Fræðsluráð

23. mars 2016 kl. 13:00

í Krosseyri, Linnetsstíg 3

Fundur 345

Mætt til fundar

  • Rósa Guðbjartsdóttir formaður
  • Einar Birkir Einarsson aðalmaður
  • Hörður Svavarsson aðalmaður
  • Adda María Jóhannsdóttir aðalmaður
  • Sverrir Garðarsson aðalmaður

Auk ofantalinna og undirritaðra sátu fundinn: Magnús Baldursson, sviðsstjóri, Geir Bjarnason, íþrótta- og tómstundafulltrúi, Kristín Guðnadóttir, áheyrnarfulltrúi grunnskólakennara, Kristinn Guðlaugsson, fulltrúi skólastjórnenda grunnskóla, Sigrún Kristinsdóttir, áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra, Sigríður Ólafsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskóla, Arnrún Einarsdóttir, áheyrnarfulltrúi starfsmanna leikskóla og Inga Nína Sigríður Jóhannsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra leikskólabarna.

Ritari

  • Elísabet Sverrisdóttir ritari

Auk ofantalinna og undirritaðra sátu fundinn: Magnús Baldursson, sviðsstjóri, Geir Bjarnason, íþrótta- og tómstundafulltrúi, Kristín Guðnadóttir, áheyrnarfulltrúi grunnskólakennara, Kristinn Guðlaugsson, fulltrúi skólastjórnenda grunnskóla, Sigrún Kristinsdóttir, áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra, Sigríður Ólafsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskóla, Arnrún Einarsdóttir, áheyrnarfulltrúi starfsmanna leikskóla og Inga Nína Sigríður Jóhannsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra leikskólabarna.

  1. Almenn erindi

    • 1601686 – Skóli í Skarðshlíð

      Lagðar fram fundargerðir 6. og 7. funda stýrihóps.

    • 1410618 – Dagforeldrar - leyfisbeiðnir

      Lögð fram umsókn um starfsleyfi frá Fanndísi Ýr Brynjarsdóttur og umsóknir um endurnýjun starfsleyfa frá Maríu Hjartardóttur og Valgerði Árnadóttur.

      Daggæslufulltrúi mælir með umsóknunum.

      Fræðsluráð samþykkti umsóknirnar.

    • 1602430 – Gjaldfrjáls leikskóli

      Lögð fram fundargerð 1. fundar starfshóps.

    • 1511157 – Dagforeldrar, innritun og aðstaða

      Lögð fram fundargerð 1. fundar starfshóps.

    • 1602127 – Skóladagatöl 2016-2017

      Lögð fram skóladagatöl leikskóla Hafnarfjarðar fyrir skólaárið 2016-2017 ásamt beiðnum tveggja leikskóla um flutning skipulagsdaga vegna námsferða og umsögnum foreldráða leikskólanna.

    • 1602171 – Matarstefna í leik- og grunnskólum

      Kynnt þátttaka nemenda í hádegismat í grunnskólum Hafnarfjarðar.

      Meðal annars ræddir möguleikar á viðhorfskönnun notenda. Óskað eftir samstarfi við stýrihóp bæjarins um heilsueflandi samfélag.

    • 1510104 – Skólastefna 2015

      Lagðir fram fundarpunktar starfshóps um skólastefnu frá því fyrr í dag. (23.mars)

    • 16011139 – Leikskólinn við Bjarkavelli

      Kosning um nafn á leikskólann.

      Nafnið Bjarkalundur hlaut flest atkvæði.

    • 1603562 – Niðurgreiðslur þátttökugjalda 67 ára og eldri

      Endurskoðun á samkomulagi Hafnarfjarðarbæjar og íþróttabandalags Hafnarfjarðar um niðurgreiðslur á þátttökugjöldum 67 ára og eldri iðkenda og um eflingu íþrótta- og forvarnarstarfs þessa hóps.

      Íþrótta- og tómstundafulltrúa falið að vinna áfram í málinu.

    • 1603566 – Leikvöllur við Grænukinn

      Lagt fram bréf, dags. 21.3.2016 frá Rakel Dögg Sigurgeirsdóttir varðandi framtíðarplön leikvallar við Grænukinn.

      Fræðslustjóra falið að vinna að málinu með umhverfis og skipulagsþjónustu.

    • 1603575 – Leikskóladeild Kaldárseli

      Lagðar fram undirskriftir foreldra/forráðamanna barna á leikskólanum Víðivöllum þar sem lýst er óánægju með lokun útideildarinnar við Kaldársel.

Ábendingagátt