Fræðsluráð

18. nóvember 2013 kl. 08:15

í Krosseyri, Linnetsstíg 3

Fundur 292

Mætt til fundar

  • Eyjólfur Sæmundsson formaður
  • Gestur Svavarsson aðalmaður
  • Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir aðalmaður
  • Helga Ingólfsdóttir aðalmaður
  • Friðþjófur Helgi Karlsson varamaður

Ritari

  • Guðrún Guðmundsdóttir ritari
  1. Almenn erindi

    • 1201082 – Skólaskipan í Hafnarfirði

      Lagt fram bréf frá foreldrafélagi leikskólans Hvamms.

      Fræðsluráð felur fulltrúum fræðsluþjónustu að koma á fundi með foreldrum og fara yfir þessi mál.$line$$line$Fulltrúar Sjálfstæðisflokks óska bókað:$line$Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja til að áform um flutning á lausum stofum frá Leikskólanum Hvammi verði endurskoðuð og taka heilshugar undir framkomin sjónarmið foreldrafélags leikskólabarna á Hvammi í bréfi til fræðsluráðs dags. 8. nóvember 2013 þar sem fram kemur mikil andstaða við fyrirhugaðar breytingar sem fela í sér kostnað að lámarki 30 milljónir án þess að leikskólaplássum fjölgi í Hafnarfirði auk þess að setja í uppnám það faglega starf sem fram fer á leikskólanum Hvammi. $line$Helga Ingólfsdóttir (sign)$line$Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir (sign)

    • 1302170 – Upplýsingatækni í skólastarfi

      Kynnt erindisbréf vegna starfshópa sem skipaðir hafa verið um upplýsingatækni í skólastarfi leik- og grunnskóla.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1006276 – Mötuneyti grunnskóla

      Lögð fram eftirfarandi drög að sameiginlegri samþykkt sbr. umræður í lok síðasta fundar.$line$$line$”Fræðsluráð samþykkir að gerð verði úttekt á núverandi fyrirkomulagi mötuneytismála í grunnskólum Hafnarfjarðar. Tvenns konar fyrirkomulag er nú í grunnskólunum. Í tveimur skólum er matur eldaður á staðnum og í fimm skólum er matur aðkeyptur. Samningur um aðkeyptan mat rennur út að loknu þessu skólaári, en möguleiki er á að framlengja hann um eitt ár.$line$Í úttektinni verði m.a. skoðuð gæði matar, þátttaka og ánægja notenda, uppeldislegt gildi og gerður kostnaðarsamanburður. Unnið verði út frá könnunum sem gerðar hafa verið og nýjar kannanir gerðar reynist þörf á því. $line$Sviðsstjóra fræðsluþjónustu er falið að setja þessa vinnu af stað og skal þess gætt að samráð verði haft við skólastjórnendur og fagfólk sem kemur að matarþjónustunni.”$line$

      Samþykkt samhljóða.

    • 10102848 – Dagur íslenskrar tungu

      Ingibjörg Einarsdóttir boðin velkomin til fundarins. Hún gerði grein fyrir verkefnum sem tengjast degi íslenskrar tungu.

      Ingibjörgu þakkað fyrir hennar öfluga starf við Stóru upplestrarkeppnina.

Ábendingagátt