Fræðsluráð

2. desember 2015 kl. 13:00

í Krosseyri, Linnetsstíg 3

Fundur 337

Mætt til fundar

  • Einar Birkir Einarsson aðalmaður
  • Hörður Svavarsson aðalmaður
  • Adda María Jóhannsdóttir aðalmaður
  • Kristinn Andersen varamaður

Auk ofantalinna og undirritaðra sátu fundinn: Magnús Baldursson, sviðsstjóri, Jenný Dagbjört Gunnarsdóttir, þróunarfulltrúi leikskóla, Vigfús Hallgrímsson, þróunarfulltrúi grunnskóla, Geir Bjarnason, íþrótta- og tómstundafulltrúi, Kristinn Guðlaugsson, áheyrnarfulltrúi skólastjóra grunnskóla, Sigríður Ólafsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskólabarna, Sigrún Kristinsdóttir, áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra, Kristbjörg Helgadóttir, áheyrnarfulltrúi leikskólastarfsmanna og Inga Lína Sigríður Jóhannsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra leikskólabarna.

Ritari

  • Vigfús Hallgrímsson þróunarfulltrúi grunnskóla

Auk ofantalinna og undirritaðra sátu fundinn: Magnús Baldursson, sviðsstjóri, Jenný Dagbjört Gunnarsdóttir, þróunarfulltrúi leikskóla, Vigfús Hallgrímsson, þróunarfulltrúi grunnskóla, Geir Bjarnason, íþrótta- og tómstundafulltrúi, Kristinn Guðlaugsson, áheyrnarfulltrúi skólastjóra grunnskóla, Sigríður Ólafsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskólabarna, Sigrún Kristinsdóttir, áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra, Kristbjörg Helgadóttir, áheyrnarfulltrúi leikskólastarfsmanna og Inga Lína Sigríður Jóhannsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra leikskólabarna.

  1. Almenn erindi

    • 1510104 – Skólastefna 2015

      Lögð fram fundargerð 9. fundar stýrihóps um endurskoðun skólastefnu.

      Lagt fram til kynningar.

      Fulltrúi fræðsluráðs Hafnarfjarðar óskar bókað:
      Foreldraráð Hafnarfjarðar óskar eftir að foreldrasamfélagið sé kallað til við endurskoðun á skólastefnu Hafnarfjarðar.

    • 1508473 – Skólaskipan á Völlum

      Lögð fram fundargerð 3. fundar starfshóps um skólaskipan á völlum.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1303149 – Brettafélag Hafnarfjarðar

      Lögð fram lokadrög samnings við Brettafélagið.

      Samningsdrög lögð fram til atkvæðagreiðslu í fræðsluráði. Drögin eru samþykkt með þremur atkvæðum fulltrúa Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar. Fulltrúi Samfylkingar situr hjá og óskar bókað:
      “Fulltrúi Samfylkingar lýsir ánægju með að verið sé að tryggja grundvöll að starfsemi Brettafélags Hafnarfjarðar. Þar sem enn er verið að vinna að heildarendurskoðun á rekstrar- og þjónustusamningum við íþróttafélögin í bænum tel ég þó ekki tímabært að taka einstaka rekstrarsamninga til afgreiðslu að svo stöddu. Undirrituð vísar í fyrri bókanir í fræðsluráði og bæjarstjórn um afgreiðslu rekstrarsamninga og situr hjá við afgreiðsluna.”

    • 1511347 – Aðgengi barna með fatlanir að íþróttafélögum

      Lagt fram minnisblað íþrótta- og tómstundafulltrúa, dags. 25. nóvember 2015.

      Fræðsluráð samþykkir að fræðsluþjónusta veiti allt að 500 þús. kr. á árinu 2016 til að bæta aðgengi börn með fötlun til að stunda íþróttir. Fræðslustjóra er falið að láta móta verklagsreglur um úthlutun þessa fjármagns og kynna fræðsluráði. Í fyrirhuguðum nýjum þjónustusamningum við íþróttafélög verði gert ráð fyrir slíkum stuðningi, sem taki við af þeirri sérstöku fjárveitingu sem hér er samþykkt. Samþykkt með fjórum atkvæðum.

    • 1411166 – Samræmd könnunarpróf í grunnskólum 2015

      Kynntar bráðabirgðatölur um niðurstöður samræmdra könnunarprófa í 4., 7. og 10. bekk í grunnskólum Hafnarfjarðar haustið 2015.

      Þróunarfulltrúi grunnskóla kynnti.

    • 1410335 – Fjárhagsáætlun fræðsluþjónustu 2015

      Kynnt 10 mánaða uppgjör fræðslu- og frístundaþjónustu.

      Guðmundur Sverrisson frá hagdeild bæjarins kynnti stöðuna.

    • 1510468 – Fjárhagsáætlun fræðslu- og frístundaþjónustu 2016

      Fjárhagsáætlun fræðslu- og frístundaþjónustu tekin fyrir að nýjnýju.

      Guðmundur Sverrisson frá hagdeild bæjarins kynnti fjárhagsáætlunina ásamt greinargerð og svaraði spurningum.

      Fulltrúi Samfylkingar leggur til að tillaga um lokun starfsstöðvar Brekkuhvamms við Hlíðarbraut verði dregin til baka og þess í stað fundnar leiðir til að fækka plássum í hverfum sem betur þola slíka framkvæmd. Með því móti myndu sparast um 30 milljónir króna á ársgrundvelli, sem er sá hluti áætlaðs 43 milljóna króna sparnaðar sem tengist fækkun leikskólaplássa og er óháð því hvar sú fækkun á sér stað. Þannig væri komið í veg fyrir þá þjónustuskerðingu sem fækkun leikskólaplássa mun að óbreyttu hafa í för með sér og komið til móts við eindregnar óskir foreldra í Suðurbæ um að frekar verði unnið að því að fjölga leikskólaplássum í þeim bæjarhluta en fækka þeim. Þá verði jafnframt unnið að áætlun um byggingu nýs leikskóla við Öldugötu í samræmi við gildandi skipulag svæðisins og skilgreinda þörf fyrir aukin fjölda leikskólaplássa í Suðurbæ.

      Stutt fundarhlé tekið.

      Fræðsluráð samþykkir með þremur atkvæðum að vísa tillögu fulltrúa Samfylkingarinnar til lokaumræðu um fjárhagsáætlun í bæjarstjórn. Fulltrúi Samfylkingar situr hjá.

      Fulltrúi Samfylkingar óskar bókað: “Fulltrúi Samfylkingar ítrekar bókun frá seinasta fundi fræðsluráðs þann 18. nóvember sl. um áhyggjur af niðurskurðaraðgerðum í leik- og grunnskólum Hafnarfjarðar. Fyrirhugaðar aðgerðir munu fækka stöðugildum umtalsvert og ljóst að það hlýtur að hafa áhrif á þjónustu við grunnskólanemendur og leikskólabörn.”

    • 1409495 – Grunnskóli, stofnun nýs skóla

      Lögð fram efitrfarandi gögn frá Framsýn, en skilafrestur var 1. desember 2015.
      – Starfsáætlun
      – Skólanámskrá 9. bekkjar
      – Stofnskrá
      – Viðmiðunarstundaskrá
      með eftirfarandi orðum: “Með bréfi þessu hefur Framsýn skólafélag ehf skilað Starfsáætlun og Skólanámsskrá þar sem stefna, markmið og gildi Framsýnar eru ítarlega útskýrð. Sá hluti Skólanámskrárinnnar sem ekki hefur verið unninn að okkar hálfu snýr að mestu að kennsluáætlunum og námsmati. Að okkar mati er það ekki rökrétt verklag að þessi vinna sé unnin nema í samráði við tilvonandi kennara skólans, þar sem að hugmyndafræðin á sér ekki skýra fyrirmynd.

      Framsýn stefnir enn á að hefja starfsemi haustið 2016. Fyrir liggur að umsókn til menntamálaráðuneytis þarf að berast í síðasta lagi 1. febrúar 2016. Svo að það geti orðið að veruleika þarf að hafa hraðar hendur.”

      Lagt fram til kynningar. Fræðslu- og frístundaþjónustu falið að leggja mat á gögnin og kynna á næsta fræðsluráðsfundi.

Ábendingagátt