Fræðsluráð

21. september 2016 kl. 13:00

í Krosseyri, Linnetsstíg 3

Fundur 355

Mætt til fundar

  • Rósa Guðbjartsdóttir formaður
  • Einar Birkir Einarsson varaformaður
  • Hörður Svavarsson aðalmaður
  • Margrét Gaua Magnúsdóttir aðalmaður
  • Sverrir Garðarsson aðalmaður

Fanney D. Halldórsdóttir, sviðsstjóri, Vigfús Hallgrímsson, þróunarfulltrúi grunnskóla, Jenný D. Gunnarsdóttir, þróunarfulltrúi leikskóla, Geir Bjarnason, íþrótta- og tómstundafulltrúi, Úlfhildur Helga Guðbjartsdóttir, áheyrnarfulltrúi grunnskólakennara, Valdimar Víðisson, áheyrnarfulltrúi skólastjórnenda grunnskóla, Inga Fríða Tryggvadóttir, áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra, Kristbjörg Helgadóttir, áheyrnarfulltrúi leikskólastarfsmanna, Ólafur St. Arnarsson, áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskóla,Inga Nína Sigríður Jóhannsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra leikskólabarna.

Ritari

  • Elísabet Sverrisdóttir ritari

Fanney D. Halldórsdóttir, sviðsstjóri, Vigfús Hallgrímsson, þróunarfulltrúi grunnskóla, Jenný D. Gunnarsdóttir, þróunarfulltrúi leikskóla, Geir Bjarnason, íþrótta- og tómstundafulltrúi, Úlfhildur Helga Guðbjartsdóttir, áheyrnarfulltrúi grunnskólakennara, Valdimar Víðisson, áheyrnarfulltrúi skólastjórnenda grunnskóla, Inga Fríða Tryggvadóttir, áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra, Kristbjörg Helgadóttir, áheyrnarfulltrúi leikskólastarfsmanna, Ólafur St. Arnarsson, áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskóla,Inga Nína Sigríður Jóhannsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra leikskólabarna.

  1. Almenn erindi

    • 1609177 – Beiðni um tilfærslu á skipulagsdegi

      Ósk leikskólans Víðivalla um tilfærslu á skipulagsdegi frá 4. janúar til 26 maí 2016. Tilefnið er framhaldsnámskeið kennara í “Leikur að læra”.

      Fræðsluráð samþykkir þessa tilfærslu.

    • 1609320 – Raddir

      Samstarfssamningur um Stóru upplestrarkeppnina kynntur.

      Lagt fram.

    • 1606261 – Ungmennaráð, íþrótta og sundkennsla í grunnskóla

      Lögð fram tillaga frá ungmennaráði Hafnarfjarðar.

      Fræðsluráð beinir því til skólastjórnenda að taka þetta mál til umfjöllunar og að tryggt verði að innan hvers og eins skóla sé verklag og úrræði til að taka á þessum þáttum skólastarfsins.

    • 1606016F – Íþrótta- og tómstundanefnd - 332

      Lögð fram 332. fundargerð.

      Lagt fram.

    • 1608018F – Íþrótta- og tómstundanefnd - 333

      Lögð fram 333. fundargerð.

      Lagt fram.

    • 1511157 – Dagforeldrar, innritun og aðstaða

      Lögð fram fundagerð starfshóps frá 13. september 2016.

      Lagt fram.

    • 1606387 – Ungt fólk 2016, rannsókn

      Geir Bjarnason íþrótta- og tómstundafulltrúi kynnti nýja rannsókn frá Rannsóknum og greiningu sem gerð er fyrir Menntamálaráðuneytið um lífstíl unglinga.

      Geir Bjarnasyni íþrótta- og tómstundafulltrúa, þökkuð kynningin.

    • 1508512 – Gjaldfrjáls skóli - ókeypis skólagögn

      Tekið fyrir mál frá fyrri fundum.

      Fræðsluráð samþykkir að óska eftir sundurliðaðri kostnaðargreiningu frá sviðstjóra fræðslu- og frístundaþjónustu á því hver útgöld bæjarins gætu orðið ef grunnskólinn yrði alveg gjaldfrjáls. Þá er átt við hver kostnaður bæjarins gæti orðið við innkaup og umsýslu vegna námsgagna til persónulegra nota sem er kostnaður sem núna fellur á barnafjölskyldur. Einnig er óskað eftir upplýsingum um hver kostnaður bæjarins verður ef sveitarfélagið greiðir fæði á skólatíma fyrir öll börn í grunnskólum bæjarins og um annan kostnað sem fellur á fjölskyldur í dag eins og t.d. námsferðir og önnur hugsanleg gjöld sem grunnskólinn innheimtir. Niðurstöður þessarar greiningar munu liggja til grundvallar tillögum til lækkunar útgjalda foreldra vegna skólagöngu grunnskólabarna í bænum frá og með haustinu 2018. Upplýsingarnar skulu því liggja fyrir tímanlega fyrir vinnu við fjárhagsáætlun fyrir árið 2018.

    • 1406405 – Frístundaheimili og niðurgreiðslur, starfshópur

      Lagðar fram reglur varðandi breytingar á niðurgreiðslu þátttökugjalda í íþrótta- og tómstundastarfi en þann 1. nóvember hækkar niðurgreiðsluupphæðir og aldursmörk upp í 18 ára.

      Lagt fram.

    • 1410035 – Öldutúnsskóli, skólalóð

      Tekið upp mál frá fyrri fundum.

      Fræðsluráð ítrekar óskir sínar um viðbrögð frá umhverfis- og skipulagsþjónustu um hvar málið er statt. Að mati fræðsluráðs er afar brýnt að endurnýjun skólalóðarinnar verði sett í forgang.

    • 1502324 – Skólalóð Hvaleyrarskóla og efling hreyfingar

      Tekið upp mál frá fyrri fundum.

      Fræðsluráð ítrekar óskir sínar um viðbrögð frá umhverfis- og skipulagsþjónustu um hvar málið er statt. Að mati fræðsluráðs er afar brýnt að endurnýjun skólalóðarinnar verði sett í forgang.

    • 1412156 – Hvatning til að hækka menntunarstig starfsmanna leikskóla

      Kynnt staða á námssamningum fyrir skólaárið 2016-2017.

      Lagt fram.

Ábendingagátt