Fræðsluráð

22. apríl 2014 kl. 08:15

í Krosseyri, Linnetsstíg 3

Fundur 301

Mætt til fundar

  • Eyjólfur Sæmundsson formaður
  • Helena Mjöll Jóhannsdóttir aðalmaður
  • Gestur Svavarsson aðalmaður
  • Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir aðalmaður
  • Helga Ingólfsdóttir aðalmaður

Ritari

  • Valgerður Sveinbjörnsdóttir ritari
  1. Almenn erindi

    • 1305252 – Málfundur um skólamál í Hafnarfirði

      Eiríkur Þorvarðarson, formaður starfshópsins, mætti til fundarins og gerði grein fyrir helstu niðurstöðum málþingsins. Næstu skref rædd.

    • 1404295 – Þróunar- og nýsköpunarverkefni fræðsluþjónustu

      Kynnt drög að reglum og umsóknarformi fyrir styrki úr þróunar- og nýsköpunarsjóði fræðsluþjónustu.

      Samþykkt með áorðnum breytingum. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá.

    • 1302170 – Upplýsingatækni í skólastarfi

      Sviðsstjóri kynnti stöðuna í uppbyggingu tækja- og tæknibúnaðar í leik- og grunnskólum.

    • 1111272 – Áslandsskóli, húsnæðis- og lóðamál

      Tekið fyrir að nýju.

      Fræðsluráð samþykkir eftirfarandi samhljóða:$line$?Fræðsluráð áréttar að nauðsynlegt er að ráðast í brýnar úrbætur í húsnæðismálum Áslandsskóla og vísar málinu til frekari úrvinnslu og ákvarðanatöku í umhverfis- og framkvæmdaráði og til bæjarráðs.?$line$

    • 1008206 – Barnaskóli Hjallastefnunnar

      Tekið fyrir að nýju og kynnt drög að viljayfirlýsingu milli Hafnarfjarðarkaupstaðar og Hjallastefnunnar.

      Fræðsluráð samþykkir samhljóða að afgreiða málið í samræmi við fyrirliggjandi drög.

    • 1404294 – Leikskólinn Bjarkarvellir

      Lögð fram eftirfarandi tillaga:$line$”Fræðsluráð óskar eftir því við Umhverfis og framkvæmdaráð að hafin verði undirbúningur að byggingu nýs leikskóla við Bjarkavelli og stefnt að því að hann verði tekin til notkunar 1. ágúst 2015.

      Samþykkt.

Ábendingagátt