Fræðsluráð

24. mars 2014 kl. 08:15

í Krosseyri, Linnetsstíg 3

Fundur 299

Mætt til fundar

  • Eyjólfur Sæmundsson formaður
  • Gestur Svavarsson aðalmaður
  • Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir aðalmaður
  • Kristín María Thoroddsen varamaður
  • Björn Bergsson varamaður

Ritari

  • Valgerður Sveinbjörnsdóttir ritari
  1. Almenn erindi

    • 1201082 – Skólaskipan í Hafnarfirði

      Lögð fram skýrsla um útikennslu í Skátalundi dags. 18. mars 2014.$line$Lagt fram bréf skólastjóra Hvaleyrarskóla dags. 18. mars 2014 um deild/bekk fyrir fimm ára börn í Hvaleyrarskóla. Skólastjóri Hvaleyrarskóla mætir til fundarins.$line$Kynnt drög að kostnaðarmati Skógardeildar við Híðarenda og 5 ára bekkjar í Hvaleyrarskóla.

      Fræðsluráð samþykkir að rekin verði 5 ára deild við Hvaleyrarskóla enda verði þátttaka nægjanleg og mat verði gert á árangri.$line$Útikennsla í Skátalundi frestað til næsta fundar.

    • 1008206 – Barnaskóli Hjallastefnunnar

      Tekið fyrir að nýju. Lagt fram minnisblað framkvæmdastjóra Hjallastefnunnar dags. 12. mars sl. um húsnæðismál Barnaskóla Hjallastefnunnar. Kynnt drög að minnisblaði þróunarfulltrúa grunnskóla vegna stofnunar miðdeildar og farið yfir kostnaðarmat á óskum Barnaskóla Hjallastefnunnar um fjölgun barna og stofnunar miðdeildar.$line$

      Greint frá stöðu viðræðna.

    • 1401677 – Skóladagatöl 2014 - 2015

      Lögð fram skóladagatöl grunnskólanna vegna skólaársins 2014-2015 ásamt staðfestingu skólaráða.

      Fræðsluráð samþykkir framlögð skóladagatöl með fyrirvara um að samþykki skólaráðs Hraunvallaskóla liggi fyrir. Dagatölin verða birt á heimasíðum skólanna.

    • 1305252 – Málfundur um skólamál í Hafnarfirði

      Kynnt dagskrárdrög málfundar sem haldinn verður föstudaginn 4. apríl nk. í Víðistaðaskóla.

      Endanleg dagskrá verði send ráðsmönnum síðar í þessari viku.

    • 1403234 – Skólar og menntun í fremstu röð

      Kynntar eftirfarandi skýrslur verkefnisstjórnar skóla og menntunar í fremstu röð; $line$Gæði skólastarfs í alþjóðlegum samanburði,mars 2014.$line$Samvinna skólastiga frá leikskóla að háskóla, mars 2014.

      Fræðsluráð þakkar Skúla Helgasyni fyrir kynninguna. Skýrslurnar má finna á heimasíðu Sambands sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu.

Ábendingagátt