Fræðsluráð

24. október 2016 kl. 16:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 358

Mætt til fundar

  • Rósa Guðbjartsdóttir formaður
  • Einar Birkir Einarsson varaformaður
  • Hörður Svavarsson aðalmaður
  • Margrét Gaua Magnúsdóttir aðalmaður
  • Sverrir Garðarsson aðalmaður

Fanney D. Halldórsdóttir, sviðsstjóri, Vigfús Hallgrímsson, þróunarfulltrúi grunnskóla, Jenný D. Gunnarsdóttir, þróunarfulltrúi leikskóla, Úlfhildur Helga Guðbjartsdóttir, áheyrnarfulltrúi grunnskólakennara, Valdimar Víðisson, áheyrnarfulltrúi skólastjórnenda grunnskóla, Inga Fríða Tryggvadóttir, áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra, Kristbjörg Helgadóttir, fulltrúi starfsfólks leikskóla, Sigríður Ólafsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskóla, Inga Nína Sigríður Jóhannsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra leikskólabarna.

Ritari

  • Vigfús Hallgrímsson þróunarfulltrúi grunnskóla

Fanney D. Halldórsdóttir, sviðsstjóri, Vigfús Hallgrímsson, þróunarfulltrúi grunnskóla, Jenný D. Gunnarsdóttir, þróunarfulltrúi leikskóla, Úlfhildur Helga Guðbjartsdóttir, áheyrnarfulltrúi grunnskólakennara, Valdimar Víðisson, áheyrnarfulltrúi skólastjórnenda grunnskóla, Inga Fríða Tryggvadóttir, áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra, Kristbjörg Helgadóttir, fulltrúi starfsfólks leikskóla, Sigríður Ólafsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskóla, Inga Nína Sigríður Jóhannsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra leikskólabarna.

  1. Almenn erindi

    • 1606445 – Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2017 og 2018-2020.

      Guðmundur Sverrisson kynnti tillögu að hluta fræðslu- og frístundaþjónustu í fjárhagsáætlunartillögur ársins 2017.

      Fræðsluráð samþykkir að vísa fjárhagsáætlunartillögu fyrir fræðslu- og frístundaþjónustuna til bæjarráðs.

      Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna sitja hjá.

    • 1610265 – Ráðning leikskólastjóra Híðarenda 2016

      Lagður fram nafnalisti umsækjenda:
      Árný Steindóra Steindórsdóttir, sérkennari
      Gígja Jörgensdóttir
      Hulda Þórarinsdóttir, deildarstjóri
      Jóna Guðbjörg Ólafsdóttir, leikskólakennari
      Kristín Ellertsdóttir, leikskólakennari
      Kristín Gísladóttir, leikskólastjóri
      Kristjana Birna Svansdóttir, leikskólakennari
      Svanhildur Ósk Garðarsdóttir, aðstoðarleikskólastjóri
      Sverrir Jörstad Sverrisson, aðstoðarleikskólastjóri.

      Árný Steindóra Steindórsdóttir er ráðin leikskólastjóri við Hlíðarenda.

      Hörður Svavarsson óskar bókað: Ég fagna því að margir sóttu um þessa mikilvægu stöðu, sú er ekki raunin allsstaðar. Ég gleðst líka yfir að hæf kona hafi verið ráðin. Jafnframt vona ég að karlmaður muni einhverntíma standast samkeppnin um þessar mikilvægu stöður og nái því að vera a.m.k. jafn hæfur og hæfasta konan. Tvípunktur bandstrik svigi lokast.
      Hörður Svavarsson
      Bjartri framtíð.

Ábendingagátt