Fræðsluráð

3. nóvember 2014 kl. 08:15

í Krosseyri, Linnetsstíg 3

Fundur 311

Mætt til fundar

  • Rósa Guðbjartsdóttir formaður
  • Einar Birkir Einarsson aðalmaður
  • Hörður Svavarsson aðalmaður
  • Elva Dögg Ásud. Kristinsdóttir aðalmaður
  • Adda María Jóhannsdóttir aðalmaður

Ritari

  • Valgerður Sveinbjörnsdóttir ritari
  1. Almenn erindi

    • 1410618 – Dagforeldrar - leyfisbeiðnir

      Vegna þessa liðar mætti daggæslufulltrúi og fór yfir verklagsreglur varðandi starfsemi dagforeldra í Hafnarfirði. Lögð voru fram ný form fyrir umsókn um starfsleyfi til daggæslu í heimahúsum og um endurnýjun starfsleyfa til daggæslu í heimahúsum.

      Daggæslufulltrúa þökkuð kynningin. Fræðsluráð staðfestir reglurnar.

    • 1410525 – Tónlistarkennarar, verkfall

      Vegna þessa liðar mætti skólastjóri og aðstoðarskólastjóri Tónlistarskóla Hafnarfjarðar og fóru yfir áhrif verkfalls tónlistarkennara á starfsemi skólans.

      Fræðsluráð Hafnarfjarðar lýsir yfir áhyggjum af stöðu kjarasamningsviðræðna við tónlistarkennara og áhrifum þess á tónlistarnám í bæjarfélaginu. Tekið er undir mikilvægi þess að tónlistarkennarar njóti kjara í samræmi við menntun þeirra og hliðstæðar starfsstéttir. Áhersla sé lögð á að í samningum við tónlistarkennara verði leitast við að mismunandi sérstaða, þarfir og kennsluhættir tónlistarnáms sveitarfélaganna fái notið sín.

    • 1410481 – Foreldraráð leikskóla, skólalóðir

      Lagt fram bréf, dagsett 21. október 2014 frá foreldraráði leikskóla Hafnarfjarðar þar sem óskað er eftir upplýsingum um umbætur sem gerðar hafa verið eftir aðalskoðun á leikskólalóðum sem fram fór vorið 2013.$line$$line$Lagt fram svarbréf, dagsett 29. október 2014 frá verkefnisstjóra umhverfis og framkvæmda.

      Fræðsluráð tekur undir mikivægi þess að skólalóðum sé haldið vel við og að tryggt sé að gripið sé til aðgerða á lóðunum í kjölfar úttekta.

    • 1309609 – Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna, lög nr. 19/2013

      Lagt fram bréf, dagsett 24. október 2014 frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu þar sem kynnt er að þann 20. nóvember nk. séu liðin 25 ár frá því að samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi barna, eða Barnasáttmálinn var lagður fyrir allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna til undirritunar og fullgildingar.

      Fræðsluráð hvetur skóla bæjarins til að halda upp á afmæli sáttmálans og jafnframt vekja sérstaka athygli barna og ungmenna á sáttmálanum og gildi hans.

    • 1410619 – Starfsbrautir framhaldsskóla, innritun

      Lagt fram bréf, dagsett 27. október 2014 frá mennta- og mennngarmálaráðuneytinu þar sem kynnt er tilfærsla innritunar á starfsbrautir framhaldsskóla til nýrrar stofnunar.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1410620 – Vinnumat grunnskólakennara, kynningarfundir

      Lagður fram tölvupóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem kynnt er fundarröð þar sem kynna á fyrstu útfærslu verkefnisstjórnar á vinnumati grunnskólakennara skv. ákvæði í kjarasamningi FG og SNS.$line$

      Lagt fram til kynningar.

    • 1302170 – Upplýsingatækni í skólastarfi

      Vegna þessa liðar mætti forstöðumaður tölvudeildar og fór yfir stöðuna.

      Farið yfir stöðuna.

    • 1008206 – Barnaskóli Hjallastefnunnar

      Lagt fram bréf, dagsett 30. október frá framkvæmdastjóra Hjallastefnunnar þar sem óskað er eftir viðræðum um uppbyggingu og þróun á miðstigi Hjallastefnunnar í Hafnarfirði.

      Sviðsstjóra fræðsluþjónustu falið að koma á fundi.

    • 1310408 – Fjárhagsáætlun fræðsluþjónustu 2014

      Rekstrarstjóri kynnir viðauka við fjárhagsáætlun 2014 vegna fræðslumála sem samþykktur var í bæjarstjórn 29. október sl.

    • 1410335 – Fjárhagsáætlun fræðsluþjónustu 2015

      Farið yfir fjárhagsáætlunarvinnuna.

Ábendingagátt