Fræðsluráð

18. maí 2016 kl. 13:00

í Krosseyri, Linnetsstíg 3

Fundur 349

Mætt til fundar

  • Rósa Guðbjartsdóttir formaður
  • Einar Birkir Einarsson aðalmaður
  • Hörður Svavarsson aðalmaður
  • Adda María Jóhannsdóttir aðalmaður
  • Gestur Svavarsson varamaður

Auk ofantalinna og undirritaðra sátu fundinn: Fanney D. Halldórsdóttir, sviðsstjóri, Geir Bjarnason íþrótta- og tómstundafulltrúi, Kristín Guðnadóttir, áheyrnarfulltrúi grunnskólakennara, Kristinn Guðlaugsson, fulltrúi skólastjórnenda grunnskóla, Sigrún Kristinsdóttir, áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra, Sigríður Ólafsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskóla, Inga Nína Sigríður Jóhannsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra leikskólabarna.

Ritari

  • Elísabet Sverrisdóttir ritari

Auk ofantalinna og undirritaðra sátu fundinn: Fanney D. Halldórsdóttir, sviðsstjóri, Geir Bjarnason íþrótta- og tómstundafulltrúi, Kristín Guðnadóttir, áheyrnarfulltrúi grunnskólakennara, Kristinn Guðlaugsson, fulltrúi skólastjórnenda grunnskóla, Sigrún Kristinsdóttir, áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra, Sigríður Ólafsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskóla, Inga Nína Sigríður Jóhannsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra leikskólabarna.

  1. Almenn erindi

    • 1604378 – Viðurkenningar fræðsluráðs 2016

      Lagðar fram tillögur að viðurkenningu fræðsluráðs sem bárust fyrir lok tímafrests.

      Lagt fram.

    • 1409495 – Grunnskóli, stofnun nýs skóla

      Sviðsstjóri skýrði frá gangi mála frá síðasta fundi.

    • 1412156 – Hvatning til að hækka menntunarstig starfsmanna leikskóla.

      Lögð er fram tillaga um breytingu á reglum bæjarins við stuðning starfsmanna leikskóla varðandi vettvangsnám, þ.e. breyting á reglu 3 um að starfsmaður þurfi ekki að taka vettvangsnám í leikskólum Hafnarfjarðar til að námið fari fram á launum.

      Fræðsluráð samþykkir breytingar á reglunum.

    • 1605242 – Jafnt búsetuform barna

      Lögð fram skýrsla frá Alþingi.

      Lagt fram. Fræðsluráð fagnar því að starfshópur hafi skilað tillögum sínum og hvetur starfshóp um skólastefnu Hafnarfjarðar að hafa skýrsluna til hliðsjónar í sinni vinnu.

    • 1605245 – Kjarasamningar leikskólastjórnenda

      Lögð fram tvö bréf frá félagi stjórnenda í leikskólum.

      Lagt fram.

    • 1503055 – Heilsueflandi samfélag

      Óskað tveggja fulltrúa frá fræðslu- og frístundaþjónustu í nýjan starfshóp.

      Fræðslu- og frístundaþjónustan tilnefnir eftirtalda í stýrihóp á vegum bæjarráðs um heilsueflandi samfélag:
      Inga Fríða Tryggvadóttir leikskólastjóri.
      Fanney Dóróthe Halldórsdóttir sviðstjóri fræðslu- og frístundaþjónustu.

    • 1602127 – Skóladagatöl 2016-2017

      Leikskólinn Hjalli óskar eftir að færa tvo skipulagsdaga á næsta skólaári og fylgir umsögn foreldraráðs skólans.

      Fræðsluráð samþykkir umsóknina um breytingu á skóladagatali.

    • 1605163 – Frumvarp til laga um grunnskóla, 675. mál til umsagnar

      Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um grunnskóla, 675. mál. Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 18. maí nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is. Lagt fram minnisblað þróunarfulltrúa grunnskóla um frumvarpið.

      Fræðsluráð tekur undir álit sem fram kemur í samantekt þróunarfulltrúa grunnskóla um að frumvarpið sé til bóta fyrir faglegt skólastarf. En áskilur sér rétt til að skoða nánar fjárhagsáhrif varðandi ákveðna þætti sem koma fram í frumvarpinu. Í ljósi þess óskar fræðsluráð eftir fresti á að veita umsögn

Ábendingagátt