Fræðsluráð

20. febrúar 2012 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 251

Mætt til fundar

  • Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir formaður
  • Eyjólfur Sæmundsson aðalmaður
  • Helena Mjöll Jóhannsdóttir aðalmaður
  • Kristinn Andersen aðalmaður
  • Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir aðalmaður

Ritari

  • Guðrún Guðmundsdóttir ritari
  1. Almenn erindi

    • 1103214 – Samstarf Tónlistarskóla Hafnarfjarðar (TH) og grunnskóla

      Lagt fram kostnaðarmat tillagna starfshóps um aukið samstarf grunnskóla og Tónlistarskóla. Skólastjórar TH mættu til fundarins.

      Gunnari og Helga þakkað fyrir þeirra framlag til fundarins.$line$Fræðsluráð felur sviðsstjóra að vinna áfram að skoðun á málinu.$line$Fulltrúi foreldra grunnskólabarna óskar eftir að leggja fram eftirfarandi bókun: Áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskólabarna leggur áherslu á að leitað verði formlega eftir samstarfi TH og tónmenntakennara úti í grunnskólum bæjarins.$line$Jafnframt þarf að vinna að því að biðlisti í TH minnki en þar er verið að óska eftir formlegu tónlistarnámi. Um 100 börn eru nú á biðlista og er það óásættanlegt að slíkt verði til framtíðar.

    • 1201082 – Skólaskipan í Hafnarfirði

      Lagðar fram fundargerðir frá síðustu fundum stýrihóps og starfshóps um skólaskipan í Hafnarfirði.

    • 10103568 – Trúfélög, aðskilnaður frá skólastarfi

      Lögð fram drög að reglum um samskipti leik- og grunnskóla Hafnarfjarðar við trúar- og lífsskoðunarfélög.

    • 1001167 – Námsflokkar Hafnarfjarðar, Miðstöð símenntunar

      Fyrir tekin á ný skýrsla starfshópsins ásamt umsögn fjölskylduráðs og farið yfir tillögur sem settar eru fram í skýrslunni.$line$$line$Tillaga að afgreiðslu:$line$”Fræðsluráð tekur undir tillögur starfhópsins og samþykkir að hefja endurskipulagningu stofnunarinnar með eftirfarandi:$line$1. Formanni fræðsluráðs, sviðsstjóra fræðsluþjónustu og skólastjóra NH- miðstöðvar símenntunar falið að undirbúa skipan ráðgjafaráðs í samræmi við tillögu starfshópsins fyrir stofnunina. Stefnt skuli að því að ráðgjafaráðið taki til starfa frá og með næsta skólaári.$line$2. Sviðsstjóra fræðsluþjónustu er falið að auglýsa stöðu náms- og starfsráðgjafa, sem taki til starfa frá og með næsta skólaári.$line$3. Skólastjóra NH-miðstöðvar símenntunar er falið að hefja vinnu við endurbætur á heimasíðu og innritunarkerfi fyrir stofnunina í samráði við þá aðila innan bæjarkerfisins sem hafa með þau mál að gera.”$line$$line$Rökstuðningur:$line$1. Fræðsluráð telur ekki heppilegt á þessu stigi að byggja rekstur stofnunarinnar á grunni sjálfseignarstofnunar með stjórn skipaðri fulltrúum þeirra aðila eins og bent er á sem möguleika í umsögn fjölskylduráðs, en það megi skoða að einhverjum tíma liðnum. $line$2. Fræðsluráð telur afar mikilvægt að ráðinn verði starfs- og námsráðgjafi strax frá og með næsta skólaári svo ná megi þeim markmiðum sem sett eru fram í skýrslunni. Ekki er gert ráð fyrir aukafjárveitingu vegna ráðningarinnar. Auknar tekjur standi undir launakostnaði.$line$3. Heimasíðan þarfnast upplyftingar og auðvelda þarf fólki aðgengi að upplýsingum um starfsemina og nauðsynlegt er að taka upp einfalt og virkt innritunarkerfi. Hafnrfjarðarbær á hlut í slíku kerfi sem m.a. er notað af Kvöldskóla Kópavogs og þarf að aðlaga það hafnfirskum aðstæðum. Þessi vinna verði unnin í samstarfi við tölvudeild og upplýsingafulltrúa Hafnarfjarðar.$line$Aðrar tillögur sem settar eru fram í skýrslu starfshópsins fari í vinnslu í haust með aðkomu ráðgjafarráðs og náms- og starfsráðgjafa.$line$

      Afgreiðslu frestað til næsta fundar fræðsluráðs.$line$$line$$line$$line$Áheyrnarfulltrúi grunnskólakennara vék af fundi kl. 10:15.

    • 0908146 – Fjölgreinabraut

      Sviðsstjóri kynnti áfangaskýrslu starfshóps um þróun úrræðisins inn í framhaldsskóla.

    • 1009199 – Árshlutauppgjör fræðslusviðs

      Rekstrarstjóri fræðsluþjónustu kynnti árshlutauppgjör 2011 vegna fræðslumála.

Ábendingagátt