Fræðsluráð

13. janúar 2016 kl. 13:15

í Krosseyri, Linnetsstíg 3

Fundur 340

Mætt til fundar

  • Rósa Guðbjartsdóttir formaður
  • Einar Birkir Einarsson aðalmaður
  • Adda María Jóhannsdóttir aðalmaður
  • Sverrir Garðarsson aðalmaður
  • Þórunn Blöndal varamaður

Auk ofantalinna og undirritaðra sátu fundinn: Magnús Baldursson, sviðsstjóri, Jenný Dagbjört Gunnarsdóttir, þróunarfulltrúi leikskóla, Vigfús Hallgrímsson, þróunarfulltrúi grunnskóla, Geir Bjarnason, íþrótta- og tómstundafulltrúi, Kristinn Guðlaugsson, áheyrnarfulltrúi skólastjóra grunnskóla, Margrét Linda Ásgrímsdóttir, áheyrnarfulltrúi grunnskólakennara, Sigrún Kristinsdóttir, áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra, Sigríður Ólafsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskóla og Guðvarður Ólafsson, áheyrnarfulltrúi foreldra leikskólabarna.

Ritari

  • Vigfús Hallgrímsson þróunarfulltrúi grunnskóla

Auk ofantalinna og undirritaðra sátu fundinn: Magnús Baldursson, sviðsstjóri, Jenný Dagbjört Gunnarsdóttir, þróunarfulltrúi leikskóla, Vigfús Hallgrímsson, þróunarfulltrúi grunnskóla, Geir Bjarnason, íþrótta- og tómstundafulltrúi, Kristinn Guðlaugsson, áheyrnarfulltrúi skólastjóra grunnskóla, Margrét Linda Ásgrímsdóttir, áheyrnarfulltrúi grunnskólakennara, Sigrún Kristinsdóttir, áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra, Sigríður Ólafsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskóla og Guðvarður Ólafsson, áheyrnarfulltrúi foreldra leikskólabarna.

  1. Almenn erindi

    • 1508473 – Skólaskipan á Völlum

      Sbr. 9. lið í fundargerð fræðsluráðs frá 16. desember sl.

      Skólastjóri Hraunvallaskóla sendi eftirfarandi umsagnir starfsmannafundar og skólaráðs:

      „Búið er að kynna tillöguna á starfsmannafundi í Hraunvallaskóla og var henni vel tekið. Engar sérstakar athugasemdir voru gerðar en starfsmenn höfðu áhyggjur af því hvort tímasetningar og framkvæmdaáætlun myndi standast í ljósi reynslunnar. Einnig deildu þér áhyggjum stjórnenda um eftirfarandi þætti líkt og kom fram í kynningu skólastjóra fyrir fræðsluráð:

      Áfram er mikilvægt að Hraunvallaskóli fái ríflega úthlutun til starfsmannamála en jafnframt þarf að auka við stjórnunarkvóta, tölvuumsjón, námsráðgjöf og almenna og sértæka kennsluúthlutun þar sem allt skipulag er tímafrekt og flókið í framkvæmd.
      Hér reynir á skilning og stuðning frá fræðsluyfirvöldum.“

      Tillagan var síðan lögð fyrir skólaráð í dag (sjá viðhengi) og eftirfarandi ályktun var samþykkt.

      „Skólaráð Hraunvallaskóla tekur jákvætt í tillögu starfshóps um skólamál á Völlunum sem kynnt var í fræðsluráði 16.12. 2015. Skólaráð leggur áherslu á að vel sé hlúð að starfsemi Hraunvallaskóla meðan á þrengingum stendur, sérstaklega hvað varðar nemendur, starfsfólk og aðbúnað.“

    • 1601686 – Skóli í Skarðshlíð

      Fræðsluráð samþykkir að skipaður verði starfshópur um nýjan skóla í Skarðshlíð. Hann skipi:
      Þrír fulltrúar fræðsluráðs
      Sviðsstjóri fræðslu- og frístundaþjónustu
      Þróunarfulltrúar leik- og grunnskóla
      Fulltrúar stjórnenda leik- og grunnskóla
      Fulltrúi foreldra leikskólabarna
      Fulltrúi foreldra grunnskólabarna
      Fulltrúi umhverfis- og skipulagsþjónustu

      Þrír fulltrúar fræðsluráðs, fulltrúi umhverfis- og skipulagsþjónustu og sviðsstjóri fræðslu- og frístundaþjónustu skipa jafnframt stýrihóp fyrir verkefnið.

      Fræðsluráð skipar eftirtalda í starfshópinn:
      Rósu Guðbjartsdóttur, formaður
      Einar Birki Einarsson
      Öddu Maríu Jóhannsdóttur

      Fulltrúi umhverfis- og framkvæmda er Sigurður Haraldsson, sviðsstjóri.

      Aðrir hagsmunaaðilar skili tilnefningum fyrir næsta fund fræðsluráðs.

      Tillagan er samþykkt með fimm atkvæðum.

    • 1601182 – Skólaskipan í Suðurbæ

      Lögð fram svohljóðandi tillaga:
      „Fræðsluráð samþykkir að gera úttekt á þörf fyrir leikskólapláss í Suðurbæ og að metnir þeir kostir sem mögulegir eru.“

      Sviðsstjóra falið að vinna í málinu og leggja fram tillögur fyrir 1. mars nk.

      Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna bóka:
      „Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna benda á að eðlilegt hefði verið að upplýsingar um þörf fyrir leikskólapláss í Suðurbæ lægju fyrir áður en fulltrúar meirihlutans gerðu tillögu um lokun annars tveggja leikskóla sem starfandi eru í þessu stóra hverfi. Það geta ekki talist eðlileg vinnubrögð að taka slíkar ákvarðanir sem varða mikilvæga hagsmuni bæjarbúa án þess að fyrir liggi fullnægjandi og réttar upplýsingar. Á það bentu fulltrúar minnihlutans ítrekað í tengslum við tillögu fulltrúa meirihlutans um fækkun leikskólaplássa í umræddu hverfi.

      Mikilvægt er að þessari vinnu verði flýtt sem kostur er og niðurstöður verði kynntar almenningi eigi síðar en í lok næsta mánaðar. Leiði úttektin í ljós að ekki sé í reynd það svigrúm til staðar til fækkunar leikskólaplássa í þessu hverfi eins og haldið hefur verið fram gefst fræðsluráði þá svigrúm til að draga ákvörðunina um lokun starfsstöðvar Brekkuhvamms við Hlíðarbraut til baka í tíma svo ekki verði röskun á starfi leikskóla og þjónustu við íbúa hverfisins næsta haust.

      Adda María Jóhannsdóttir
      Sverrir Garðarsson.“

      Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar bóka:
      „Börn sem stundað hafa nám í starfsstöð leikskólans Brekkuhvamms við Hlíðarbraut geta öll fengið pláss í hinni starfsstöð leikskólans, sem staðsett er við Brekkuhvamm. Tillögunni sem hér er lögð fram er ætlað að koma fram með hugmyndir að framtíðarfyrirkomulagi leikskólaplássa í þessum bæjarhluta.“

    • 1503286 – Áslandsskóli, stjórnsýslukæra

      Lögð fram niðurstaða innanríkisráðuneytis á stjórnsýslukæru gagnvart fræðsluráði.

      Lagt fram.

    • 1601320 – Niðurgreiðslur þátttökugjalda 2012-2015

      Íþrótta- og tómstundafulltrúi kynnti samantekt um niðurgreiðslur Hafnarfjarðarbæjar vegna þátttökugjalda í íþrótta- og æskulýðsstarfi áranna 2012-2015.

      Íþrótta- og tómstundafulltrúa þakkað fyrir kynninguna.

    • 1601445 – Landspítali-rannsókn

      Lagt fram bréf frá Landsspítala Háskólasjúkrahúsi þar sem farið er fram á heimild til að endurtaka rannsókn í fimm leikskólum Hafnarfjarðar um útbreiðslu ónæmra baktería hjá börnum í leikskólum á höfuðborgarsvæðinu.
      Leyfi Vísindasiðanefndar liggur fyrir og hefur rannsóknin verið tilkynnt til Persónuverndar.

      Fræðsluráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

    • 1510468 – Fjárhagsáætlun fræðslu- og frístundaþjónustu 2016

      Á fundi fræðsluráðs 16. desember sl. var lögð fram áskorun frá bókasafns- og upplýsingafræðingum á skólasöfnum grunnskólanna í Hafnarfirði þar sem skorað er á fræðsluyfirvöld að tryggja skólasöfnum meira fjármagn til bókakaupa því það gæti haft úrslitaáhrif á læsi barna í Hafnarfirði.
      Skólastjórar grunnskólanna ítrekuðu þetta á fundi með bæjarstjóra og sviðsstjóra þann 5. janúar sl.
      Á fundi bæjarstjóra og sviðsstjóra með leikskólastjórum þann 6. janúar sl. lýstu leikskólastjórar áhyggjum sínum vegna þess að of lítið fjármagn væri ætlað til kaupa á bókum og föndurefni.
      Fræðsluráð tekur undir þessi sjónarmið og í ljósi verkefnisins um bættan námsárangur í Hafnarfirði þar sem megináhersla er á læsi og stærðfræði er eftirfarandi tillaga lögð fram:
      „Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að auka fjárveitingar til bókakaupa í leik- og grunnskólum og kaupa á föndurvörum í leikskólum um 50%. Eins að veita fjármagni til bóka- og bíóhátíðar barnanna sem fyrirhuguð er í febrúar. Alls er lagt til að 3.600 þús. kr. verði veitt í þessu skyni og skiptis upphæðin þannig:
      Kaup á bókum og föndurvörum í leikskóla 1.500 þús. kr.
      Kaup á bókum fyrir grunnskóla 1.400 þús. kr.
      Bóka- og bíóhátíð barnanna 700 þús. kr.
      Samtals 3.600 þús. kr.“

      Tillagan verði fjármögnuð með hluta þeirrar hagræðingar sem fékkst umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun með útboðum á ýmsum þjónustuþáttum vegna leik- og grunnskóla.

      Tillagan er samþykkt samhljóð og vísað til bæjarstjórnar.

    • 1601687 – Sviðsstjóri fræðslu- og frístundaþjónustu

      Lagt fram bréf frá sviðsstjóra þar sem hann tilkynnir um starfslok sín.

      Lagt fram.

Ábendingagátt