Fræðsluráð

10. febrúar 2014 kl. 08:15

í Krosseyri, Linnetsstíg 3

Fundur 296

Mætt til fundar

  • Eyjólfur Sæmundsson formaður
  • Helena Mjöll Jóhannsdóttir aðalmaður
  • Gestur Svavarsson aðalmaður
  • Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir aðalmaður
  • Helga Ingólfsdóttir aðalmaður

Ritari

  • Valgerður Sveinbjörnsdóttir ritari
  1. Almenn erindi

    • 1401676 – Klettaskóli - styrkbeiðni

      Lögð fram að nýju beiðni um styrk til að kaupa spjaldtölvur fyrir hafnfirska nemendur í Klettaskóla.

      Fræðsluráð tekur undir nauðsyn þess að nemendur Klettaskóla hafi aðgang að bestu kennslugögnum og tækjum á hverjum tíma, þar með talið spjaldtölvum. Ráðið bendir þó á að með hverjum hafnfirskum nemenda í Klettaskóla greiðir Hafnarfjarðarbær fullt gjald. Inn í þeirri upphæð á að vera allur kostnaður við nemandann, þar með talinn kennslubúnaður eins og spjaldtölvur. Getur fræðsluráð því ekki orðið við erindinu.

    • 1401677 – Skóladagatöl 2014 - 2015

      Lögð fram að nýju skóladagatöl leik- og grunnskóla fyrir skólaárið 2014 – 2015 þar sem búið er að merkja inn samræmda daga.

      Fræðsluráð samþykkir grunn að skóladagatölum fyrir leik- og grunnskóla. Grunnskólar skili endanlegum skóladagatölum, staðfestum að skólaráðum skólanna, fyrir 15. mars nk. og leikskólar skili endanlegum skóladagatölum, staðfestum af foreldraráðum leikskólanna eigi síðar en 30. mars nk. Beiðnir leikskóla um tilflutning á skipulagsdögum vegna námsferða berist fyrir sama tíma.

    • 1301464 – Nýsköpunarkeppni grunnskóla

      Lögð fram styrkbeiðni frá Nýsköpunarkeppni grunnskóla.

      Fræðsluráð samþykkir 100.000 kr. styrk til verkefnisins og hvetur grunnskóla bæjarins til þátttöku.

    • 1008205 – Aðalnámskrá grunnskóla byggð á grunnskólalögunum frá 2008

      Lagt fram bréf mennta- og menningarmálaráðuneytisins dags. 5. febrúar 2014 um frestun gildistöku nýs námsmats samkvæmt aðalnámskrá grunnskóla til vorsins 2016.

      Lagt fram.

    • 1309645 – Málefni innflytjenda í Hafnarfirði - skýrsla samráðshóps

      Lögð fram verk- og fjárhagsáætlun fyrir leikskóla vegna tillagna samráðshóps um málefni nýbúa til fræðsluráðs. Áætlunin er unnin af Björk Alfreðsdóttur og Hönnu H. Leifsdóttur.

      Fræðsluráð fagnar áætluninni og samþykkir fyrir sitt leyti.

    • 1201082 – Skólaskipan í Hafnarfirði

      Lögð fram bréf annars vegar frá foreldraráði Hraunvallaskóla, leikskóla ásamt undirskriftalistum foreldra barna í Hraunvallaskóla, leikskóla og hins vegar bréf frá foreldrafélagi leikskólans Hvamms ásamt bæklingi um Vitaborg og Hamarsborg.$line$Ennfremur lögð fram mynd af skólasvæði Hraunvallaskóla.$line$$line$Tillaga:$line$”Vísað er til umfjöllunar fræðsluráðs um skólaskipan á Völlum 23.09.2013 þar sem kynntar voru tillögur sem síðan hafa verið til frekari úrvinnslu og skoðunar. Ennfremur er vísað til samþykktar ráðsins 13. janúar sl. þar sem samþykkt var að fresta ákvörðun um flutning lausra kennslustofa frá leikskólanum Hvammi að leikskólanum Hamravöllum. Í ljósi athugasemda sem fram komu og athugana sem gerðar hafa verið á möguleikum til að mæta þörf fyrir aukið húsnæði Hraunvallaskóla og til að mæta þörf fyrir leikskólapláss á Völlum samþykkir fræðsluráð eftirfarandi:$line$$line$1. Byggðar verði þrjár nýjar samtengdar lausar stofur á lóð Hraunvallaskóla á reit sem snýr að Fléttuvöllum. Grenndarkynningu og öðrum undirbúningi verði hraðað eins og kostur er þannig að stofurnar verði tilbúnar í góðum tíma fyrir næsta haust.$line$2. Hafinn verði undirbúningur að skipulagsbreytingu á lóð leikskólans Hvamms þannig að þær lausu stofur sem þar eru nú geti verið þar til frambúðar.$line$$line$Kostnaði vegna liðar nr. 1 verði mætt með því að fjármagn sparast þar sem ekki þarf að flytja lausar stofur frá Hvammi, með auknum tekjum bæjarsjóðs sem nú eru fyrirsjáanlegar og með frestun annarra framkvæmda. Fræðsluráð beinir þeim tilmælum til bæjarráðs og bæjarstjórnar að ganga frá nauðsynlegum samþykktum til að unnt verði að ráðast í ofangreindar framkvæmdir sem allra fyrst.”$line$

      Fræðsluráð samþykktir tillögurnar samhljóða.$line$$line$Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins óska bókað:$line$Fagna ber sinnaskiptum meirihluta fræðsluráðs sem leggur nú fram endurbætta tillögu að skólaskipan þar sem tekið er mið af athugasemdum foreldra og fagfólks um að sem minnst rask verði á starfsemi Hraunvallaskóla og Hvamms leikskóla. Tillagan er að mestu leyti samhljóða framkominni tillögu fulltrúa Sjálfstæðisflokksins sem lýsa ánægju sinni með það að sátt hafi náðst um hagkvæma lausn á húsnæðisvanda Hraunvallaskóla án þess að stefna faglegu starfi hans í uppnám og ennfremur að 5 ára deild á Hvammi leikskóla verði með óbreytt.$line$Helga Ingólfsdóttir$line$Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir

    • 0810339 – PISA

      Pisa, lagðar fram helstu niðurstöður Pisa 2012. Ennfremur lögð fram skýrslan “Árangur og einkenni grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu í alþjóðlegu samhengi” unnin af Almari M Halldórssyni fyrir Samband íslenskra sveitarfélaga hasutið 2013.

      Fræðsluráð samþykkir að boða til málþings í mars um það hvernig bregðast eigi við niðurstöðum Pisa í Hafnrfirði.

    • 1208216 – Fjárhagsáætlun fræðsluþjónustu 2013

      Rekstrarstjóri fræðsluþjónustu kynnti stöðu bókhalds vegna fræðslumála.

Ábendingagátt