Fræðsluráð

11. janúar 2017 kl. 13:00

í Krosseyri, Linnetsstíg 3

Fundur 363

Mætt til fundar

  • Rósa Guðbjartsdóttir formaður
  • Karólína Helga Símonardóttir aðalmaður
  • Hörður Svavarsson aðalmaður
  • Margrét Gaua Magnúsdóttir aðalmaður
  • Sverrir Garðarsson aðalmaður

Fanney D. Halldórsdóttir, sviðsstjóri, Geir Bjarnason íþrótta- og tómstundafulltrúi, Vigfús Hallgrímsson, þróunarfulltrúi grunnskóla, Jenný D. Gunnarsdóttir, þróunarfulltrúi leikskóla, Úlfhildur Helga Guðbjartsdóttir, áheyrnarfulltrúi grunnskólakennara, Valdimar Víðisson, áheyrnarfulltrúi skólastjórnenda grunnskóla, Inga Fríða Tryggvadóttir, áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra, Kristbjörg Helgadóttir, fulltrúi starfsfólks leikskóla, Sigríður Ólafsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskóla, Inga Nína Sigríður Jóhannsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra leikskólabarna.

Ritari

  • Valgerður Sveinbjörnsdóttir ritari

Fanney D. Halldórsdóttir, sviðsstjóri, Geir Bjarnason íþrótta- og tómstundafulltrúi, Vigfús Hallgrímsson, þróunarfulltrúi grunnskóla, Jenný D. Gunnarsdóttir, þróunarfulltrúi leikskóla, Úlfhildur Helga Guðbjartsdóttir, áheyrnarfulltrúi grunnskólakennara, Valdimar Víðisson, áheyrnarfulltrúi skólastjórnenda grunnskóla, Inga Fríða Tryggvadóttir, áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra, Kristbjörg Helgadóttir, fulltrúi starfsfólks leikskóla, Sigríður Ólafsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskóla, Inga Nína Sigríður Jóhannsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra leikskólabarna.

  1. Almenn erindi

    • 1611442 – Leikskólar og dagforeldrar, gjaldskrá og afsláttur

      Reglur um niðurgreiðslur til foreldra hjá dagforeldrum í Hafnarfirði.

      Reglunum vísað til samþykktar í bæjarstjórn.
      Fræðslu- og frístundaþjónustu er jafnframt falið að finna lausn á því að systkini sem ekki eiga sama lögheimil njóti einnig afsláttar.

    • 1603075 – Sérúrræði í grunnskólum

      Til undirbúnings málþingi þann 27. janúar nk. kynnti starfshópur tillögur sínar.

      Starfshópi þökkuð kynningin.

    • 1601686 – Skóli í Skarðshlíð

      Húsrýmislykill fyrir alútboð lagður fram til kynningar. Kynning á skólahverfum og íbúaspá.

      Guðmundur Sverrisson sérfræðingur á fjármálasviði kynnti íbúaspá og skiptingu skólahverfa. Fræðslustjóri kynnti og lagði fram drög að húsrýmislykli fyrir alútboð vegna hönnunar og framkvæmda við nýjan skóla í Skarðshlíð. Fræðslustjóra falið að kynna drögin fyrir fulltrúum foreldrafélags Hraunvallaskóla.

    • 1612415 – Skólastjóri í skóla í Skarðshlíð

      Fræðslustjóri gerði grein fyrir umsækjendum um skólastjórastöðu í Skarðshlíð. Umsækjendur eru níu:

      Nafn Starfsheiti

      Elfa Hermannsdóttir Sjálfstætt starfandi ráðgjafi
      Hreinn Þorkelsson Umsjónarkennari
      Ingibjörg Magnúsdóttir Deildarstjóri
      Íris Helga Baldursdóttir Umsjónarkennari
      Jón Rúnar Hilmarsson Skólastjóri
      Kristín Sigurðardóttir Deildarstjóri
      Rannveig Hafberg Deildarstjóri
      Þórunn Jónasdóttir Aðstoðarskólastjóri
      Þuríður Óttarsdóttir Aðstoðarskólastjóri

      Kynnt.

    • 1612331 – Bréf um snjallsímanotun í skólastarfi

      Lagt fram til kynningar.

    • 1701088 – Bréf um endurgreiningar

      Kynnt bréf frá mennta- og menningarmálaráðuneyti um endurgreiningar við lok grunnskóla.

    • 1701089 – Reglugerðardrög um samræmd könnunarpróf í grunnskóla til umsagnar

      Lagt fram drög að reglugerð um samræmd könnunarpróf grunnskóla sem er í athugasemdaferli til 15. janúar 2017.

    • 1610417 – Fundargerð ÍTH

      Fundargerð 239 frá ÍTH.

    • 1701107 – Leikskóla- og frístundastarf um jólin

      Fræðsluráð óskar eftir upplýsingum frá fræðslu- og frístundaþjónustu um hvernig nýting á leikskólum var um jólahátíðina fram að gamlársdegi. Óskað er eftir upplýsingum fyrir næsta fund ráðsins um hve búist var við mörgum börnum í hvern leikskóla þar sem könnun var gerð fyrir jólin og hve mörg börn mættu. Sundurliðun eftir dögum er æskileg.
      Sambærilegar upplýsingar óskast um frístundaheimili.

Ábendingagátt