar 23.sept.sl.
      Bæjaráðsfundur 14. júlí 2016: Bæjarráð samþykkir að laun kjörinna fulltrúa í Hafnarfirði verði útfærð sem hlutfall af þingfararkaupi eins og nýjar viðmiðunarreglur Sambands íslenskra sveitarfélaga gera ráð fyrir. Forsetanefnd verði falið, ásamt bæjarfulltrúum, að útfæra það hlutfall ásamt breytingu á starfsumhverfi bæjarfulltrúa í samræmi við umræður á fundinum.

      Það er sameiginleg tillaga forsetanefndar að hlutfall af þingfararkaupi verði útfært á þann veg að ekki leiði til hækkana sbr. fylgiskjal. Nefndin er sammála um að tenging við þingfararkaup sé í samræmi við nýlegar tillögur og viðmiðunartöflu frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Frekari breytingar á launum og starfshlutfalli telur nefndin þurfa að vera í samhengi við endurskoðun á starfsumhverfi kjörinna fulltrúa hjá Hafnarfjarðarbæ. Forsetanefnd leggur til við bæjarráð að settur verði saman starfshópur sem fái það hlutverk.

Ábendingagátt