Fræðsluráð

26. ágúst 2013 kl. 08:15

í Krosseyri, Linnetsstíg 3

Fundur 285

Mætt til fundar

  • Eyjólfur Sæmundsson formaður
  • Helena Mjöll Jóhannsdóttir aðalmaður
  • Gestur Svavarsson aðalmaður
  • Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir aðalmaður
  • Helga Ingólfsdóttir aðalmaður

Ritari

  • Guðrún Guðmundsdóttir ritari
  1. Almenn erindi

    • 1008212 – Forvarnir á fræðslusviði

      Tekin fyrir umræða um forvarnir í grunnskólum með áherslu á forvörn eineltis.

      Fræðsluráð lítur upplýsingar um alvarlegt einelti sem m.a. hafa komið fram í fjölmiðlum mjög alvarlegum augum. Unnið hefur verið markvisst að viðbrögðum við þessu tiltekna máli en ráðið felur Skólaskirfstofu að fara yfir það með skólstjórnendum hvernig strax megi koma við sterkari vörnum gegn slíkum atburðum, en vísar jafnframt til fyrri samþykktar um samræmda verkferla.

    • 1106161 – Tillögur ungmennaráðs Hafnarfjarðar.

      Tekið fyrir að nýju frá síðasta fundi ráðsins.$line$Til fundarins mættu Eiríkur Þorvarðarson, yfirsálfræðingur og Helgi Gíslason, sérkennslufulltrúi.

      1. Fræðsluráð tekur vel í þessa tillögu ungmennaráðs og felur starfsfólki á fræðslusviði að gera greinargerð hvað gert er á þessu sviði og koma með tillögur, í samráði við stjórnendur, um að auka möguleika á leiklist og öðru skapandi starfi í grunnskólunum. Samþykkt samhljóða.$line$$line$2. Fræðsluráð áréttar að einelti skuli ekki liðið í grunnskólum Hafnarfjarðar. Allir skólar eru þegar með áætlanir um forvarnir og viðbrögð en það starf þarf að styrkja og samhæfa. Skólaskrifstofa vinnur að gerð nýrra verkferla og leggur ráðið áherslu á að þeirri vinnu verði hraðað. Tillögur ungmennaráðs er jákvætt framlag til þessara mála. Tillögur að nýjum verkferlum komi til umfjöllunar í fræðsluráði. Samþykkt samhljóða.$line$$line$Áheyrnarfulltrúi grunnskólakennara vék af fundi kl. 9:50.$line$$line$3. Vísað er til þess að fræðsluráð samþykkti á síðasta fundi ráðsins að vinna að stefnumótun í tölvumálum.$line$$line$Erindi ungmennaráðs verður aftur á dagskrá á næsta fundi ráðsins.

    • 0909258 – Fræðslusvið, námskeiðahald

      Lagður fram námskeiðsbæklingur leikskóla vegna haustannar 2013. Þróunarfulltrúi leikskóla lagði fram bæklinginn og gerði grein fyrir þátttöku á námskeiðum sl. vetur.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1208235 – Leikskólabyrjun,staðan

      Þróunarfulltrúi leikskóla gerði grein fyrir stöðu innritunarmála haustið 2013.

      Öllum börnum sem fædd eru 2011 og börnum sem fædd eru í janúar og febrúar 2012 hefur verið boðið pláss í leikskóla.

    • 1110308 – Námsferðir - leikskólar

      Lögð fram skýrsla frá Víðivöllum vegna náms- og kynnisferðar starfsfólks til Long Island New York 16.- 20. maí 2012.

      Lagt fram til kynningar.$line$Fræðsluráð þakkar góða og skilmerkilega skýrslu og fagnar hve vel tókst til í þessari kynnisferð.

    • 1303252 – Samþykkt um stjórn Hafnarfjarðarkaupstaðar og fundarsköp bæjarstjórnar

      Lögð fram, til kynningar, ný samþykkt um stjórn Hafnarfjarðarkaupstaðar og fundarsköp bæjarstjórnar.

Ábendingagátt