Fræðsluráð

23. mars 2015 kl. 08:15

í Krosseyri, Linnetsstíg 3

Fundur 322

Mætt til fundar

  • Rósa Guðbjartsdóttir formaður
  • Einar Birkir Einarsson aðalmaður
  • Elva Dögg Ásud. Kristinsdóttir aðalmaður
  • Adda María Jóhannsdóttir aðalmaður
  • Karólína Helga Símonardóttir varamaður

Auk ofantalinna og undirritaðra sátu fundinn: Magnús Baldursson, sviðsstjóri, Jenný Dagbjört Gunnarsdóttir, þróunarfulltrúi leikskóla, Vigfús Hallgrímsson, þróunarfulltrúi grunnskóla, Lars Jóhann Imsland Hilmarsson, áheyrnarfulltrúi skólastjóra grunnskóla, Herborg Friðriksdóttir, áheyrnarfulltrúi grunnskólakennara, Þórður Ingi Bjarnason, áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskólabarna, Ólafía Guðmundsdóttir, áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra, Björg Jónatansdótttir, áheyrnarfulltrúi starfsfólks í leikskóla og Helga Hrönn Óskarsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra leikskólabarna.

Ritari

  • Valgerður Sveinbjörnsdóttir ritari

Auk ofantalinna og undirritaðra sátu fundinn: Magnús Baldursson, sviðsstjóri, Jenný Dagbjört Gunnarsdóttir, þróunarfulltrúi leikskóla, Vigfús Hallgrímsson, þróunarfulltrúi grunnskóla, Lars Jóhann Imsland Hilmarsson, áheyrnarfulltrúi skólastjóra grunnskóla, Herborg Friðriksdóttir, áheyrnarfulltrúi grunnskólakennara, Þórður Ingi Bjarnason, áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskólabarna, Ólafía Guðmundsdóttir, áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra, Björg Jónatansdótttir, áheyrnarfulltrúi starfsfólks í leikskóla og Helga Hrönn Óskarsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra leikskólabarna.

  1. Almenn erindi

    • 1111272 – Áslandsskóli, húsnæðis- og lóðamál

      Kynnt niðurstaða húsnæðismála Áslandsskóla.$line$Vegna þessa liðar mætti bæjarstjóri, sviðsstjóri umhverfis og framkvæmda, sviðsstjóri skipulags- og byggingasviðs, skólastjóri Áslandsskóla, upplýsingafulltrúi og rekstrarstjóri fræðsluþjónustu.

      “Fræðsluráð fagnar þeirri niðurstöðu sem fengist hefur í húsnæðimálum Áslandsskóla í samráði við skólastjórnendur og foreldra barna við skólann. Samkvæmt þessari niðurstöðu er ljóst að nægt rými er í núverandi húsnæði skólans fyrir þann fjölda nemenda sem spár um íbúaþróun gefa til kynna að verði á komandi árum. Niðurstaðan leysir því húsnæðismál skólans hvað fjölda kennslustofa varðar til frambúðar. $line$Næsta verkefni bæjaryfirvalda er að halda áfram vinnu við úrlausn á húsnæðismálum Hraunvallaskóla sem mikilvægt er leita lausna á til framtíðar.”$line$

    • 1502216 – Innheimtumál, fyrirspurn

      Kynnt drög að verkferli vegna innheimtu á leikskóla- og frístundaheimilisgjöldum.

      Á fundi bæjarráðs 12. mars sl. var bæjarstjóra falið að vinna að og leggja fram tillögu um breytingar á verklagi Hafnarfjarðarbæjar við innheimtumál. Lagt var til að litið verði til fordæmis Reykjavíkurborgar í þessum efnum. Að öðru leyti er vísað til bókunar og afgreiðslu málsins á fundi bæjarráðs.

    • 1410618 – Dagforeldrar - leyfisbeiðnir

      Lögð fram umsókn frá Hörpu Björgvinsdóttur, um starfsleyfi til að starfa sem dagforeldri í Hafnarfirði.$line$Daggæslufulltrúi mælir með umsókninni

      Fræðsluráð staðfestir umsókn um leyfi fyrir Hörpu Björgvinsdóttur.

    • 1409495 – Grunnskóli, stofnun nýs skóla

      Kynnt drög að formi fyrir “stofnskrá” vegna umsóknar um stofnun grunnskóla í Hafnarfirði.

      Óskað er eftir áliti bæjarlögmanns á samningsstöðu bæjarfélagsins þegar rekstrarleyfi grunnskóla hefur verið gefið. Einnig er óskað eftir upplýsingum um kostnað pr. barn í grunnskólum Hafnarfjarðar og meðaltalskostnað pr. barn á landsvísu.

    • 1406405 – Frístundaheimili og niðurgreiðslur, starfshópur

      Lagðar fram fundargerðir 1. – 6. fundar starfshóps ásamt: Minnisblaði um yfirfærsluna hjá Reykjavíkurborg, yfirliti yfir gjaldskrár og tillögum starfshópsins.

      Vakin er athygli á að starfshópur um endurskoðun frístundaheimila, frístundastyrkja og fyrirkomulags niðurgreiðslna og gjalda stendur fyrir fyrirlestri þriðjudaginn 24. mars kl. 19:30 í Lækjarskóla. Fyrirlesari er Kjartan Ásmundsson, en meistaraprófsritgerð hans í viðskiptafræðum nefnist “Skipulag íþróttamála. Getur íþróttahreyfingin gert betur?” Ritgerðin fjallar um skipulag íþróttamála og hvernig hægt er að ná árangri með fókus, verkaskiptingu og með því að nýta íþróttahreyfinguna í samfélagslega brýnum verkefnum eins og lýðheilsu. Kjartan mun kynna ritgerð sína, taka við fyrirspurnum auk þess sem gert er ráð fyrir umræðum.

    • 1503286 – Áslandsskóli, stjórnsýslukæra

      Lagt fram bréf, dags. 11. mars 2015 frá innanríkisráðuneytinu þar sem tilkynnt er um stjórnsýslukæru vegna ákvörðunar fræðsluráðs á fundi 19. maí 2014.

      Fræðslustjóra og lögmanni bæjarins falið að svara erindinu.

    • 1503292 – Skólastjóri Hvaleyrarskóla

      Lagt fram bréf, dags. 18. mars 2015 frá skólastjóra Hvaleyrarskóla þar sem hann segir stöðu sinni lausri.

      Kynnt.

    • 1501965 – Fækkun barna á leikskólaaldri, viðbrögð, Bjargir ungbarnaleikskóli

      Lögð fram eftirfarandi fyrirspurn fulltrúa Samfylkingar og Vinstri grænna.$line$Í kjölfar umræðna og fyrirspurna, m.a. frá leikskólasamfélaginu, um viðbrögð við fækkun barna á leikskólaaldri telja fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna brýnt að línur fari að skýrast í áætlunum meirihluta Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar í þessum efnum. Því óskum við eftir skriflegum svörum við eftirfarandi spurningum:$line$? Er til skoðunar að fleiri leikskólum og/eða leikskóladeildum en Ungbarnaleikskólanum Bjarma verði lokað á næstu mánuðum?$line$? Ef svo er, hvaða leikskólar og/eða leikskóladeildir er ráðgert að verði lokað?$line$? Hver verður raunverulegur inntökualdur í leikskóla í Hafnarfirði frá og með næsta hausti?$line$? Er nægilegur fjöldi dagforeldra til að taka við auknum fjölda barna sem ekki munu fá inni í leikskólum bæjarins frá og með næsta hausti?$line$? Eru einhverjar aðgerðir áætlaðar til að bregðast við auknu álagi á dagforeldra bæjarins vegna aukins fjölda barna sem ekki fær inni í leikskólum bæjarins frá og með næsta hausti?$line$? Er til umræðu að hækka niðurgreiðslur til dagforeldra til að koma til móts við foreldra barna sem ekki munu fá inni í leikskólum bæjarins frá og með næsta hausti?

      Verið er að vinna í úthlutun plássa á leikskólum og skýrist á næstu dögum hver niðurstaðan verður á hverjum stað, en útlit er fyrir að flestir fái þann leikskóla sem óskað er eftir og ekki þurfi að loka fleiri deildum en þegar hefur verið ákveðið. Þannig verða rýmin til staðar þegar svigrúm skapast til að færa niður inntökualdur. Öðrum þáttum fyrirspurnarinnar verður svarað við fyrsta tækifæri.

Ábendingagátt