Fræðsluráð

2. apríl 2012 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 254

Mætt til fundar

  • Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir formaður
  • Helena Mjöll Jóhannsdóttir aðalmaður
  • Kristinn Andersen aðalmaður
  • Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir aðalmaður
  • Friðþjófur Helgi Karlsson varamaður

Ritari

  • Guðrún Guðmundsdóttir ritari
  1. Almenn erindi

    • 1107225 – Daggæsla barna í heimahúsum

      Daggæslufulltrúi kynnti niðurstöður skoðunarkönnunar sem gerð var á meðal foreldra barna sem njóta daggæslu í heimahúsum.

      Kynning.

    • 0702010 – Fjölgun skipulagsdaga í leikskólum

      Lagt fram bréf, dags. 28. mars 2012 frá leikskólastjórum í Hafnarfirði þar sem óskað er eftir einum skipulagsdegi til viðbótar við þá fimm sem fyrir eru. Ástæða er aukin vinna við skólanámskrá leikskóla sem tengist útgáfu nýrrar aðalnámskrár.

      Fræðsluráð samþykkir fyrir sitt leyti einn skipulagsdag til viðbótar í leikskólum á næsta skólaári og verði hann notaður til samráðs um innleiðingu á aðalnámskrá. Fræðsluráð felur leikskólastjórum að gera tillögu um heppilegan dag í samráði við foreldraráð leikskólanna.

    • 1008212 – Forvarnir á fræðslusviði

      Lagðar fram eineltisáætlanir leikskóla Hafnarfjarðar.

      Lagt fram til kynningar. Fræðsluráð ítrekar beiðni sína um að eineltisáætlanir sjálfstætt starfandi leikskóla í bænum verði jafnframt lagðar fram.

    • 1201082 – Skólaskipan í Hafnarfirði

      Lagðar fram fundargerðir stýrihóps.

      Lagt fram til kynningar.

    • 0901064 – Lög og reglugerðir, fræðslusvið

      Lögð fram drög að reglugerðum um “skólagöngu fósturbarna í grunnskólum” og um “viðurkenningu grunnskóla sem reknir eru af öðrum en sveitarfélögum og skólahald samkvæmt erlendri eða alþjóðlegri námskrá og námsskipan.”

      Lagt fram til kynningar. Fræðsluráð felur sviðsstjóra að veita umsögn miðað við umræður á fundinum.

    • 1202002 – Skóladagatöl 2012-2013

      Lögð fram skóladagatöl grunnskólanna ásamt staðfestingum skólaráða.

      Fræðsluráð staðfestir framlögð skóladagatöl en felur sviðsstjóra jafnframt að kalla eftir nánari útskýringum á skóladagatali Öldutúnsskóla. Beiðni Setbergsskóla um tilfærslu á skipulagsdegi lögð fram. Afgreiðslu þess erindis frestað.

    • 1011050 – Samræmd könnunarpróf haustið 2011

      Lagðar fram niðurstöður úr samræmdum könnunarprófum í Hafnarfirði haustið 2011.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1008206 – Barnaskóli Hjallastefnunnar

      Tekið fyrir að nýju frá síðasta fundi ráðsins.

      Fræðsluráð vísar erindinu til skoðunar í starfshópi um skólaskipan.

    • 1103214 – Samstarf Tónlistarskóla Hafnarfjarðar (TH) og grunnskóla

      Lagt fram bréf frá skólastjóra Tónlistarskóla Hafnarfjarðar þar sem farið er fram á heimild til að bjóða upp á Suzukinám við skólann frá og með næsta skólaári.

      Fræðsluráð veitir Tónlistarskólanum leyfi til að bjóða upp á Suzukinám fyrir 5 ára börn við skólann frá og með næsta skólaári að því tilskyldu að það rúmist innan fjárhagsáætlunar sviðsins.

Ábendingagátt