Fræðsluráð

3. maí 2017 kl. 13:00

í Krosseyri, Linnetsstíg 3

Fundur 370

Mætt til fundar

  • Rósa Guðbjartsdóttir formaður
  • Karólína Helga Símonardóttir aðalmaður
  • Hörður Svavarsson aðalmaður
  • Sverrir Garðarsson aðalmaður
  • Algirdas Slapikas varamaður

Auk ofantalinna og undirritaðra sátu fundinn: Fanney D. Halldórsdóttir, sviðsstjóri, Geir Bjarnason, íþrótta- og tómstundafulltrúi, Vigfús Hallgrímsson, þróunarfulltrúi grunnskóla, Jenný D. Gunnarsdóttir, þróunarfulltrúi leikskóla, Úlfhildur Helga Guðbjartsdóttir, áheyrnarfulltrúi grunnskólakennara, Valdimar Víðisson, áheyrnarfulltrúi skólastjórnenda grunnskóla, Svava Björg Mörk, áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra, Kristbjörg Helgadóttir, fulltrúi starfsfólks leikskóla, Sigríður Ólafsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskóla, Inga Nína Sigríður Jóhannsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra leikskólabarna.

Ritari

  • Valgerður Sveinbjörnsdóttir ritari

Auk ofantalinna og undirritaðra sátu fundinn: Fanney D. Halldórsdóttir, sviðsstjóri, Geir Bjarnason, íþrótta- og tómstundafulltrúi, Vigfús Hallgrímsson, þróunarfulltrúi grunnskóla, Jenný D. Gunnarsdóttir, þróunarfulltrúi leikskóla, Úlfhildur Helga Guðbjartsdóttir, áheyrnarfulltrúi grunnskólakennara, Valdimar Víðisson, áheyrnarfulltrúi skólastjórnenda grunnskóla, Svava Björg Mörk, áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra, Kristbjörg Helgadóttir, fulltrúi starfsfólks leikskóla, Sigríður Ólafsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskóla, Inga Nína Sigríður Jóhannsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra leikskólabarna.

  1. Almenn erindi

    • 1701128 – Skólamatur, skólaaskur

      Skýrsla Sýni á úttekt á mötuneytum grunnskóla í Hafnarfirði lögð fram og kynnt.

      „Niðurstöður úttektar á níu eldhúsum í grunnskólum í Hafnarfirði leiddi í ljós að bragð og áferð matarins var í flestum tilfellum í lagi. Fræðsluráð fagnar því að almennt sé ánægja með matinn en leggur jafnframt mikla áherslu á að samstarf fræðslusviðs og verktaka haldi áfram. Tryggt verði að allir verkferlar hjá verktaka gangi ávallt snuðrulaust fyrir sig og að merkingar og leiðbeiningar séu í lagi til að koma í veg fyrir óánægju og tafir við framreiðslu. Auk þess er lögð áhersla á að innihaldslýsingar séu skýrar, leiðbeiningar ítarlegar og merkingar á ofnæmismat fullnægjandi. Óskað er eftir því að kannað verði viðhorf og ánægja meðal neytenda til matarins.“

    • 1703430 – Grunnskólar Hafnarfjarðar, sálfræðiþjónusta.

      Lögð fram kostnaðargreining á tillögu um sálfræðiþjónustu í grunnskólum Hafnarfjarðar, sbr. bókun fræðsluráðs frá 5. apríl sl.

      Lagt fram.

    • 1410618 – Dagforeldrar - leyfisbeiðnir

      Lögð fram beiðni um starfsleyfi fyrir Sonju Ragnarsdóttur.

      Fræðsluráð samþykkir beiðnina.

    • 1702064 – Þróunarskóli, sjálfstætt starfandi sérskóli, starfsleyfi, umsókn

      Ósk um starfsleyfi þróunarskóla sjálfstætt starfandi sérskóla til umræðu.

      Sviðsstjóra falið að ræða við forsvarsmenn þróunarskólans í samræmi við umræður á fundinum.

    • 0703327 – Endurmenntunarsjóður grunnskóla

      Úthlutun Endurmenntunarsjóðs grunnskóla fyrir skólaárið 2017-2018 lögð fram.

      Þróunarfulltrúi grunnskóla kynnti úthlutun Endurmentunarsjóðs grunnskóla.

    • 1610266 – Frístundaakstur

      Lagðar fram 5. og 6. fundargerð starfshóps um frístundaakstur.

    • 1610417 – Fundargerð ÍTH

      Lagðar fram fundargerðir 246. og 247. funda ÍTH.

    • 1704040 – Fjárhagsáætlun 2018

      Lagt fram minnisblað fjármálastjóra um vinnuferli við gerð fjárhagsáætlunar 2018.

      Lagt fram.

    • 1704429 – Snemmtæk íhlutun

      Endurskoðaður verkferill um snemmtæka íhlutun í leikskóla kynntur.

      Asthildi Bj. Snorradóttur þökkuð kynningin.

    • 1106012 – Viðmiðunarstundaskrá grunnskóla

      Kynntar viðmiðunarstundaskrár grunnskólanna fyrir skólaárið 2017-2018

    • 1704137 – Heiti á skóla í Skarðshlíð

      Kosið um nafn á nýjum skóla í Skarðshlíð.

      Fulltrúar á fundi fræðsluráðs hafa kosið um tilnefningar sem bárust og valið skólanum nafnið Skarðshlíðarskóli.

    • 1611367 – Rýmisáætlun leikskóla

      Fræðsluráð óskar eftir kynningu á þeirri greiningu sem gerð hefur verið á næsta fundi ráðsins.

Ábendingagátt