Fræðsluráð

19. mars 2012 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 253

Mætt til fundar

  • Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir formaður
  • Helena Mjöll Jóhannsdóttir aðalmaður
  • Kristinn Andersen aðalmaður
  • Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir aðalmaður
  • Friðþjófur Helgi Karlsson varamaður

Ritari

  • Guðrún Guðmundsdóttir ritari
  1. Almenn erindi

    • 1201082 – Skólaskipan í Hafnarfirði

      Lagðar fram fundargerðir stýri- og starfshóps.

      Lagt fram til kynningar. Gaflarakaffi verður nk. laugardag 24. mars, þar verða kynntar hugmyndir að skólaskipan.$line$$line$Undirritaðir fulltrúar Sjálfstæðisflokks í fræðsluráði árétta að starfshópur um skólaskipan horfi sérstaklega til sjálfstætt starfandi skóla um kosti til að bregðast við vaxandi þörf fyrir kennslu á leikskóla- og grunnskólastigi í Hafnarfirði.$line$$line$Kristinn Andersen$line$Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir

    • 1008206 – Barnaskóli Hjallastefnunnar

      Lagt fram bréf dags. 1. mars 2012 frá Hjallastefnunni þar sem óskað er eftir leyfi sveitarfélagsins til að fjölga nemendum í Barnaskóla Hjallastefnunnar við Hjallabraut.

      Lagt fram til kynningar. Fræðsluráð felur sviðsstjóra að fara yfir málið.

    • 10103568 – Trúar- , lífsskoðunarfélög og skólastarf

      Tekið fyrir að nýju frá síðasta fundi ráðsins.

      Fræðsluráð samþykkir með fjórum atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar í leik- og grunnskólum bæjarins sem og skráðum trúar- og lífsskoðunarfélögum. Kristinn Andersen, Sjálfstæðisflokki situr hjá og óskar bókað:$line$$line$Skólastjórnendur og kennarar hafa til þessa sinnt með prýði þeim viðfangsefnum sem snúa að tengslum skóla, trúarbragða og lífsskoðunarhópa. Engin tilefni hafa komið fram til að fræðsluráð setji starfsfólki skólanna núna frekari reglur í þeim efnum. Skólastarf í Hafnarfirði tekur nú þegar mið af gildandi lögum um þessi mál, reglugerðum og alþjóðlegum sáttmálum, eins og fram hefur komið. Væntanlegar viðmiðunarreglur hafa þar litlu við að bæta og vafi á um gagnsemi þeirra. Undirritaður styður því ekki að reglur í þessum efnum verði settar, sem stendur.$line$$line$Kristinn Andersen, fulltrúi Sjálfstæðisflokks í fræðsluráði$line$$line$Aðrir fulltrúar í fræðsluráði árétta að viðmiðunarreglurnar eru skráning á núverandi starfsvenjum skóla og hér er eingöngu verið að vísa þeim til umsagnar þar sem öllum gefst kostur á að koma með ábendingar.$line$Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, formaður, Helena Mjöll Jóhannsdóttir, Friðþjófur Helgi Karlsson, Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir, Jóhanna Sveinbjörg Traustadóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskólabarna, Ásta María Björnsdóttir, áheyrnarfulltrúi skólastjóra leikskóla, Þuríður Rúrí Valgeirsdóttir, áheyrnarfulltrúi starfsfólks á leikskóla og Steinvör V. Þorleifsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra leikskólabarna.

    • 1008205 – Aðalnámskrá grunnskóla byggð á grunnskólalögunum frá 2008

      Þróunarfulltrúi grunnskóla fór yfir stöðuna í vinnu við innleiðingu aðalnámskrárinnar.

      Kynning.$line$$line$Áheyrnarfulltrúi grunnskólakennara vék af fundi kl. 9:30.

    • 1105363 – Aðalnámskrá leikskóla

      Þróunarfulltrúi leikskóla fór yfir stöðuna í vinnunni við innleiðingu aðalnámskrárinnar.

      Kynning.

    • 1008212 – Forvarnir á fræðslusviði

      Þróunarfulltrúi grunnskóla kynnti vinnu, í samræmi við ákvörðun fræðsluráðs, sem hefur verið unnin innan fræðsluþjónustunnar síðustu misseri um þróun á forvörnum innan grunnskólanna og þátt Skólaskrifstofunnar í því verkefni í samræmi við reglugerð. Kynnt var sérstaklega nýtt verkefni sérfræðiþjónustunnar – starfsviðmið forvarna sem lagt var fram til skoðunar áður en frekari þróun þess á sér stað.

      Kynning.

Ábendingagátt