Fræðsluráð

18. nóvember 2015 kl. 13:00

í Krosseyri, Linnetsstíg 3

Fundur 336

Mætt til fundar

  • Rósa Guðbjartsdóttir formaður
  • Einar Birkir Einarsson aðalmaður
  • Hörður Svavarsson aðalmaður
  • Adda María Jóhannsdóttir aðalmaður
  • Sverrir Garðarsson aðalmaður
  • Magnús Baldursson sviðsstjóri
  • Sigríður Ólafsdóttir Fulltrúi foreldra grunnskólabarna
  • Sigrún Kristinsdóttir Fulltrúi leikskólastjóra
  • Jenný Dagbjört Gunnarsdóttir starfsmaður
  • Kristín Guðnadóttir Fulltrúi kennara
  • Kristinn Guðlaugsson Fulltrúi skólastjóra grunnskóla
  • Guðvarður Björgvin F Ólafsson Fulltrúi foreldra leikskólabarna

Geir Bjarnason ritaði fundargerð

Ritari

  • Magnús Baldursson fræðslustjóri

Geir Bjarnason ritaði fundargerð

  1. Almenn erindi

    • 1504477 – Brekkuhvammur v/Hlíðarbraut

      Fulltrúar foreldra barna við Hlíðarbraut mættu til fundarins og skýrðu sjónarmið foreldra varðandi lokun starfsstöðvarinnar.

      Lagðir fram undirskriftarlistar vegna lokunar starfsstöðvar við Hlíðarbraut.

    • 1404353 – Börn innflytjenda, íþróttir og tómstundir

      Hera Hallbera Björnsdóttir kynnti skýrslu sem unnin var fyrir Hafnarfjarðarbæ um félagslega stöðu barna með erlendan bakgrunn í unglingadeildum skólanna í Hafnarfirði.

    • 1510104 – Skólastefna 2015

      Lögð fram fundargerð 8. fundar starfshóps um endurskoðun skólastefnu Hafnarfjarðar.

    • 1511157 – Dagforeldrar, innritun og aðstaða

      Lagt fram bréf, dags. 12. nóvember 2015 frá dagforeldrum í Hafnarfirði varðandi innritun barna í leikskóla í febrúar 2016 og sameiginlega aðstöðu fyrir dagforeldra í bænum.

      Varðandi fyrri hluta erindisins óskar Fræðsluráð eftir upplýsingum um þann fjölda sem um ræðir.

      Seinna erindi dagforeldra varðandi húsnæði er vísað til Umhverfis- og skipulagsþjónustu til skoðunar.

    • 0804147 – Hress, leigusamningur um heilsuræktaraðstöðu í Ásvallalaug

      Kynnt vinna vegna uppgjörsmála.

    • 1303149 – Brettafélag Hafnarfjarðar

      Kynnt drög að samningi við Brettafélagið.

    • 1511142 – Samstarfssamningur, Golfklúbburinn Setberg

      Lögð fram beiðni frá Golfklúbbnum Setbergi um fund um samstarf og samstarfssamning.

      Íþróttafulltrúi falið að ræða við viðkomandi.

    • 1510468 – Fjárhagsáætlun fræðslu- og frístundaþjónustu 2016

      Tillögur að fjárhagsáætlun fræðslu- og frístundaþjónustu teknar fyrir að nýju.

      Guðmundur Sverrisson fór yfir drög að fjárhagsáætlun sviðsins.

      Fulltrúar Samfylgingar og VG leggja fram eftirfarandi bókun:

      Fulltrúar Samfylkingar og VG lýsa áhyggjum yfir tillögum til hagræðingar í leik- og grunnskólum í tengslum við fjárhagsáætlunarvinnu fyrir næsta ár. Bent er á að gangi tillögur sem lagðar voru fram við fyrstu umræðu eftir, er ljóst að stöðugildum muni fækka í leik- og grunnskólum bæjarins. Fara þarf varlega í niðurskurð í skólunum til að tryggja að þjónusta við nemendur og leikskólabörn skerðist ekki.

      Við hörmum einnig að ekki virðist eiga að taka tillit til sjónarmiða foreldra vegna lokunar á starfsstöð leikskólans Brekkuhvamms við Hlíðarbraut (Kató). Við teljum illa ígrundað að loka hverfisleikskóla eða leikskóladeild í hverfi þar sem vantar leikskólapláss og börnum fjölgar ört. Verði starfsstöðinni lokað mun annað hvert barn í hverfinu þurfa að sækja leikskóla utan hverfis. Þetta teljum við skerðingu á þjónustu og ekki í takt við yfirlýsingar sem gefnar hafa verið varðandi þjónustu við bæjarbúa. Við teljum ekki fullreynt að skoða aðra möguleika til hagræðingar en að loka starfsstöðinni við Hlíðarbraut.

      Adda María Jóhannsdóttir

      Sverrir Garðarsson

      Fulltrúar meirihlutans leggja fram eftirfarandi bókun:

      Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar ítreka að tillögur til hagræðingar á fræðslusviði fela ekki í sér skerta þjónustu við leik- og grunnskólanemendur.

      Þá hefur verið gerð góð grein fyrir þeim forsendum sem liggja að baki tillögu um lokun starfsstöðvar leikskólans Brekkuhvamms sem gengur undir heitinu Kató. Í vetur eru 24 börn í þessari starfsstöð og af þeim munu 10 börn færast upp í grunnskóla næsta vetur. Fyrir þau börn sem annars hefðu farið í þessa starfsstöð er rými í tveimur nálægum leikskólum og því ekki verið að skerða þjónustu.

      Áframhaldandi starfræksla starfsstöðvarinnar mundi kosta um 43 milljónir króna á ári og þá er kostnaður við hús, lóð og búnað ekki meðtalinn. Fyrir liggur að þessi kostnaður mundi samsvara hækkun dvalargjalda í bænum um 11%, sem komist verður hjá með fyrirliggjandi aðgerðum.

      Fulltrúar Samfylgingar og VG leggja fram eftirfarandi bókun:

      Fulltrúar Samfylkingar og VG benda á að fjöldi barna á Kató þennan vetur er einungis 24 þar sem ákveðið var að taka ekki inn börn þar sl. haust. Hvar sú ákvörðun var tekin hefur hins vegar hvergi komið fram í fundargerðum fræðsluráðs eða bæjarstjórnar.

      Adda María Jóhannsdóttir

      Sverrir Garðarsson

Ábendingagátt