Fræðsluráð

4. maí 2016 kl. 13:00

í Krosseyri, Linnetsstíg 3

Fundur 348

Mætt til fundar

  • Rósa Guðbjartsdóttir formaður
  • Einar Birkir Einarsson aðalmaður
  • Hörður Svavarsson aðalmaður
  • Adda María Jóhannsdóttir aðalmaður
  • Sverrir Garðarsson aðalmaður

Auk ofantalinna og undirritaðra sátu fundinn: Fanney D. Halldórsdóttir, sviðsstjóri, Vigfús Hallgrímsson, þróunarfulltrúi grunnskóla, Geir Bjarnason íþrótta- og tómstundafulltrúi, Kristín Guðnadóttir, áheyrnarfulltrúi grunnskólakennara, Kristinn Guðlaugsson, fulltrúi skólastjórnenda grunnskóla, Sigrún Kristinsdóttir, áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra, Sigríður Ólafsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskóla, Arnrún Einarsdóttir, áheyrnarfulltrúi starfsmanna leikskóla. Inga Nína Sigríður Jóhannsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra leikskólabarna.[line][line]Fræðsluráð býður nýjan sviðsstjóra fræðslu- og frístundaþjónustu, Fanneyju Dórothe Halldórsdóttur, velkominn til starfa. Um leið er fráfarandi sviðsstjóra Magnúsi Baldurssyni þökkuð góð og farsæl störf í þágu fræðslumála í Hafnarfirði undanfarna áratugi og honum óskað alls hins besta í framtíðinni.

Ritari

  • Elísabet Sverrisdóttir ritari

Auk ofantalinna og undirritaðra sátu fundinn: Fanney D. Halldórsdóttir, sviðsstjóri, Vigfús Hallgrímsson, þróunarfulltrúi grunnskóla, Geir Bjarnason íþrótta- og tómstundafulltrúi, Kristín Guðnadóttir, áheyrnarfulltrúi grunnskólakennara, Kristinn Guðlaugsson, fulltrúi skólastjórnenda grunnskóla, Sigrún Kristinsdóttir, áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra, Sigríður Ólafsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskóla, Arnrún Einarsdóttir, áheyrnarfulltrúi starfsmanna leikskóla. Inga Nína Sigríður Jóhannsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra leikskólabarna.[line][line]Fræðsluráð býður nýjan sviðsstjóra fræðslu- og frístundaþjónustu, Fanneyju Dórothe Halldórsdóttur, velkominn til starfa. Um leið er fráfarandi sviðsstjóra Magnúsi Baldurssyni þökkuð góð og farsæl störf í þágu fræðslumála í Hafnarfirði undanfarna áratugi og honum óskað alls hins besta í framtíðinni.

  1. Almenn erindi

    • 1603075 – Sérúrræði í grunnskólum

      Lagðar fram umsagnir um tillögur í skýrslu starfshóps.

      Fræðsluráð leggur áherslu á að engar ákvarðanir hafa verið teknar um breytingar á sérúrræðum við grunnskóla og innritað verður í fjölgreinadeildina sem og aðrar sérdeildir fyrir haustið líkt og verið hefur. Mörgum spurningum er ósvarað og mikilvægt að skólasamfélagið allt, starfsfólk og stjórnendur skóla, annað fagfólk, foreldrar og nemendur sjálfir fái tækifæri til að segja sitt álit á þeim áherslum og tillögum sem fram koma í skýrslunni áður en einhverjar ákvarðanir verða teknar. Ákveðið hefur verið að fresta málþingi fram í miðjan september.

    • 1510468 – Fjárhagsáætlun fræðslu- og frístundaþjónustu 2016

      Kynnt þriggja mánaða uppgjör fræðslu- og frístundaþjónustu.

      Guðmundi Sverrissyni þökkuð kynningin.

    • 1604475 – Skóladagtöl 2017-2018

      Lögð fram drög að skóladagatali grunnskóla skólaárið 2017-2018.

      Fræðsluráð samþykkir fyrirlögð drög.

    • 0810213 – Stóra upplestrarkeppnin

      Ingibjörg Einarsdóttir mætti til fundar og gerði grein fyrir stöðu Stóru upplestrarkeppninnar.

      Ingibjörgu Einarsdóttur þökkuð kynningin. Fræðsluráð lýsir yfr fullum vilja til að halda áfram samstarfi og stuðningi við verkefnið eins og verið hefur.

    • 1601686 – Skóli í Skarðshlíð

      Lögð fram fundargerð starfshóps frá fundi 3. maí

      Lagt fram.

    • 1409495 – Grunnskóli, stofnun nýs skóla

      Framhald frá síðasta fundi.

      Fræðsluráð felur sviðsstjóra fræðslu- og frístundaþjónustu að hefja gagnaöflun og undirbúning vegna væntanlegra viðræðna við fulltrúa Framsýnar um þjónustusamning. Horft skal til hvernig standa skuli að innritun barna og kostnaðarforsendna af hálfu bæjarins. Sviðsstjóra fræðslu- og frístundaþjónustu er jafnframt falið að meta kostnaðaráhrif á fjárhagsáætlun og koma með tillögur að breytingum á henni sem rúmist innan fjárheimilda fræðslusviðs.

      “Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna leggjast alfarið gegn hugmyndum um stofnun einkaskóla eins og hér er til umræðu og vísa í fyrri bókanir um málið. Á meðan skorið er niður í grunnþjónustu m.a. með lokun leikskólaúrræða er ekki forsvaranlegt að auka á útgjöld bæjarins með fjárframlögum til nýs einkaskóla. Ef í ljós kemur að svigrúm sé innan fjárheimilda sviðsins til þess að auka framlög til skólamála teljum við brýnt að forgangsraðað sé í þágu þeirra grunnskóla sem sveitarfélagið rekur sjálft áður en ráðist er í slíkt verkefni.

      Adda María Jóhannsdóttir
      Sverrir Garðarsson”

    • 1410618 – Dagforeldrar - leyfisbeiðnir

      Lagðar fram umsóknir um endurnýjun á starfsleyfi fyrir Ásdísi Jóhannesdóttur og Steinþóru Þorsteinsdóttur og nýtt starfsleyfi fyrir Guðbjörgu Svövu Sigurz.
      Daggæslufulltrúi mælir með umsóknunum.

      Samþykkt

    • 1511157 – Dagforeldrar, innritun og aðstaða

      Lagt fram bréf dags. 19. apríl 2016 frá stjórn félags dagforeldra í Hafnarfirði.

      Bréfinu vísað í starfshóp um málefni dagforeldra.

    • 1602133 – EM á Thorsplani

      Farið yfir stöðu máls

      Íþrótta- og tómstundafulltrúi upplýsti um að eins og staðan er í dag hefur rétthafi útsendingar ekki hug á að vera með útsendingu á Thorsplani og að reglur UEFA varðandi útsendingar á EM 2016 eru stífar og takmarka hverjir mega standa að slíkri útsendingu. Áfram verði unnið að málinu og leitað að áhugasömum aðila sem uppfyllir viðmið UEFA sem hefði hug á að sjá um verkefnið.

    • 1605059 – Fundargerð, Íþrótta- og tómstundanefndar 2016

      Lagt fram

    • 1406405 – Frístundaheimili og niðurgreiðslur, starfshópur

      Framhald máls frá síðasta fundi.

      Fræðsluráð felur sviðsstjóra fræðslu- og frístundaþjónustu að gera drög að innleiðingaáætlun um breytingar á viðkomandi gjaldskrám sem samræmist innan fjárheimildar fræðslusviðs.

Ábendingagátt