Fræðsluráð

17. maí 2017 kl. 13:00

í Krosseyri, Linnetsstíg 3

Fundur 371

Mætt til fundar

  • Rósa Guðbjartsdóttir formaður
  • Karólína Helga Símonardóttir aðalmaður
  • Hörður Svavarsson aðalmaður
  • Margrét Gaua Magnúsdóttir aðalmaður
  • Sverrir Garðarsson aðalmaður

Auk ofantalinna og undirritaðra sátu fundinn: Fanney D. Halldórsdóttir, sviðsstjóri, Vigfús Hallgrímsson, þróunarfulltrúi grunnskóla, Jenný D. Gunnarsdóttir, þróunarfulltrúi leikskóla, Úlfhildur Helga Guðbjartsdóttir, áheyrnarfulltrúi grunnskólakennara, Valdimar Víðisson, áheyrnarfulltrúi skólastjórnenda grunnskóla, Inga Fríða Tryggvadóttir, áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra, Kristbjörg Helgadóttir, fulltrúi starfsfólks leikskóla, Sigríður Ólafsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskóla, Inga Nína Sigríður Jóhannsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra leikskólabarna.

Ritari

  • Valgerður Sveinbjörnsdóttir ritari

Auk ofantalinna og undirritaðra sátu fundinn: Fanney D. Halldórsdóttir, sviðsstjóri, Vigfús Hallgrímsson, þróunarfulltrúi grunnskóla, Jenný D. Gunnarsdóttir, þróunarfulltrúi leikskóla, Úlfhildur Helga Guðbjartsdóttir, áheyrnarfulltrúi grunnskólakennara, Valdimar Víðisson, áheyrnarfulltrúi skólastjórnenda grunnskóla, Inga Fríða Tryggvadóttir, áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra, Kristbjörg Helgadóttir, fulltrúi starfsfólks leikskóla, Sigríður Ólafsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskóla, Inga Nína Sigríður Jóhannsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra leikskólabarna.

  1. Almenn erindi

    • 1611367 – Rýmisáætlun leikskóla

      Kynnt drög að rýmisáætlun leikskóla.

      Fræðslustjóra falið að vinna áfram að málinu í samræmi við umræður á fundinum og leggja fram frekari upplýsingar á næsta fundi ráðsins.

    • 1610417 – Fundargerð ÍTH

      Lögð fram fundargerð 248. fundar ÍTH.

      Hörður Svavarsson úr Bjartri framtíð óskar bókað.
      Ég geri alvarlegar athugasemdir við niðurstöðu ÍTH í máli nr. 1 á 248. fundi ÍTH

      Víðast hvar eru róluvellir aflagðir, enda barn síns tíma. Það hefur þó komið fram hér að í einu nágrannasveitarfélagi eru starfræktur róló í tvisvar sinnum tvo tíma á dag. Ég hef kynnt mér hvernig staðið er að starfsemi róluvallarins þar og hef því upplýsingar um að þar vinna fjórar fullorðnar manneskjur á vellinum, barnafjöldi þar er líka mjög takmarkaður.

      Ég treysti mér ekki til að standa undir þeirri ábyrgð sem felst í því að reka róluvöll í Hafnarf. með því fyrirkomulagi sem kynnt hefur verið á fundinum og er fyrirhugað. Ég kann því illa að börn úr vinnuskólanum séu sett í þá stöðu að eiga að bera ábyrgð á öðrum börnum og efa að það standist lagalega skoðun.

    • 1301760 – Símenntun grunnskólakennara SSH

      Kynning á Erasmus styrkjum til endurmenntunar grunnskólastarfsmanna skólaárið 2017-2018 í Hafnarfirði og í samstarfi sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu.

      Lagt fram og kynnt.

    • 1602277 – Samræmd könnunarpróf í grunnskólum 2016-2017

      Kynntar bráðabirgðaniðurstöður úr samræmdum könnunarprófum í 9. og 10. bekk vorið 2017.

    • 1702329 – Viðurkenning fræðsluráðs 2017

      Tilnefningar til viðurkenningar fræðsluráðs 2017 lagðar fram til kynningar.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1704420 – Víðivellir, leikskólastjóri

      Nöfn umsækjenda um starf leikskólastjóra Víðivalla lögð fram til kynningar.

      Hulda Snæberg Hauksdóttir, leikskólastjóri
      Linda Hrönn Þórisdóttir, leikskólastjóri
      Kristin V Ellertsdottir
      Sverrir Jörstad Sverrisson, aðstoðarleikskólastjóri

      Hörður Svavarsson úr Bjartri framtíð óskar eftir að bóka eftirfarandi:
      Ég geri athugasemd við að auglýsing eftir skólastjóra við Víðivelli er ekki í samræmi við nýja jafnréttisstefnu bæjarins. Í stefnunni segir að þegar auglýst eru störf þar sem hallar á annað kynið skuli vekja athygli á því markmiði jafnréttisstefnunar að jafna kynjaskiptingu innan starfsgreinar sbr. 26. gr. jafnréttislaga. Í auglýsingu bæjarins um skólastjórastöðu á Víðivöllum segir að samkvæmt stefnu bæjarins séu karlar jafnt sem konur hvött til að sækja um starfið, en það er ekki í samræmi við jafnréttisstefnuna og jafnvel þvert á móti.

    • 1505347 – Skapandi efnisveita - Remida

      Vinna við Remidu, skapandi efnisveitu kynnt.

      Fræðsluráð hvetur til þess að þróunarfulltrúi leikskóla haldi áfram að vinna að því að skapandi efnisveita verði sett á laggirnar og starfrækt í Hafnarfirði, í samstarfi ýmissa aðila í hafnfirsku samfélagi.
      Markmið efnisveitunnar er að fá samfélagið til að taka þátt og hafa áhrif á umhverfið ásamt því að huga að bættri umgengni við náttúruna, minnka sóun og stuðla að endurnotkun.

    • 1610266 – Frístundaakstur

      Lögð fram fundargerð starfshóps um frístundaakstur frá 12. maí sl.

Ábendingagátt