Forsetanefnd

26. nóvember 2018 kl. 08:30

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 74

Mætt til fundar

  • Kristinn Andersen forseti
  • Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir 1. varaforseti
  • Ágúst Bjarni Garðarsson 2. varaforseti
  • Adda María Jóhannsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Jón Ingi Hákonarson áheyrnarfulltrúi
  • Sigurður Þórður Ragnarsson áheyrnarfulltrúi

Ritari

  • Ívar Bragason Lögmaður á stjórnsýslusviði og ritari bæjarstjórnar
  1. Almenn erindi

    • 1806224 – Bæjarstjórn, starfsumhverfi 2018-2022

      Farið yfir drög að dagskrá bæjarstjórnarfundar sem haldinn verður miðvikudaginn 28.nóvember nk.

    • 1709249 – Samþykktir um stjórn Hafnarfjarðarkaupstaðar, breyting

      Til afgreiðslu

      Forsetanefnd samþykkir að vísa drögum að breytingum á Samþykktum um stjórn sveitarfélagsins til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

      Fulltrúar Samfylkingar og Viðreisnar leggja fram eftirfarandi bókun varðandi fundartíma bæjarstjórnar sem lagður er til í fyrirliggjandi drögum að samþykktum.

      Starf sveitarstjórnarfulltrúa er ekki talið fullt starf hjá neinu sveitarfélagi nema Reykjavíkurborg. Af þessum sökum eru fundartímar sveitarstjórna almennt utan dagvinnutíma nema í Reykjavík. Viðmiðunarlaunatafla sem gefin var út af Sambandi íslenskra sveitarfélaga í júní 2016 staðfestir þetta en í henni er lagt til að þóknun til sveitarstjórnarmanna í sveitarfélagi sem hefur íbúafjölda 15.000-50.000 sé á bilinu 24,25%-28,74% af þingfararkaupi. Þar er því ekki gert ráð fyrir að um fullt starf sé að ræða.
      Það er mikilvægt að sem flestir geti boðið sig fram til setu í sveitarstjórn en geti jafnframt sinnt sinni atvinnu, kjósi þeir svo. Fundartími bæjarstjórnar getur ekki miðast við þá fulltrúa sem hafa ákveðið að segja sig frá öðrum störfum. Við sem einstaklingar getum ekki leyft okkur að taka ákvarðanir út frá eigin hagsmunum heldur eigum að hugsa um hagsmuni heildarinnar.
      Við styðjum það að fundartími bæjarstjórnar verði seinnipart, kl. 16 eða 17, eins og starfshópur sem starfaði á seinasta kjörtímabili náði þverpólitískri samstöðu um.

      Adda María Jóhannsdóttir
      Jón Ingi Hákonarson

Ábendingagátt