Fræðsluráð

5. október 2016 kl. 13:00

í Krosseyri, Linnetsstíg 3

Fundur 356

Mætt til fundar

  • Rósa Guðbjartsdóttir formaður
  • Einar Birkir Einarsson varaformaður
  • Hörður Svavarsson aðalmaður
  • Margrét Gaua Magnúsdóttir aðalmaður

Fanney D. Halldórsdóttir, sviðsstjóri, Vigfús Hallgrímsson, þróunarfulltrúi grunnskóla, Jenný D. Gunnarsdóttir, þróunarfulltrúi leikskóla, Geir Bjarnason, íþrótta- og tómstundafulltrúi, Úlfhildur Helga Guðbjartsdóttir, áheyrnarfulltrúi grunnskólakennara, Hrönn Bergþórsdóttir, áheyrnarfulltrúi skólastjórnenda grunnskóla, Inga Fríða Tryggvadóttir, áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra, Kristbjörg Helgadóttir, áheyrnarfulltrúi leikskólastarfsmanna, Ólafur St. Arnarsson, áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskóla,Inga Nína Sigríður Jóhannsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra leikskólabarna.

Ritari

  • Elísabet Sverrisdóttir ritari

Fanney D. Halldórsdóttir, sviðsstjóri, Vigfús Hallgrímsson, þróunarfulltrúi grunnskóla, Jenný D. Gunnarsdóttir, þróunarfulltrúi leikskóla, Geir Bjarnason, íþrótta- og tómstundafulltrúi, Úlfhildur Helga Guðbjartsdóttir, áheyrnarfulltrúi grunnskólakennara, Hrönn Bergþórsdóttir, áheyrnarfulltrúi skólastjórnenda grunnskóla, Inga Fríða Tryggvadóttir, áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra, Kristbjörg Helgadóttir, áheyrnarfulltrúi leikskólastarfsmanna, Ólafur St. Arnarsson, áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskóla,Inga Nína Sigríður Jóhannsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra leikskólabarna.

  1. Almenn erindi

    • 1606387 – Ungt fólk 2016, rannsókn

      Íþrótta- og tómstundafulltrúi kynnir leiðrétta skýrslu um niðurstöður sem kynntar voru á síðasta fundi ráðsins.

      Lagt fram.

    • 1609669 – Forvarnir

      Íþrótta- og tómstundafulltrúi fjallaði um forvarnir Hafnarfjarðarbæjar.

      Fræðsluráð fagnar því sem fram kemur í minnisblaði íþrótta- og tómstundafulltrúa að vímuefnaneysla ungmenna í Hafnarfirði sé í sögulegu lágmarki og leggur áherslu á að áfram verði sífellt leitað leiða til að þróa og efla forvarnarstarf í bænum.

    • 1601686 – Skóli í Skarðshlíð

      Farið yfir stöðu mála en fyrirhugaður er fundur í starfshópi um Skarðshlíðarskóla þann 13. október nk. og íbúafundur um næstu mánaðamót.

    • 1605059 – Fundargerð, Íþrótta- og tómstundanefndar 2016

      Lögð fram 334. fundargerð Íþrótta- og tómstundanefndar.

      Lagt fram.

    • 1510104 – Skólastefna 2015

      Lögð fram 12. fundargerð frá stýrihópi.

      Lagt fram.

    • 1606445 – Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2017 og 2018-2020.

      Fyrsta umræða um fjárhagsáætlun ársins 2017 í fræðsluráði.

      Farið yfir undirbúning og skipulag fjárhagsáætlunarvinnu fræðsluráðs.

Ábendingagátt