Fræðsluráð

15. júní 2015 kl. 08:15

í Krosseyri, Linnetsstíg 3

Fundur 327

Mætt til fundar

  • Rósa Guðbjartsdóttir formaður
  • Hörður Svavarsson aðalmaður
  • Sverrir Garðarsson aðalmaður
  • Karólína Helga Símonardóttir varamaður
  • Algirdas Slapikas varamaður

Auk ofantalinna og undirritaðra sátu fundinn: Jenný Dagbjört Gunnarsdóttir, þróunarfulltrúi leikskóla, Vigfús Hallgrímsson, þróunarfulltrúi grunnskóla, Lars Jóhann Imsland Hilmarsson, áheyrnarfulltrúi skólastjóra grunnskóla, Herborg Friðriksdóttir, áheyrnarfulltrúi grunnskólakennara, Þórður Ingi Bjarnason, áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskólabarna, Ólafía Guðmundsdóttir, áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra, Björg Jónatansdótttir, áheyrnarfulltrúi starfsfólks í leikskóla og Helga Hrönn Óskarsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra leikskólabarna.

Ritari

  • Valgerður Sveinbjörnsdóttir ritari

Auk ofantalinna og undirritaðra sátu fundinn: Jenný Dagbjört Gunnarsdóttir, þróunarfulltrúi leikskóla, Vigfús Hallgrímsson, þróunarfulltrúi grunnskóla, Lars Jóhann Imsland Hilmarsson, áheyrnarfulltrúi skólastjóra grunnskóla, Herborg Friðriksdóttir, áheyrnarfulltrúi grunnskólakennara, Þórður Ingi Bjarnason, áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskólabarna, Ólafía Guðmundsdóttir, áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra, Björg Jónatansdótttir, áheyrnarfulltrúi starfsfólks í leikskóla og Helga Hrönn Óskarsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra leikskólabarna.

  1. Almenn erindi

    • 1008206 – Barnaskóli Hjallastefnunnar

      Tekið fyrir að nýju. Lagt fram minnisblað þróunarfulltrúa grunnskóla um skjalasafn Hafnarfjarðarbæjar í Engidalsskóla.

      Bæjarstjóri, skólastjóri Víðistaðaskóla, leikskólastjóri Álfabergs og verkefnastjóri á skrifstofu tómstundamála skýrðu frá fundi sem haldinn var með foreldrum leik- og grunnskólabarna í starfsstöðinni í Engidal, ásamt fulltrúum Barnaskóla Hjallastefnunnar. Kynnt var samkomulag aðila um afnot Hjallastefnunnar af húsnæði í Engidalsskóla skólaárið 2015-2016. Fræðsluráð fagnar því að náðst hafi samkomulag þarna um og samþykkir að fasteignafélagið gangi til samninga tímabundið til eins árs við Hjallastefnuna.$line$$line$Tillagan er samþykkt með þremur greiddum atkvæðum. Fulltrúi Samfylkingar óskaði eftir frestun á afgreiðslu málsins en því var hafnað og situr hann hjá við afgreiðslu málsins. Fulltrúi Vinstri grænna greiðir atkvæði gegn tillögunni.$line$$line$Áheyrnarfulltrúi grunnskólabarna lagði fram eftirfarandi bókun:$line$Fulltrúi foreldra grunnskólabarna fagnar að niðurstaða er komin í húsnæðismál Hjallastefnunnar næsta skólaár 2015-2016, en einnig að þessi vetur verði notaður til að finna framtíðarhúsnæði fyrir Hjallastefnuna og framtíðarsýn verði mótuð varðandi húsnæði Víðistaðaskóla við Engidal þar sem foreldrasamfélagið er vel upplýst með gang þeirra mála.$line$Þórður Ingi Bjarnason (sign)$line$$line$

    • 1502396 – Bættur námsárangur

      Ingvar Sigurgeirsson mætti á fundinn og kynnti skýrsluna “Bjartir tímar framundan! Hvernig má bæta árangur í lestri og stærðfræði”.$line$Bæjarstjóri og upplýsingafulltrúi sátu fundinn undir þessum lið.

      Fræðsluráð þakkar Ingvari fyrir kynninguna og hvetur sem flesta til að kynna sér skýrsluna.

    • 1406405 – Frístundaheimili og niðurgreiðslur, starfshópur

      Lögð fram til kynningar 10. fundargerð starfshópsins.

      Lagt fram.

    • 1501965 – Fækkun barna á leikskólaaldri, viðbrögð, Bjargir ungbarnaleikskóli

      Lögð fram til kynningar bréf frá Samtökum verslunar og þjónustu frá 3. mars og 15. maí 2015 ásamt bréfum frá Landslögum dags. 7. og 20. maí 2015.

      Fulltrúi Vinstri grænna lagði fram eftirfarandi bókun:$line$$line$”Vegna sameiginlegra bókunar Samfylkingar og Vinstri grænna frá síðasta fundi vil ég taka það fram að þar var á minni hálfu ekki átt við þá ákvörðun sem fræðsluráð hefur tekið um Bjarma.$line$Sverrir Garðarson(sign)$line$$line$Fulltrúi Samfylkingar lagði fram eftirfarandi bókun:$line$Þann 4.febrúar samþykktu fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar í fræðsluráði tillögu sína um að segja upp þjónustusamningi við ungbarnaleikskólann Bjarma. Ákvörðunin var m.a. sögð byggð á óhagkvæmni í rekstri leikskólans. Samkvæmt lögfræðingi Samtökum verslunar og þjónustu virðist þó margt varðandi þá röksemdarfærslu ekki standast skoðun og málflutningur um óhagstæðan rekstur ungbarnaleikskólans Bjarma ekki eiga við rök að styðjast. Í svarbréfi lögfræðings á vegum Hafnarfjarðarbæjar koma hins vegar ekki fram nein svör við þeim athugasemdum og forsendur uppsagnarinnar breyttar frá því sem upphaflega var talað um. Fulltrúi Samfylkingar gerir alvarlegar athugasemdir við þau vinnubrögð sem viðhöfð hafa verið við meðferð málsins og uppsagnarferlið í heild. Það sem fram kemur í svarbréfum bæjarins eru útúrsnúningar og tilraun til að skjóta sér undan ábyrgð í málinu.$line$Algirdas Slapikas (sign)$line$$line$Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar lögðu fram eftirfarandi bókun:$line$$line$Ítrekað er það sem kemur fram í svari frá lögfræðingi bæjarins að forsvarsmenn bæjarins telja engin ágreiningsefni vera milli aðila.$line$Rósa Guðbjartsdóttir (sign)$line$Hörður Svavarsson (sign)$line$Karólína Helga Símonardóttir (sign)

    • 1505404 – Leikskóla- og daggæslumál

      Lögð fram að nýju svohljóðandi tillaga fulltrúa Samfylkingar og Vinstri grænna frá síðasta fundi ráðsins.$line$”Fulltrúar Samfylkingar og VG leggja til að það svigrúm sem skapast vegna minni árganga verði nýtt til þess að gera raunverulega lækkun á inntökualdri leikskólabarna á þessu ári. Miðað verði við að öll börn fædd í janúar til apríl 2014 fái úthlutað leikskólaplássi frá ágúst 2015. Um leið verði horfið frá áætlunum og fyrri ákvörðunum um lokun starfsstöðva og deilda og öll pláss nýtt til að mæta þörfum og óskum fjölskyldna með ung börn í Hafnarfirði. $line$Þá leggjum við einnig til að starfshópi sem gera átti tillögur m.a. um greiðslufyrirkomulag og greiðsluþátttöku vegna gjalda hjá dagforeldrum, í leikskólum, Tónlistarskóla, frístundaheimilum og máltíða í grunnskólum verði gefið ráðrúm til að ljúka sinni vinnu við útfærslu á gjaldskrám og auknum systkinaafslætti. Brýnt er að ekki verði gengið framhjá þeirra niðurstöðum.”

      Fræðsluráð vísar tillögunni til umsagnar í starfshópinn.

    • 1105363 – Aðalnámskrár grunn- og leikskóla

      Lagðar fram niðurstöður könnunar á innleiðingu og framkvæmd laga nr. 90/2008 um leikskóla og nr. 91/2008 um grunnskóla.

      Lagt fram. $line$Sjá skýrslurnar á vef mennta- og menningarmálaráðuneytisins, á slóðinni: http://www.menntamalaraduneyti.is/frettir/forsidugreinar/nr/8319.$line$$line$

Ábendingagátt