Fræðsluráð

25. júní 2012 kl. 08:15

í Krosseyri, Linnetsstíg 3

Fundur 260

Mætt til fundar

  • Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir formaður
  • Eyjólfur Sæmundsson aðalmaður
  • Helena Mjöll Jóhannsdóttir aðalmaður
  • Kristinn Andersen aðalmaður
  • Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir aðalmaður

Ritari

  • Vigfús Hallgrímsson þróunarfulltrúi grunnskóla
  1. Almenn erindi

    • 1202002 – Skóladagatöl 2012-2013

      Lögð fram skóladagatöl leikskóla í Hafnarfirði, ásamt samþykki foreldraráða leikskólanna, fyrir skólaárið 2012 – 2013.$line$$line$Tvær óskir um breytingar á skóladagatölum, frá Álfasteini og Hörðuvöllum.

      Fræðsluráð samþykkir öll dagatöl en getur ekki orðið við óskum um breytingar þar sem þær koma of seint.

    • 1008206 – Barnaskóli Hjallastefnunnar

      Tekið fyrir að nýju erindi Hjallastefnunnar um fjölgun nemenda í BH við Hjallabraut.$line$$line$Lagt fram bréf, dags. 22. júní 2012, þar sem sótt er um viðbótarframlag vegna barna með metnar sérþarfir.

      Fræðsluráð tekur jákvætt í að opna fyrir umsóknir um sérstakan stuðning vegna nemenda með metnar sérþarfir. Ákvæði um það verði sett inn í þjónustusamning, sem byggir á reglugerð um viðurkenningu grunnskóla sem reknir eru af öðrum en sveitarfélögum, í haust. $line$Samþykkt með öllum greiddum atkvæðum. $line$$line$Fræðsluráð sér sér ekki fært að samþykkja beiðni um greiðslu vegna fjölgunar nemenda, áfram verði því greitt með 92 börnum að hámarki. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá.$line$$line$Fulltrúar Sjálfstæðisflokks leggja fram bókun:$line$Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins styðja erindið um stuðning við sérkennslu. Varðandi eldra erindi um fjölgun nemenda er bent á að engin ný efnisleg gögn hafa borist fræðsluráði fyrir afgreiðslu málsins og nú er í vinnslu samningur um skólareksturinn milli Hjallastefnunnar og Hafnarfjarðarbæjar. Tillaga undirritaðra er að endanleg afstaða til erindis um fjölgun nemenda bíði meðan samningagerð er ekki lokið og þar til fullkannaðir hafi verið kostir í stöðunni. Á meðan standi óbreytt leyfi fyrir núverandi fjölda nemenda og forsvarsmönnum Hjallastefnunnar verði kynnt sú niðurstaða að þessu sinni.

    • 0704184 – Áslandsskóli, íþróttahús

      Sviðsstjóri fer yfir stöðuna.

      Fræðsluráð samþykkir að halda áfram viðræðum við FM-hús um viðbótarhúsnæði við Áslandsskóla.$line$Þar sem ljóst er að ekki mun nást að taka það í notkun á næsta skólaári samþykkir fræðsluráð að settar verði þrjár lausar kennslustofur við skólann. Sviðsstjóra er falið að vinna að því í samráði við umhverfi og framkvæmdir og skólastjóra Áslandsskóla.$line$$line$Samþykkt með þrem atkvæðum, fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá og leggja fram eftirfarandi bókun:$line$$line$Fulltrúar Sjálfstæðisflokks lýsa yfir áhyggjum af stöðu mála varðandi skólaskipan næsta haust. Á dagskrá fræðsluráðs 25. júní 2012 eru 3 liðir sem tilheyra viðfangsefninu. Frá því starfshópur um skólaskipan í Hafnarfirði skilaði áfangaskýrslu 1 hafa forsendur skýrslunnar breyst og ný staða er uppi. Við teljum starfshópinn hafa þekkingu á stöðu mála og eðlilegt að fjallað sé um framkvæmd tillagna á þeim vettvangi.$line$$line$Þrjár nýjar kennslustofur við Áslandsskóla eru tímabundin ráðstöfun og gríðarlegur kostnaður fyrir sveitarfélagið sem liggja þarf fyrir hvernig verður leystur áður en ákvörðun verður tekin. Afar slæmt er að komið sé langt inn í sumarið og niðurstaða málsins enn ófrágengin vegna næsta hausts.

    • 1206289 – Hlíðarendi - skógardeild

      Lagt fram bréf leikskólastjóra Hlíðarenda til foreldraráðs skólans þar sem kynnt eru áform um þróun útivistarferða með því að fá aðstöðu í skátaskálanum við Hvaleyrarvatn. Jafnframt lagt fram bréf frá foreldraráði Hlíðarenda þar sem kemur fram stuðningur foreldraráðsins við verkefnið.

      Sviðsstjóri gerði grein fyrir viðræðum við skátana um afnot af skálanum og kostnaðaráætlun vegna deildarinnar. Gert er ráð fyrir að kostnaður rúmist innan fjárhagsáætlunar 2012.$line$ $line$Fræðsluráð samþykkir fyrir sitt leyti stofnun skógardeildar við Hlíðarenda.

    • 1206323 – Foreldraráð leikskólabarna - fyrirspurn

      Lögð fram fyrirspurn frá foreldraráði leikskóla.

      Sviðsstjóri og þróunarfulltúi leikskóla gáfu munnleg svör við erindi sem verður kynnt skriflega á næsta fundi.

    • 1107001 – Sumarleyfi fræðsluráðs

      Fyrsti reglulegi fundur fræðsluráðs að loknu sumarleyfi verður 20. ágúst.

      Tilkynnt var um væntanlega breytingu á áheyrnarfulltrúum í fræðsluráði frá foreldrum grunnskólabarna, skólastjórum grunnskóla og fulltrúum grunnskólakennara frá næsta hausti. Þeir fulltrúar sem nú voru að kveðja þökkuðu fyrir samstarfið og þeim var sömuleiðis þakkað samstarfið.

Ábendingagátt