Fræðsluráð

8. mars 2017 kl. 13:00

í Krosseyri, Linnetsstíg 3

Fundur 367

Mætt til fundar

  • Rósa Guðbjartsdóttir formaður
  • Karólína Helga Símonardóttir aðalmaður
  • Hörður Svavarsson aðalmaður
  • Margrét Gaua Magnúsdóttir aðalmaður
  • Sverrir Garðarsson aðalmaður

Auk ofantalinna og undirritaðra sátu fundinn: Fanney D. Halldórsdóttir, sviðsstjóri, Geir Bjarnason, íþrótta- og tómstundafulltrúi, Vigfús Hallgrímsson, þróunarfulltrúi grunnskóla, Jenný D. Gunnarsdóttir, þróunarfulltrúi leikskóla, Úlfhildur Helga Guðbjartsdóttir, áheyrnarfulltrúi grunnskólakennara, Hrönn Bergþórsdóttir, áheyrnarfulltrúi skólastjórnenda grunnskóla, Inga Fríða Tryggvadóttir, áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra, Kristbjörg Helgadóttir, fulltrúi starfsfólks leikskóla, Sigríður Ólafsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskóla, Inga Nína Sigríður Jóhannsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra leikskólabarna.

Ritari

  • Valgerður Sveinbjörnsdóttir ritari

Auk ofantalinna og undirritaðra sátu fundinn: Fanney D. Halldórsdóttir, sviðsstjóri, Geir Bjarnason, íþrótta- og tómstundafulltrúi, Vigfús Hallgrímsson, þróunarfulltrúi grunnskóla, Jenný D. Gunnarsdóttir, þróunarfulltrúi leikskóla, Úlfhildur Helga Guðbjartsdóttir, áheyrnarfulltrúi grunnskólakennara, Hrönn Bergþórsdóttir, áheyrnarfulltrúi skólastjórnenda grunnskóla, Inga Fríða Tryggvadóttir, áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra, Kristbjörg Helgadóttir, fulltrúi starfsfólks leikskóla, Sigríður Ólafsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskóla, Inga Nína Sigríður Jóhannsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra leikskólabarna.

  1. Almenn erindi

    • 1604475 – Skóladagtöl 2017-2018

      Breytingatillaga lögð fram til staðfestingar. Sameiginlegur skipulagsdagur leik- og grunnskóla 4. janúar færist til 3. janúar (grunnskólar) og 2. janúar (leikskólar).

      Fræðsluráð samþykkir fyrirliggjandi skóladagatöl.

    • 1601686 – Skóli í Skarðshlíð

      Lögð fram tillaga um að setja af stað nafnasamkeppni um heiti á nýjum skóla í Skarðshlíð.

      Fræðsluráð felur sviðsstjóra að undirbúa nafnasamkeppni fyrir skólann.

    • 1503055 – Heilsueflandi samfélag

      Bæjarstjórn hefur samþykkt Heilsustefnu Hafnarfjarðarbæjar. Íþrótta- og tómstundafulltrúi er verkefnastjóri verkefnisins og verið er að skipa í stýrihóp. Fjölmörg verkefni eru fyrirhuguð og tengjast flest þeirra Fræðslu- og frístundarþjónustunni.

      Heilsustefnan og vinna við hana kynnt.

      Verkefnastjóri heilsustefnu þökkuð kynningin.

    • 1604375 – Grunnskólar, ytra mat

      Lögð fram skýrsla Menntamálastofnunar um ytra mat á Hraunvallaskóla. Ennfremur lagt fram bréf Menntamálastofnunar, dags. 23. febrúar s.l. um niðurstöður ytra mats á starfsemi Hraunvallaskóla.

    • 1501619 – Leikskólar, ytra mat

      Lögð fram skýrsla Menntamálastofnunar um ytra mat á leikskólanum Hvammi. Ennfremur lagt fram bréf Menntamálastofnunar, dags. 17. febrúar s.l. um niðurstöður ytra mats á leikskólanum Hvammi.

    • 1301760 – Símenntun grunnskólakennara SSH

      Kynnt dagskrá ráðstefnu á vegum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og Rannsóknastofu í fjölmenningarfræðum þann 10. mars 2017 um fjölmenningarlegan grunnskóla.

    • 1610417 – Fundargerð ÍTH

      Lögð fram fundargerð 243. fundar ÍTH.

    • 1601445 – Landspítali, rannsókn

      Lagt fram bréf frá Landsspítala Háskólasjúkrahúsi þar sem farið er fram á heimild til að endurtaka rannsókn í fimm leikskólum Hafnarfjarðar um útbreiðslu ónæmra baktería hjá börnum í leikskólum á höfuðborgarsvæðinu.
      Leyfi Vísindasiðanefndar liggur fyrir og hefur rannsóknin verið tilkynnt til Persónuverndar.

      Fræðsluráð samþykkir fyrirliggjandi erindi.

    • 1410618 – Dagforeldrar - leyfisbeiðnir

      Lögð fram beiðni um endurnýjun starfsleyfis fyrir Þórunni Sigurðardóttur. Daggæslufulltrúi mælir með því að þetta leyfi verði endurnýjað.

      Samþykkt.

    • 1703024 – Stjórnun grunnskóla erindi skólastjóra

      Lagt fram bréf frá skólastjórum grunnskóla Hafnarfjarðar, dags. 17.febrúar s.l. um launamál skólastjórnenda, deildarstjórn stoðþjónustu og skrifstofustjórn.

      Fræðsluráð tekur undir áhyggjur af þróun mála varðandi þann halla sem kominn er á milli launa stjórnenda í grunnskólum í samanburði við laun kennara.
      Sviðsstjóri upplýsti að viðræður stæðu yfir á milli samninganefnda Sambands íslenskra sveitarfélaga og stjórnenda í grunnskólum. Einnig að verið er að skoða möguleika á breytingum í stjórnun grunnskóla Hafnarfjarðarbæjar, meðal annars vegna sérkennslu.

    • 1508478 – Bóka- og bíóhátíð barnanna í Hafnarfirði

      Kynnt dagskrá væntanlegrar hátíðar.

Ábendingagátt