Fræðsluráð

22. mars 2017 kl. 13:00

í Krosseyri, Linnetsstíg 3

Fundur 368

Mætt til fundar

  • Rósa Guðbjartsdóttir formaður
  • Karólína Helga Símonardóttir aðalmaður
  • Hörður Svavarsson aðalmaður
  • Margrét Gaua Magnúsdóttir aðalmaður
  • Sverrir Garðarsson aðalmaður

Auk ofantalinna og undirritaðra sátu fundinn: Fanney D. Halldórsdóttir, sviðsstjóri, Geir Bjarnason, íþrótta- og tómstundafulltrúi, Vigfús Hallgrímsson, þróunarfulltrúi grunnskóla, Jenný D. Gunnarsdóttir, þróunarfulltrúi leikskóla, Úlfhildur Helga Guðbjartsdóttir, áheyrnarfulltrúi grunnskólakennara, Valdimar Víðisson, áheyrnarfulltrúi skólastjórnenda grunnskóla, Inga Fríða Tryggvadóttir, áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra, Kristbjörg Helgadóttir, fulltrúi starfsfólks leikskóla, Sigríður Ólafsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskóla, Inga Nína Sigríður Jóhannsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra leikskólabarna.

Ritari

  • Vigfús Hallgrímsson þróunarfulltrúi grunnskóla

Auk ofantalinna og undirritaðra sátu fundinn: Fanney D. Halldórsdóttir, sviðsstjóri, Geir Bjarnason, íþrótta- og tómstundafulltrúi, Vigfús Hallgrímsson, þróunarfulltrúi grunnskóla, Jenný D. Gunnarsdóttir, þróunarfulltrúi leikskóla, Úlfhildur Helga Guðbjartsdóttir, áheyrnarfulltrúi grunnskólakennara, Valdimar Víðisson, áheyrnarfulltrúi skólastjórnenda grunnskóla, Inga Fríða Tryggvadóttir, áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra, Kristbjörg Helgadóttir, fulltrúi starfsfólks leikskóla, Sigríður Ólafsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskóla, Inga Nína Sigríður Jóhannsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra leikskólabarna.

  1. Almenn erindi

    • 1604475 – Skóladagatöl 2017-2018

      Lögð fram skóladagatöl grunnskóla í Hafnarfirði fyrir skólaárið 2017-2018 ásamt minnisblaði sem samantekt um þau, til kynningar á fundinum í dag og samþykktar á næsta fundi.

      Lagt fram.

    • 1605310 – Rafræn samræmd könnunarpróf

      Kynnt reglugerð um samræmd, rafræn könnunarpróf sem nýlega var gefin út.

      Lagt fram.

    • 1008205 – Aðalnámskrá grunnskóla byggð á grunnskólalögunum frá 2008

      Kynnt nýtt bréf mennta- og menningarmálaráðuneytis um námsmat við lok grunnskóla vorið 2017.

      Lagt fram.

    • 1701362 – Stefna og verklagsreglur í málefnum barna flóttafólks og hælisleitenda í Hafnarfirði

      Kynnt minnisblað um kennslu fyrir hælisleitendabörn frá hausti 2017 sem dvelja í Hafnarfirði.

      Fræðsluráð leggur áherslu á mikilvægi þess að börn hælisleitenda fái viðeigandi menntun og vill Hafnarfjörður leggja sitt af mörkum í þeim efnum þótt ábyrgðin á verkefninu sé á hendi ríkisins. Fræðsluráð felur sviðsstjóra að skoða áfram möguleika á að finna sem heppilegasta framkvæmd á verkefninu innan grunnskóla Hafnarfjarðar og að gera frekari tillögur til kynningar á næsta fundi.

    • 1610417 – Fundargerð ÍTH

      Lögð fram fundargerð 244. fundar ÍTH.

      Fræðsluráð óskar eftir því að samþykkt fundargerðar ÍTH sé frestað á milli funda fræðsluráðs og að sviðsstjóri afli frekari gagna vegna starfsemi Kaldársels yfir sumartímann og hvaða áhrif ákvörðun ÍTH hefur á það starf. Upplýsingarnar verði lagðar fram á næsta fundi ráðsins.

    • 1702064 – Þróunarskóli, sjálfstætt starfandi sérskóli, starfsleyfi, umsókn

      Lögð fram umsókn um starfsleyfi fyrir þróunarskóla.

      Óskað er eftir að umsækjendur komi á fræðsluráðsfund og kynni hugmyndina frekar.

    • 1703309 – Grunnskólar, undanþágunefnd

      Lögð fram til kynningar ársskýrsla undanþágunefndar grunnskóla fyrir skólaárið 2015-2016.

      Lagt fram.

Ábendingagátt