Forsetanefnd

3. september 2018 kl. 08:30

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 67

Mætt til fundar

  • Kristinn Andersen forseti
  • Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir 1. varaforseti
  • Ágúst Bjarni Garðarsson 2. varaforseti
  • Adda María Jóhannsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sigurður Þórður Ragnarsson áheyrnarfulltrúi

Ritari

  • Ívar Bragason Lögmaður á stjórnsýslusviði og ritari bæjarstjórnar
  1. Almenn erindi

    • 1806224 – Bæjarstjórn, starfsumhverfi 2018-2022

      Farið yfir drög að dagskrá bæjarstjórnarfundar sem haldinn verður miðvikudaginn 5.september nk.

    • 1808551 – Hagsmunaskráning kjörinna fulltrúa

      Endurskoðun reglna um skráningu á fjárhagslegum hagsmunum og trúnaðarstörfum. Eftirfylgni við skráningu þeirra sem falla undir framangreindar reglur.

    • 0706404 – Siðareglur kjörinna fulltrúa

      Endurskoðun siðareglna. Hlutverk og verkferli forsetanefndar í málum sem varða siðareglur.

      Tekið fyrir fyrirliggjandi erindi. Forsetanefnd felur ritara forsetanefndar að stofna mál um innsend erindi.

      Ritara forsetanefndar einnig falið að stilla upp drögum að tillögu að nýju ákvæði í gildandi siðareglum sem fjallar um málsmeðferð vegna ætlaðra brota og leggja fram á næsta fundi nefndarinnar.

    • 1709249 – Samþykktir um stjórn Hafnarfjarðarkaupstaðar, breyting

      Farið yfir atriði til endurskoðunar í framangreindum samþykktum.

    • 1806230 – Kjör og starfsaðstaða kjörinna fulltrúa hjá Hafnarfjarðarkaupstað 2018

      Fyrirliggjandi gögn lögð fram til umræðu og úrvinnslu.

Ábendingagátt