Fræðsluráð

5. desember 2018 kl. 14:00

í Krosseyri, Linnetsstíg 3

Fundur 406

Mætt til fundar

  • Kristín María Thoroddsen aðalmaður
  • Margrét Vala Marteinsdóttir aðalmaður
  • Bergur Þorri Benjamínsson aðalmaður
  • Birgir Örn Guðjónsson aðalmaður
  • Vaka Ágústsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Steinn Jóhannsson varamaður

Auk ofantalinna og undirritaðra sátu fundinn: Fanney D. Halldórsdóttir, sviðsstjóri, Hrund Apríl Guðmundsdóttir, aðstoðarmaður sviðsstjóra, Geir Bjarnason, íþrótta- og tómstundafulltrúi, Vigfús Hallgrímsson, þróunarfulltrúi grunnskóla, Jenný D. Gunnarsdóttir, þróunarfulltrúi leikskóla, Sólveig Kristjánsdóttir, áheyrnarfulltrúi grunnskólakennara, Lilja Kolbrún Steindórsdóttir, áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra, Elín Gíslína Steindórsdóttir, áheyrnarfulltrúi starfsfólks leikskóla, Áshildur Hlín Valtýsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskólabarna og Kristín Erla Pétursdóttir áheyrnarfulltrúi foreldra leikskólabarna.

Ritari

  • Valgerður Sveinbjörnsdóttir ritari

Auk ofantalinna og undirritaðra sátu fundinn: Fanney D. Halldórsdóttir, sviðsstjóri, Hrund Apríl Guðmundsdóttir, aðstoðarmaður sviðsstjóra, Geir Bjarnason, íþrótta- og tómstundafulltrúi, Vigfús Hallgrímsson, þróunarfulltrúi grunnskóla, Jenný D. Gunnarsdóttir, þróunarfulltrúi leikskóla, Sólveig Kristjánsdóttir, áheyrnarfulltrúi grunnskólakennara, Lilja Kolbrún Steindórsdóttir, áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra, Elín Gíslína Steindórsdóttir, áheyrnarfulltrúi starfsfólks leikskóla, Áshildur Hlín Valtýsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskólabarna og Kristín Erla Pétursdóttir áheyrnarfulltrúi foreldra leikskólabarna.

  1. Almenn erindi

    • 1808352 – Leikskólamál í Suðurbæ

      10. liður úr dagskrá umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 7. nóvember 2018.

      Lögð fram bókun fræðsluráðs frá 29. október sl. þar sem óskað er eftir því við Umhverfis- og framkvæmdarráð að ráðist verði í kostnaðargreiningu og undirbúning að viðbyggingu tveggja leikskóladeilda við Smáralund. Vinna við undirbúning færi fram á árinu 2019 og stefnt yrði að því að framkvæmdir hæfust árið 2020.

      Fjárhagsáætlun 2019 er í vinnslu og þar er gert ráð fyrir fjármagni til undirbúnings viðbyggingu við Smáralund.

      Fulltrúi Samfylkingarinnar Friðþjófur Helgi Karlsson óskar eftir því að eftirfarandi sé fært til bókar:
      Það voru vonbrigði að meirihluti bæjarstjórnar skyldi fella tillögu fulltrúa Samfylkingarinnar um uppbyggingu á leikskóla í Öldutúnsskólahverfinu þar sem þörfin fyrir leikskólapláss er mikil umfram það sem er í boði í hverfinu. Rúmlega 100 börn og foreldrar þeirra þurfa því áfram að leita út fyrir hverfið að þessari mikilvægu nærþjónustu.

      Fyrirspurn:
      Hvernig ætlar meirihlutinn að taka á offramboði leikskólaplássa í þeim hverfum bæjarins þar sem um slíkt er að ræða og ljóst er að þannig verði það til framtíðar?

      Umhverfis- og framkvæmdaráð vísar framkominni fyrirspurn til fræðsluráðs.

      17. liður úr fundargerð bæjarstjórnar frá 14. nóvember sl.
      Þar sem fallið hefur verið frá áformum um uppbyggingu leikskóla við Öldugötu og ljóst er að tveggja deilda viðbygging við Smáralund muni ekki svara þeim skorti sem er á leikskólaplássum í skólahverfi Öldutúnsskóla, leggja fulltrúar Samfylkingarinnar til að hafist verði handa við frekari uppbyggingu á leikskóla í hverfinu.

      Það er fyrirséð að með frekari áætlunum um lækkun á inntökualdri muni þörfin í hverfinu síst fara minnkandi og því mikilvægt að horfa til framtíðar og byggja upp þessa mikilvægu grunnþjónustu innan hverfisins með áherslu á að samnýta grunnstoðir leik- og grunnskóla, og draga þannig úr aðgreiningu milli skólastiga.

      Tillögunni er vísað til fræðsluráðs og umhverfis- og framkvæmdaráðs.

      7. liður úr fundargerð fræðsluráðs frá 21. nóvember sl.
      Fræðsluráð vísar fyrirliggjandi fyrirspurn til fræðslu- og frístundaþjónustu.

      Svar við fyrirspurn fulltrúa Samfylkingarinnar.

      Meirihluti fræðsluráðs telur að gott jafnvægi sé á framboði leikskólaplássa í Hafnarfirði. Unnið hefur verið markvist að því að auka rými starfsfólks og leikskólabarna og mun áfram verða unnið að því, en það var liður í bættum starfsaðstæðum starfsfólks leikskólanna sem starfshópur hefur unnið að. Enn á eftir að manna nokkur pláss í leikskólum bæjarins og er því ekki hægt að segja að um offramboð á rýmum sé í Hafnarfirði.
      Íbúaþróun bæjarins er hröð og taka þarf mið af henni, ný hverfi, Hraunin, Skarðshlíð og Hafnarsvæðið, eru að byggjast upp og enn önnur eru á byrjunarstigi, það er því mikilvægt að vera búin undir þá þróun.

    • 11023155 – Skólavogin

      Svar við fyrirspurn.

      Málið tekið til umræðu.

      Til máls tekur Sigurður Þ. Ragnarsson. Einnig tekur til máls Rósa Guðbjartsdóttir. Til andsvars kemur Sigurður Þ. Ragnarsson. Rósa Guðbjartsdóttir svarar andsvari.

      Til máls tekur Friðþjóur Helgi Karlsson. Til andsvars kemur Sigurður Þ. Ragnarsson.

      Sigurður Þ. Ragnarsson tekur til máls öðru sinni og leggur fram svohljóðandi bókun og fyrirspurn:

      ‘Fyrirspurn bæjarfulltrúa Miðflokksins, Sigurðar Þ. Ragnarssonar:
      Fyrir skömmu komu fram upplýsingar um að hlutfall réttindikennara í hafnfiskum skólum væri hvað lægst af sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu. Aðeins Seltjarnarnes fær lakari útkomu en Hafnarfjörður.

      Nú liggja fyrir nýjar upplýsingar úr starfsmannakönnun í skólum og sem fram koma í Skólavoginni, upplýsinga- og greiningakerfi fyrir sveitarfélög.

      Hafnarfjarðarbær fær nokkuð lakari útkomu í heild nú en þegar starfsmannakönnunin var gerð fyrir tveimur árum og er í hópi þeirra 25% sveitarfélaga sem eru með óhagstæðustu útkomuna í 18 af 25 matsþáttum. Lökust er útkoman hvað varðar vinnuaðstæður kennara, faglegan stuðning skólastjóra og valddreifingu við ákvarðanatöku. Niðurstöður kaflans um starfsumhverfi kennara eru mun lakari en fyrir tveimur árum og bærinn þar í öllum nema einum þætti í hópi þeirra 25% sveitarfélaga sem hafa hvað lakasta útkomu.

      Rétt er að geta að marktækur munur er þó milli hafnfirsku skólanna. Þannig koma Áslandsskóli, Skarðshlíðarskóli og Öldutúnskóli áberandi best út úr könnuninni.

      Spurningar:
      1. Telja skólayfirvöld að bregðast þurfi sérstaklega við þessum upplýsingum umfram það sem þegar hefur verið gert?
      2. Ef svo er, hvernig hyggast fræðsluyfirvöld bregðast við þessum upplýsingum til að snúa þessari þróun við?
      3. Telja fræðsluyfirvöld ástæðu til að bregðast skjótt við þessum niðurstöðum?

      Umræðum lokið.

      8. liður úr fundargerð fræðsluráðs frá 21. nóvember sl.
      Fræðsluráð vísar fyrirliggjandi fyrirspurn til fræðslu- og frístundaþjónustu

      Fræðsluráð þakkar fræðslu- og frístundaþjónustu svörin. Fræðslu- og frístundaþjónusta Hafnarfjarðar hefur markviss unnið að því að bæta og bregðast við þeim þáttum sem Skólavogin mældi og fagnar fræðsluráð þeim úrbótum sem nú þegar hefur verið ráðist í. Aðgerðir sem áður voru hafnar verða endurmetnar og brugðist verður við þeim ef á þarf að halda. Meirihluti fræðsluráðs þakkar starfsfólki grunnskólanna kennurum og stjórnendum fyrir þá vinnu sem lagt hefur verið í til að auka gæði og líðan bæði starfsfólks sem og nemenda í grunnskólum Hafnarfjarðar.

    • 1811357 – Ályktun málþings "Ekki barnið mitt"

      Lagður fram undirskriftarlisti frá málþingi foreldraráðs Hafnarfjarðar “Ekki barnið mitt”.

      Fræðsluráð þakkar Foreldraráði Hafnarfjarðar fyrir að standa fyrir málþingi um forvarnarmál í Hafnarfirði. Foreldraráði er einnig þakkað fyrir ályktun þá sem liggur undir málinu.
      Fræðsluráð samþykkir að skipaður verði starfshópur þar sem aðilar bæði frá foreldraráði Hafnarfjarðar og fagfólk sitji í. Megin markmið starfshópsins á að vera að draga upp yfirlit yfir helstu verkefni sem eru í gangi í dag, meta þau og skoða ásamt því að koma með hugmyndir að nýjum verkefnum og stuðla að því að Hafnarfjörður verði leiðandi í forvörnum fyrir ungmenni í Hafnarfirði.

    • 1811063 – Málefni Víðistaðaskóla í Engidal

      Lagt fram bréf skólaráðs Víðistaðskóla og starfstöðvarinnar í Engidal, dags. 30. október sl., um málefni Víðistaðaskóla í starfsstöðinni í Engidal.

      Fræðsluráð tekur undir að þörf sé að bæta við stöðu ritara og deildarstjóra við Engidalsskóla og er sú tilllaga í fjárhagsáætlun fyrir árið 2019. Þá leggur fræðsluráð til að fræðslu- og frístundaþjónusta skoði kostnað við að veita Engidalsskóla fullt sjálfstæði. Fræðsluráð óskar einnig eftir nánari upplýsingum sem kunna að gagnast ráðinu við að taka upplýsta ákvörðun um framhaldið.

    • 1811285 – Hjallastefnan, starf fyrir 5 ára börn

      Lagt fram bréf Hjallastefnunnar, dags. 13. nóvember sl., um starf fyrir 5 ára börn í Barnaskólanum í Hafnarfirði.

      Fræðsluráð samþykkir erindi Hjallastefnunnar um starf fyrir 5 ára börn í Barnaskóla Hjallastefnunnar. Í því felst að möguleikum og valkostum í skólastarfi í Hafnarfirði fjölgar og fjölbreytt skólastarf fær að þróast. Með þessari nýbreytni skapast einnig möguleikar á stækkun á leikskólasamningi milli Hafnarfjarðarbæjar og Hjallastefnunnar. Þannig verður hægt að tryggja að börn fædd í júní 2017 fái leikskólapláss frá 1. febrúar eins og áætlanir gerðu ráð fyrir. Leiðréttingartilllaga sem hér er lögð fram innifelur í sér að fjármagn sem áætlað hefur verið til að ná markmiðum um innritunaraldur, en í skoðun var að opna leikskóladeild Skarðshlíðarskóla á vorönn í því skyni, fari til stækkunar á leikskólasamningi sem hér um ræðir. Fræðslustjóra er falið að ganga frá samningi við Hjallastefnuna í samræmi við fyrirliggjandi minnisblað og vísa til samþykktar í bæjarstjórn.

    • 1810108 – Leikskólinn Skarðshlíð

      Tekin hefur verið ákvörðun um að hætta við ráðningu í starf leikskólastjóra í Skarðshlíðarleikskóla. Enginn umsækjandi uppfyllti að fullu þær kröfur sem gerðar eru til starfsins.

      Til kynningar.

    • 1806292 – Áslandsskóli ytra mat

      Lögð fram úttektarskýrsla og bréf frá MMS vegna ytra mats á Áslandsskóla haustið 2018.

      Lagt fram.

    • 1703309 – Grunnskólar, undanþágunefnd

      Lögð fram skýrsla undanþágunefndar grunnskóla fyrir skólaárið 2017-2018

      Lagt fram.

    • 1806324 – Stuðningur við ungt fólk í Hafnarfirði.

      Deildastjóri stoðþjónustu fræðslu- og frístundarþjónustu fer yfir sálfræðiþjónusta í leik- og grunnskólum.

      17. liður úr fundargerð bæjarsjórnar frá 14. nóvember sl.

      Á fyrsta fundi nýrrar bæjarstjórnar í júní sl. lögðu fulltrúar Samfylkingarinnar fram tillögu um stuðning við ungt fólk í Hafnarfirði sem m.a. tók til aukins aðgengis að sálfræðingum. Tillögunni sem slíkri var ekki vísað til fjárhagsáætlunar en gera má ráð fyrir að sú aukning sem fram kemur í áætluninni sé að einhverju leyti viðbrögð við henni. Við teljum hins vegar mikilvægt að gengið verði lengra og leggjum tillögu okkar því fram aftur með áskorun um að gera enn betur og taka einnig fyrir þann hluta sem varðar aðgengi að sálfræðiþjónustu í Ungmennahúsi fyrir ungmenni sem lokið hafa grunnskóla. Það er mikilvægt að tryggja aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu til að sinna þeim fjölmörgu aðkallandi verkefnum sem þarf að sinna m.a. hvað varðar greiningu á vanda, ráðgjöf, stuðningi og ekki síst forvörnum.

      Fulltrúar Samfylkingar taka undir bókun sem fulltrúar minnihlutaflokka í fræðsluráði lögðu fram undir umræðum um fjárhagsáætlun og leggja til fjölgun á stöðugildum sálfræðinga í grunnskólum Hafnarfjarðar umfram það sem kemur fram í fjárhagsáætlun sem og aðgengi að sálfræðiþjónustu fyrir 16-18 ára börn í Ungmennahúsi.

      9. liður úr fundargerð fræðsluráðs frá 21. nóvember sl.
      Fræðsluráð vísar umræðu um sálfræðinga í grunnskólum til næsta funda og óskar eftir frekari upplýsingum.

      Fræðsluráð vekur athygli á því að stöðugildum sálfræðinga hefur fjölgað á undanförnum árum eða úr 5,0 í 8,7 á nokkrum árum. Þjónusta við börn og fjölskyldur þeirra er í enn frekari skoðun út frá snemmtækri íhlutun og forvörnum. Brúin, samstarfsverkefni fræðslu? og frístundaþjónustu og fjölskylduþjónustu sem hrint var á laggirnar nú í vetur hefur farið af stað með nýja nálgun til að efla stuðning og þjónustu við börn í leik- og grunnskólum bæjarins þar sem markmiðið er að auka lífsgæði barna, unglinga og fjölskyldna þeirra.

      Meirihluti fræðsluráðs getur því ekki tekið undir tillögu minnihlutans um fjölgun á stöðugildum sálfræðinga í grunnskólum Hafnarfjarðar heldur lítur til hugmynda fagaðila á þessu sviði þar sem til að mynda er lögð áhersla á forvarnir og stuðning við nemendur og foreldra. Fjölmörg úrræði eru til staðar nú þegar og leggjum við áherslu á að efla þá vinnu enn frekar.

      Það sem að framan er talið sem og samvinna heilsugæslunnar þar sem sálfræðingar sinna meðferð fyrir börn teljum við farsælustu leiðina.

      Ungmennahús

      Fræðsluráð þakkar deildastjóra skólaþjónustu fyrir sína vinnu við að skoða útfærslu á aðkomu sálfræðinga í Ungmennahús. Fræðsluráð tekur undir hugmyndir deildastjóra að samið verði við sálfræðinga á stofum eða verktaka sem kæmi reglulega í Ungmennahús. Þá tekur fræðsluráð undir óskir deildastjóra að drög að verklagi og framhald verkefnisins sé unnið áfram með forstöðumanni Ungmennahúss sem og deildastjóra skólaþjónustu.

    • 1410618 – Dagforeldrar - leyfisbeiðnir

      Lögð fram beiðni um endurnýjun á starfsleyfi fyrir Hugrúnu Valdimarsdóttur.

      Samþykkt.

    • 1812051 – Uppbygging leikskóla í Öldutúnsskólahverfi

      7. liður úr fundargerð bæjarstjórnar frá 14. nóvember sl.
      Tillaga 7 – Uppbygging leikskóla í Öldutúnsskólahverfi

      Þar sem fallið hefur verið frá áformum um uppbyggingu leikskóla við Öldugötu og ljóst er að tveggja deilda viðbygging við Smáralund muni ekki svara þeim skorti sem er á leikskólaplássum í skólahverfi Öldutúnsskóla, leggja fulltrúar Samfylkingarinnar til að hafist verði handa við frekari uppbyggingu á leikskóla í hverfinu.

      Það er fyrirséð að með frekari áætlunum um lækkun á inntökualdri muni þörfin í hverfinu síst fara minnkandi og því mikilvægt að horfa til framtíðar og byggja upp þessa mikilvægu grunnþjónustu innan hverfisins með áherslu á að samnýta grunnstoðir leik- og grunnskóla, og draga þannig úr aðgreiningu milli skólastiga.

      Tillögunni er vísað til fræðsluráðs og umhverfis- og framkvæmdaráðs.

      Frestað til næsta fundar.

    • 1811288 – Stuðningur við ungt fólk, niðurgreiðsla á strætókortum

      7. liður úr fundargerð bæjarstjórnar frá 14. nóvember sl.
      Tillaga 4 – Stuðningur við ungt fólk, niðurgreiðsla á strætókortum

      Fulltrúar Samfylkingar ítreka og endurflytja tillögu sína um niðurgreiðslu á strætókortum fyrir börn að 18 ára aldri. Til að jafna og auðvelda aðgengi ungmenna að tómstundum leggjum við til að Hafnarfjarðarbær niðurgreiði strætókort fyrir börn að 18 ára aldri sem verði þeim að kostnaðarlausu. Þannig minnkum við líka skutl og styðjum við umhverfissjónarmið.
      Tillagan var áður flutt á fyrsta fundi bæjarstjórnar í júní sl. og hefur ekki hlotið afgreiðslu. Vísum við henni inn í frekari vinnu við fjárhagsáætlun.

      Tillögunni er vísað til fræðsluráðs.

      Fræðsluráð vísar tillögunni til seinni umræðu fjárhagsáætlunar í bæjarstjórn.

    • 1812064 – Hækkun á frístundastyrkjum

      7. liður úr fundargerð bæjarstjórnar frá 14. nóvember sl.
      Tillaga 5 – Hækkun á frístundastyrkjum

      Fulltrúar Samfylkingar leggja til að frístundastyrkir verði hækkaðir, amk til jafns við nágrannasveitarfélögin.

      Frístundastyrkir ættu að vera stolt okkar Hafnfirðinga og við eigum að leggja metnað okkar í að vera í forystu þegar kemur að því að jafna og auðvelda aðgengi barna og ungmenna að íþrótta- og tómstundastarfi.

      Tillögunni er vísað til fræðsluráðs.

      Fræðsluráð samþykkir einróma fyrir sitt leyti hækkun á frístundastyrkjum úr 4000 kr á mánuði í 4500 kr á mánuði og vísar til frekari afgreiðslu bæjarstjórnar. Með þessu er bæjarfélagið að koma enn frekar á móts við barnafjölskyldur í Hafnarfirði.

    • 1811013F – Íþrótta- og tómstundanefnd - 281

      Lögð fram fundargerð 281. fundar íþrótta- og tómstundanefndar.

      Lagt fram.

Ábendingagátt