Fræðsluráð

8. september 2014 kl. 08:15

í Krosseyri, Linnetsstíg 3

Fundur 307

Mætt til fundar

  • Rósa Guðbjartsdóttir formaður
  • Einar Birkir Einarsson aðalmaður
  • Hörður Svavarsson aðalmaður
  • Elva Dögg Ásud. Kristinsdóttir aðalmaður
  • Adda María Jóhannsdóttir aðalmaður

Ritari

  • Valgerður Sveinbjörnsdóttir ritari
  1. Almenn erindi

    • 1304482 – Vímuefnaneysla nemenda í 8. - 10. bekk árið 2013

      Geir Bjarnason kynnir helstu niðurstöður úr rannsókn um hagi og líðan ungs fólks i Hafnarfirði sem gerð var af Rannsókn og greiningu í febrúar 2014.

      Geir þökkuð kynningin.

    • 1406405 – Gjaldskrár, starfshópur

      Tekin fyrir að nýju tillaga fulltrúa Samfylkingar og vinstri grænna frá 27.06.2014.$line$

      Fræðsluráð samþykkir samhljóða svo breytta tillögu.$line$$line$Starfshópur um heilsdagsskóla, fristundastyrki og fyrirkomulag niðurgreiðslna og gjalda.$line$$line$Lagt er til að stofnaður verði starfshópur fjölskyldu-og fræðsluráðs sem fái það verkefni að endurmeta fyrirkomulag heilsdagsskóla og endurskoða stuðning bæjarins við íþrótta- og tómstundastarf.$line$Markmiðið verði að efla þjónustuna með hagsmuni nemenda að leiðarljósi og leita leiða til að samþætta skóla og frístundastarf.$line$ $line$Starfshópurinn fái jafnframt það hlutverk að móta tillögur sem miða að því að tryggja jafnan aðgang barna að íþrótta- og tómstundastarfi t.d. með auknum sveigjanleikja í nýtingu niðurgreiðslna þátttökugjalda og/eða útgáfu frístundakorts í stað núverandi fyrirkomulags á niðurgreiðslum vegna íþrótta- og tómstundaiðkunar barna. Starfshópurinn muni einnig endurskoða greiðslufyrirkomulag og greiðsluþátttöku vegna gjalda hjá dagforeldrum, í leikskólum, Tónlistarskóla, frístundaheimilum og máltíða í grunnskólum.$line$Niðurstöður úr þjónustukönnunum og ábendingar notenda þjónustunnar verði hafðar til hliðsjónar í stefnumótun og aðgerðum.$line$ $line$Lagt er til að með hópnum starfi rekstrarstjórar og sviðsstjórar viðkomandi fjölskyldu- og fræðslusviðs.$line$$line$

    • 1409147 – Frá leikskólastjórum

      Lagt fram bréf, dags. 4. september 2014 frá leikskólastjórum í Hafnarfirði þar sem lýst er áhyggjum vegna skorts á leikskólakennurum. Jafnframt er þess óskað að við gerð fjárhagsáætlunar verði teknar ákvarðanir um aðgerðir til að fjölga þeim.

      Fræðsluráð tekur undir áhyggjur sem fram koma í erindinu og vísar til frekari vinnu við gerð fjárhagsáætlunar næsta árs.

    • 1409160 – Styrkir fræðsluráðs

      Lögð fram beiðni um styrk til umferðarforvarna í grunnskólum Hafnarfjarðar frá Berent Karli Hafsteinssyni.

      Fræðsluráð vísar erindinu til skólastjórnenda.

Ábendingagátt