Fræðsluráð

15. apríl 2013 kl. 08:15

í Krosseyri, Linnetsstíg 3

Fundur 279

Mætt til fundar

  • Eyjólfur Sæmundsson formaður
  • Helena Mjöll Jóhannsdóttir aðalmaður
  • Gestur Svavarsson aðalmaður
  • Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir aðalmaður
  • Helga Ingólfsdóttir aðalmaður

Auk ofantalinna og undirritaðra sátu fundinn:
Magnús Baldursson, fræðslustjóri, Vigfús Hallgrímsson, þróunarfulltrúi grunnskóla, Leifur S. Garðarsson, áheyrnarfulltrúi skólastjóra grunnskóla, Eyrún Baldvinsdóttir, áheyrnarfulltrúi grunnskólakennara, Sigurborg Kristjánsdóttir, þróunarfulltrúi leikskó

Ritari

  • Guðrún Guðmundsdóttir ritari

Auk ofantalinna og undirritaðra sátu fundinn:
Magnús Baldursson, fræðslustjóri, Vigfús Hallgrímsson, þróunarfulltrúi grunnskóla, Leifur S. Garðarsson, áheyrnarfulltrúi skólastjóra grunnskóla, Eyrún Baldvinsdóttir, áheyrnarfulltrúi grunnskólakennara, Sigurborg Kristjánsdóttir, þróunarfulltrúi leikskó

  1. Almenn erindi

    • 1304179 – Framhaldsskólar

      Skólameistarar Flensborgarskóla og Iðnskólans í Hafnarfirði mættu til fundarins og ræddu málefni framhaldsskólanna í bænum.

      Einar Birgir Steinþórsson, skólameistari Flensborgarskólans og Ársæll Guðmundsson, skólameistari Iðnskólans í Hafnarfirði kynntu starfsemi skólanna og sérstaklega framhaldsskóladeildina við Strandgötu og er þeim þakkað fyrir.$line$Fræðsluráð lýsir yfir stuðningi við áform um stækkun Iðnskólans í Hafnarfirði.

    • 1209541 – Foreldraráð Hafnarfjarðar

      Tekið fyrir að nýju frá síðasta fundi ráðsins.$line$Tillaga:$line$”Fræðsluráð samþykkir að málþing um bættan árangur í skólastarfi verði frestað til hausts. Öllum aðilum skólasamfélagsins, stjórnendum, kennurum, foreldrum og nemendum auk fræðsluyfirvalda, verði boðin aðkoma að málþinginu. Fræðsluráð felur sviðsstjóra fræðsluþjónustu undirbúning málþingsins í samráði við ofangreinda aðila.”

      Fræðsluráð samþykkir samhljóða fram lagða tillögu og óskar eftir að drög að dagskrá liggi fyrir eigi síðar en um miðjan maí.$line$$line$Fulltrúi foreldra grunnskólabarna óskar bókað:$line$Foreldraráð Hafnarfjarðar lýsir yfir ánægju sinni af því að haldið verði málþing um bættan árangur í skólastarfi þar sem aðkoma allra í skólasamfélaginu er tryggð. Jafnframt ítrekar foreldraráð mikilvægi þess að foreldrar fái að vera með í vinnuferlinu strax í upphafi því með nýjum lögum um grunnskóla frá 2008 og nýrri aðalnámskrá frá 2011 er skýrt kveðið á um að foreldrar eru hluti af skólasamfélaginu og að sveitarfélög vinni stefnumótun í viðtæku samstarfi flestra þeirra er málið varðar með beinum hætti s.s. við foreldra. Nám og þroski barna er sameiginlegt verkefni heimila og skóla sem m.a. byggjast á sameiginlegum ákvörðunum og samábyrgð. Foreldrar vilja sinna þessum skyldum.$line$$line$Jóhanna Sveinbjörg Traustadóttir (sign)$line$$line$Áheyrnarfulltrúi foreldra barna á leikskóla tekur undir bókun foreldraráðs Hafnarfjarðar.

    • 1301450 – Víðistaðaskóli, skólastjóri

      Kynnt umsókn sem barst eftir síðasta fund fræðsluráðs.$line$Umsækjandi er Ragnhildur Ásgeirsdóttir.$line$

    • 1111272 – Áslandsskóli, húsnæðis- og lóðamál

      Lagt fram bréf, dags. 4. apríl frá foreldrafélagi Áslandsskóla varðandi húsnæðismál skólans.

      Formaður fræðsluráðs upplýsti um vinnu við lausn húsnæðismála Áslandsskóla, en unnið er að fullum krafti að lausn málsins. Nánari svör við spurningum bréfritara munu liggja fyrir síðar.$line$$line$Áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskólabarna óskar bókað:$line$Húsnæðisvandi Áslandsskóla leiðir til vandamála t.d. er lýtur að bekkjarstærð, lengd stundatöflu og uppfyllingu á viðmiðunarstundaskrá. Húsnæðisvandinn hefur líka áhrif á líðan barna, kennara og starfsfólk skólans sem og starfsemi frístundahemilisins.$line$Foreldraráð Hafnarfjarðar ítrekar mikilvægi þess að húsnæðisvandi Áslandsskóla verði leystur hið fyrsta með langtímaúrræði.

    • 1302170 – Upplýsingatækni í skólastarfi

      Tekið fyrir að nýju.$line$Lögð fram svör við fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í fræðsluráði

      Sviðsstjóri fór yfir fram lögð svör.$line$$line$Fulltrúar Sjálfstæðisflokks óska bókað:$line$Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í fræðsluráði þakka fyrir svör við spurningum um spjaldtölvur.$line$Spjaldtölvunotkun og framtíð upplýsingatækninotkunar er í mikilli gerjun í öllu skólasamfélagi í dag. Allt sem skrifað er af fagaðilum um þessa þróun er á þá leið að mikilvægt sé að undirbúningur sé vandaður, þekkingar aflað og vandað til allra verka. Til þess að svo megi vera og að fjármunir sveitarfélagsins nýtist sem best teljum við að betur hefði farið á því ef unnin hefði verið heildarúttekt á nýtingu upplýsingatækni hjá Hafnarfjarðarbæ áður en af stað var farið með kaup á spjaldtölvum. Ganga þarf úr skugga um áður en hugbúnaður eða tæki eru keypt að þau gagnist í námi og áður en að því kemur þarf að liggja fyrir nákvæm áætlun um notkun þar sem farið er í gegnum kennslufræðilegan grundvöll spjaldtölvuvæðingar.$line$Af svörunum við fyrirspurn okkar um spjaldtölvur má það ljóst vera að ekki hefur farið fram slík vinna.$line$$line$Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir (sign)$line$Helga Ingólfsdóttir (sign)$line$$line$Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri Grænna lýsa ánægju sinni með og stuðningi við þetta tilraunaverkefni sem fyrst og fremst beinist að því að þróa nýtingu nýrrar tækni við sérkennslu í grunnskólum Hafnarfjarðar. $line$Eyjólfur Sæmundsson (sign)$line$Gestur Svavarsson (sign)$line$Helana Mjöll Jóhannsdóttir (sign)

    • 1304188 – Gítarstúdíó Steingríms

      Lagður fram tölvupóstur frá Steingrími Birgissyni þar sem kannaður er hugur fræðsluráðs til stuðnings við gitarkennslu eftir Suzukiaðferð í Hafnarfirði.

      Afgreiðslu frestað á milli funda.

    • 0703327 – Endurmenntunarsjóður grunnskóla

      Kynnt úthlutun úr endurmenntunarsjóði grunnskóla til Skólaskrifstofu Hafnarjarðar og Hraunvallaskóla fyrir næsta skólaár.

    • 1208216 – Fjárhagsáætlun fræðsluþjónustu 2013

      Kynnt tveggja mánaða uppgjör fræðsluþjónustu 2013.

Ábendingagátt