Forsetanefnd

8. september 2017 kl. 16:00

í Langeyri, Strandgötu 8

Fundur 55

Mætt til fundar

  • Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir forseti
  • Kristinn Andersen 2. varaforseti
  • Elva Dögg Ásud. Kristinsdóttir áheyrnarfulltrúi

Ritari

  • Ívar Bragason hdl. Lögmaður á stjórnsýslusviði
  1. Almenn erindi

    • 1407042 – Bæjarstjórn, starfsumhverfi

      Farið yfir drög að dagskrá bæjarstjórnarfundar sem haldinn verður miðvikudaginn 13.sept.nk.

    • 1709249 – Samþykktir um stjórn Hafnarfjarðarkaupstaðar, breyting

      Til umræðu.

      Forsetanefnd fer yfir að þörf sé á að gera breytingar á Samþykktum um stjórn Hafnarfjarðarkaupstaðar og fundarsköp bæjarstjórnar, m.a. vegna áður samþykktra breytinga á fundartíma bæjarstjórnar og breytinga á lögum varðandi kæruleiðir í málefnum grunnskóla ofl. Er ritara bæjarstjórnar falið að uppfæra samþykktirnar með tilliti til ofangreinds og leggja tillögur fram í Forsetanefnd.

Ábendingagátt