Fræðsluráð

13. janúar 2014 kl. 08:15

í Krosseyri, Linnetsstíg 3

Fundur 294

Mætt til fundar

  • Eyjólfur Sæmundsson formaður
  • Helena Mjöll Jóhannsdóttir aðalmaður
  • Gestur Svavarsson aðalmaður
  • Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir aðalmaður
  • Helga Ingólfsdóttir aðalmaður

Ritari

  • Valgerður Sveinbjörnsdóttir ritari
  1. Almenn erindi

    • 1309645 – Málefni innflytjenda í Hafnarfirði - skýrsla samráðshóps

      Lögð fram verk- og fjárhagsáætlun fyrir grunnskólann vegna tillagna samráðshóps um málefni nýbúa til fræðsluráðs. Áætlunin er unnin af Kristrúnu Sigurjónsdóttur kennsluráðgjafa og deildarstjóra móttökudeildar nýbúa í Lækjarskóla og Helga Gíslasyni sérkennslufulltrúa grunnskóla.$line$Helgi mætir til fundarins og fylgir áætluninni eftir.

      Fræðsluráð fagnar áætluninni og samþykkir fyrir sitt leyti.

    • 1110250 – Staðfesting skólanámskráa og starfsáætlana grunnskóla.

      Lagðar fram skólanámskrár og starfsáætlanir grunnskóla til staðfestingar.

      Fræðsluráð staðfestir framlagðar skólanámskrár og starfsáætlanir grunnskóla Hafnarfjarðar. Gögnin er að finna á heimasíðum skólanna.

    • 1210430 – Félag grunnskólakennara í Hafnarfirði

      Fyrir tekið að nýju erindi félags grunnskólakennara í Hafnarfirði varðandi ráðningu í kennslu samhliða töku lífeyris.

      Fræðsluráð tekur undir með félagi grunnskólakennara í Hafnarfirði að æskilegt sé að þessi möguleiki standi til boða ef aðstæður í viðkomandi grunnskóla leyfa það að mati skólastjóra.

    • 1201082 – Skólaskipan í Hafnarfirði

      Farið yfir stöðuna

      Fræðsluráð frestar endanlegri ákvörðun um flutning lausra kennslustofa frá leikskólanum Hvammi og mun fara betur yfir málið.

    • 1301237 – Samræmd könnunarpróf í 4., 7. og 10. bekk í grunnskólum

      Lagt fram bréf, dags. 2.desember 2013 frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu þar sem kynntar eru dagsetningar samræmdra könnunarprófa í 4., 7. og 10. bekk í grunnskólum 2014.

      Lagt fram til kynningar.

    • 0909258 – Fræðslusvið, námskeiðahald

      Lagður fram til kynningar funda- og námskeiðsbæklingur leikskóla Hafnarfjarðar vegna vorannar 2014.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1208216 – Fjárhagsáætlun fræðsluþjónustu 2013

      Kynnt ellefu mánaða uppgjör fræðsluþjónustu.

      Rekstarstjóri fræðsluþjónustu gerði grein fyrir stöðunni. Gert er ráð fyrir að taka stöðuna frekar þegar ársuppgjör liggur fyrir.

    • 1309240 – Fjárhagsáætlun bæjarsjóðs Hafnarfjarðar og stofnana hans 2014-2017

      Eftirfarandi tveimur tillögum var vísað til fræðsluráðs úr bæjarstjórn þann 10. desember 2013.$line$$line$5. Tillaga um nýbreytni í grunnskólastarfi$line$”Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að mótað verði þróunarverkefni um starf í einum eða fleiri grunnskólum Hafnarfjarðar sem byggir á “bókun 5” úr kjarasamningum um grunnskólakennslu.”$line$ $line$Greinargerð:$line$Markmið með tillögunni er að hvetja til nýbreytni í skólastarfi innan starfandi grunnskóla Hafnarfjarðar, þar sem skólafólki gefist kostir á breyttu starfsumhverfi og nýjum tækifærum í starfi. Ennfremur verði miðað að því að bæta enn frekar skólastarf gagnvart nemendum. Þá verði þróunarverkefnið notað til þess að draga úr miðstýringu og auka sjálfstæði skólanna, bæta rekstur þeirra og snúa vörn í sókn hvað varðar fjárhagslegt svigrúm og faglegt starf. Mikilvægt er að þróunarverkefnið verði unnið í góðu samráði við skólasamfélagið í þeim skólum sem kjósa að taka þátt í því.$line$Valdimar Svavarsson, Rósa Guðbjartsdóttir, Kristinn Andersen, Geir Jónsson, Helga Ingólfsdóttir.$line$ $line$OG$line$$line$6. Tillaga um fjölbreytni í rekstrarformi grunnskóla$line$”Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að kallað verði eftir tillögum um fjölbreyttari rekstrarform grunnskóla í Hafnarfirði, innan núverandi skóla eða í fyrirhuguðum grunnskólum bæjarins.”$line$ $line$Greinargerð:$line$Hlutur sjálfstæðra grunnskóla, sem starfræktir eru af öðrum en sveitarfélögum, er hverfandi lítill hérlendis og íslenskt skólakerfi sker sig þar úr í samanburði við önnur lönd, s.s. hin Norðurlöndin. Með sjálfstæðum skólarekstri hefur verið sýnt fram á margvíslegan ávinning, ekki aðeins innan sjálfstæðu skólanna heldur fyrir skólasamfélagið í stærra samhengi. Tillagan er sett fram til að kalla fram umræðu um ný rekstrarform, gefa kosti á nýjum tækifærum fyrir skólafólk, auka fjölbreytni og efla skólastarf. Mikilvægt er að skoðun nýrra kosta í rekstrarformi fari fram í góðu samráði við skólasamfélagið í Hafnarfirði.$line$Valdimar Svavarsson, Rósa Guðbjartsdóttir, Kristinn Andersen, Geir Jónsson, Helga Ingólfsdóttir.$line$

      Varðandi tillögu um nýbreytni í grunnskólastarfi:$line$$line$Formaður fræðsluráðs lagði fram eftirfarandi tillögu:$line$”Bókun 5 er ekki til lengur í kjarasamningi kennara, en komin er í samningana grein 2.1.6.3 sem er ítarlegar útfærð, en þar kemur skýrt fram að beiting hennar verður að byggja á samkomulagi viðkomandi kennara og skólastjórnenda. Það hefur legið skýrt fyrir að slíkt fyrirkomulag stendur aðilum til boða með stuðningi fræðsluyfirvalda í Hafnarfirði. Ekki er líklegt til árangurs að boð um slíkt fyrirkomulag komi “ofan frá”.$line$Kjaraviðræður standa yfir milli KÍ og Sambands íslenskra sveitarfélaga þar sem endurskoðun fyrrgreindrar samningsgreinar er til umræðu og rétt að bíða og sjá hvað kemur út úr því.”$line$$line$Samþykkt með þremur atkvæðum en tveir sitja hjá.$line$$line$Fulltrúar Sjálfstæðisflokks óska bókað.$line$”Mikilvægt er að taka undir og styðja við frumkvæði fagfólks í skólastofnunum sem er markmiðið með framkominni tillögu. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins harma að tillögunni sé hafnað þar sem mikilvægt er að umræða eigi sér stað um með hvaða hætti unnt er að efla skólastarf í Hafnarfirði.”$line$$line$Helga Ingólfsdóttir (sign)$line$Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir (sign)$line$$line$$line$Varðandi tillögu um nýbreytni í fjölbreytni í rekstrarformi grunnskóla:$line$$line$Formaður fræðsluráðs lagði fram eftirfarandi tillögu:$line$”Hér á landi er tvenns konar rekstrarform grunnskóla heimilt lögum samkvæmt, annars vegar rekstur á vegum sveitarfélaga eða einkarekstur aðila sem hafa leyfi menntamálaráðuneytisins. Fræðsluráð er ekki reiðubúið til til að hafa frumkvæði að einkavæðingu í grunnskólarekstri í Hafnarfirði og getur því ekki fallist á tillöguna. Ráðið styður hins vegar af heilum hug frumkvæði til fjölbreytts reksturs og nýsköpunar í skólum bæjarins og eru sérstakir fjármunir ætlaðir til slíks í fjárhagsáætlun fyrir 2014.”$line$$line$Samþykkt með þremur atkvæðum en tveir sitja hjá.$line$$line$Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins óska bókað:$line$”Markmið með framkominni tillögu um fjölbreytni í rekstrarformi er að kalla fram frumkvæði frá fagfólki um nýbreytni í skólastarfi og ein leið til þess er að skoða möguleika á fjölbreyttara rekstrarformi eins og heimilt er samkvæmt lögum. Góð frammistaða Hjallastefnunnar sem steig sín fyrstu skref í Hafnarfirði er dæmi um sjálfstæðan skóla sem starfræktur er af fagfólki og hefur sýnt góðan árangur.”$line$$line$Helga Ingólfsdóttir (sign)$line$Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir (sign)

Ábendingagátt