Fræðsluráð

23. september 2013 kl. 08:15

í Krosseyri, Linnetsstíg 3

Fundur 287

Mætt til fundar

  • Eyjólfur Sæmundsson formaður
  • Helena Mjöll Jóhannsdóttir aðalmaður
  • Gestur Svavarsson aðalmaður
  • Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir aðalmaður
  • Helga Ingólfsdóttir aðalmaður

Ritari

  • Guðrún Guðmundsdóttir ritari
  1. Almenn erindi

    • 1309390 – Námsflokkar Hafnarfjarðar - miðstöð símenntunar

      Skólastjóri NH – miðstöðvar símenntunar kynnti drög að “umsókn um viðurkenningu fræðsluaðila” og minnisblað um “Skóli skapandi greina” og fór yfir starfsemina.

      Fræðsluráð Hafnarfjarðar styður umsókn NH-miðstöðvar símenntunar um viðurkenningu fræðsluaðila.$line$Lögð var fram námskrá NH vegna haustannar 2013.

    • 1309414 – Sérfræðiþjónusta í sex sveitarfélögum, fyrirkomulag og framkvæmd

      Lagt fram bréf, dags. 11. september 2013 frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu þar sem tilkynnt er um úttekt á sérfræðiþjónustu við leik- og grunnskóla í sex sveitarfélögum og er Hafnarfjörður eitt þeirra.$line$

      Lagt fram til kynningar.

    • 1008206 – Barnaskóli Hjallastefnunnar

      Tekið fyrir að nýju frá síðasta fundi.

      Fræðsluráð samþykkir með þremur atkvæðum meirihluta að gengið verði frá samningi við Barnaskóla Hjallastefnunnar í Hafnarfirði á grundvelli fyrirliggjandi samnings. $line$Fulltrúar Sjálfstæðisflokks óska bókað:$line$Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins telja Barnaskóla Hjallastefnunnar mikilvæga viðbót við skólastarf í Hafnarfirði og telja æskilegt að bæjaryfirvöld komi til móts við fyrirtækið og fyrir sitt leyti taki þátt í því að skapa því það rekstrarumhverfi sem því er nauðsynlegt til að vaxa og dafna innan sveitarfélagsins. $line$Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir (sign)$line$Helga Ingólfsdóttir (sign)$line$$line$Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna óska bókað:$line$Fyrirliggjandi samningsdrög tryggja skólanum eðlilegan rekstrargrundvöll og styrkja samstarf skólans og bæjaryfirvalda til lengri tíma litið.$line$Eyjólfur Sæmundsson (sign)$line$Helena Mjöll Jóhannsdóttir, (sign)$line$Gestur Svavarsson (sign)

    • 1309464 – Regnbogabörn þjónustusamningur

      Kynnt beiðni Regnbogabarna um þjónustusamning.

      Fræðsluráð samþykkir samhljóða að mæla með að gengið verði til viðræðna við Regnbogabörn á grundvelli erindisins.

    • 1201082 – Skólaskipan í Hafnarfirði

      Tekið fyrir að nýju frá síðasta fundi

      Fræðsluráð samþykkir að leggja fyrirliggjandi tillögur fram, sem tillögur að skólaskipan á Völlum og Skarðshlíð, við skólasamfélagið á svæðinu. Samþykkt með þremur atkvæðum meirihluta,fulltrúar Sjálfstæðisflokks sitja hjá.$line$$line$Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins óska bókað:$line$Framkomnar tillögur eru illa ígrundaðar og lagðar fram án þess að fjárhagslegar forsendur liggi fyrir. Tillögurnar eru ekki unnar í samráði við stjórnendur og byggja hvorki á faglegu mati um þörf fyrir ný leiksskólapláss né framkomnum greiningum og spám um nemendaþróun grunnskóla. Ljóst er að þörf mun myndast með uppbyggingu nýrra hverfa á næstu árum en mikilvægt er að sú uppbygging fylgi íbúafjölgun og sé unnin á faglegan hátt í samráði við skólasamfélagið. $line$ $line$Helga Ingólfsdóttir (sign)$line$Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir (sign)$line$$line$Áheyrnarfulltrúi foreldra leikskólabarna óskar bókað:$line$Undanfarin ár hafa um 50 börn (ár hvert), af Völlunum þurft að sækja leikskóla í öðru hverfi en sínu. Foreldraráð leikskóla Hafnarfjarðar telur mjög brýnt að leysa þetta mál svo börnin geti sótt leikskóla í sínu hverfi.$line$$line$Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna óska bókað:$line$Fyrirliggjandi lillögu er ætlað að vera umræðugrundvöllur um fyrirkomulag skólastarfs á Vallasvæðinu og Skarðshlíð og hafna alfarið neikvæðum athugasemdum Sjálfstæðisflokksins. Fram mun fara lýðræðisleg umræða um tillögurnar.$line$Eyjólfur Sæmundsson (sign)$line$Helena Mjöll Jóhannsdóttir, (sign)$line$Gestur Svavarsson (sign)

    • 1111272 – Áslandsskóli, húsnæðis- og lóðamál

      Lögð fram svohljóðandi tillaga:$line$”Fræðsluráð samþykkir að hafinn verði undirbúningur að byggingu 2. áfanga Áslandsskóla sem innifelur fjórar almennar kennslustofur og íþróttasal með viðeigandi aðstöðu.$line$Í þessu skyni beinir fræðsluráð því til bæjarráðs að gert verði ráð fyrir fjárveitingu í viðauka við fjárhagsáætlun bæjarins 2013 sem nægir til hönnunar og annars undirbúnings verksins. $line$Gert verði í fjárhagsáætlun fyrir árið 2014 ráð fyrir að byggingunni verði lokið á því ári. $line$Gerður er fyrirvari um að samkomulag um framkvæmdina náist við FM- hús sem eru lóðarhafar.”$line$

      Fram lögð tillaga var samþykkt með þremur atkvæðum meirihluta, fulltrúar Sjálfstæðisflokks sitja hjá.$line$$line$Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins óska bókað:$line$Framkomin tillaga er nánast endurtekning tillögu formanns fræðsluráðs frá síðasta hausti sem ekki kom til framkvæmda, en í hennar stað voru 3 færanlegar stofur reistar á lóð Áslandsskóla. Kostnaður við þá framkvæmd var hátt í hundrað milljónir króna.$line$Tillagan er illa ígrunduð og hvorki liggja fyrir fjárhagslegar forsendur, samningar við eigendur né upplýsingar um hvernig fjármagna eigi fyrirhugaðar framkvæmdir.$line$Sjálfstæðisflokkurinn hafnar innistæðulausum loforðum í upphafi kosningavetrar og ítrekar þær raunhæfu lausnir sem fulltrúar hans hafa lagt til fyrir daufum eyrum meirihlutans. $line$Helga Ingólfsdóttir (sign)$line$Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir (sign)$line$$line$Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna óska bókað:$line$Í fyrsta skiptið eru nú lagðar fram tillögur um veitingu fjármagns vegna síðari hluta byggingar Áslandsskóla og staðið við áform um framtíðaruppbyggingu hverfisins. Við munu taka umræður í bæjarráði þar sem verður rætt um forgangsröðun fjármuna í stærra samhengi.$line$$line$Eyjólfur Sæmundsson (sign)$line$Helena Mjöll Jóhannsdóttir, (sign)$line$Gestur Svavarsson (sign)$line$$line$Áheyrnarfulltrúi grunnskólakennara vék af fundi kl. 9:45.

    • 1008205 – Aðalnámskrá grunnskóla byggð á grunnskólalögunum frá 2008

      Þróunarfulltrúi grunnskóla lagði fram gögn er snúa að innleiðingu aðalnámskrár og kynnti verkferla framundan.

      Fræðsluráð telur að innleiðing aðalnámskrár sé í góðum farvegi á Skólaskrifstofu og mun áfram fylgjast með framvindu verkefnisins.

    • 1208216 – Fjárhagsáætlun fræðsluþjónustu 2013

      Rekstrarstjóri kynnti sjö mánaða uppgjör fræðsluþjónustu.

      Lagt fram til kynningar.

Ábendingagátt