Fræðsluráð

10. apríl 2019 kl. 14:00

í Krosseyri, Linnetsstíg 3

Fundur 414

Mætt til fundar

  • Kristín María Thoroddsen aðalmaður
  • Margrét Vala Marteinsdóttir aðalmaður
  • Bergur Þorri Benjamínsson aðalmaður
  • Sigrún Sverrisdóttir aðalmaður
  • Birgir Örn Guðjónsson aðalmaður
  • Vaka Ágústsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Hólmfríður Þórisdóttir Varaáheyrnarfulltrúi

Auk ofantalinna og undirritaðra sátu fundinn: Fanney D. Halldórsdóttir, sviðsstjóri, Hrund Apríl Guðmundsdóttir, aðstoðarmaður sviðsstjóra, Geir Bjarnason, íþrótta- og tómstundafulltrúi, Vigfús Hallgrímsson, þróunarfulltrúi grunnskóla, Jenný D. Gunnarsdóttir, þróunarfulltrúi leikskóla, María Pálmadóttir, áheyrnarfulltrúi skólastjórnenda grunnskóla, Sólveig Kristjánsdóttir, áheyrnarfulltrúi grunnskólakennara, Inga Líndal Finnbogadóttir, áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra og Áshildur Hlín Valtýsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskólabarna.

Ritari

  • Valgerður Sveinbjörnsdóttir ritari

Auk ofantalinna og undirritaðra sátu fundinn: Fanney D. Halldórsdóttir, sviðsstjóri, Hrund Apríl Guðmundsdóttir, aðstoðarmaður sviðsstjóra, Geir Bjarnason, íþrótta- og tómstundafulltrúi, Vigfús Hallgrímsson, þróunarfulltrúi grunnskóla, Jenný D. Gunnarsdóttir, þróunarfulltrúi leikskóla, María Pálmadóttir, áheyrnarfulltrúi skólastjórnenda grunnskóla, Sólveig Kristjánsdóttir, áheyrnarfulltrúi grunnskólakennara, Inga Líndal Finnbogadóttir, áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra og Áshildur Hlín Valtýsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskólabarna.

  1. Almenn erindi

    • 1904083 – Matarútboð skóla 2019

      Kynnt drög að útboðsgögnum fyrir útboð á matarþjónustu í leik- og grunnskólum frá hausti 2019

      Kynnt.

    • 1612120 – Barnvænt samfélag, vottun

      Lagt fram samkomulag UNICEF og Hafnarfjarðarbæjar um innleiðingu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.

      Fræðsluráð fagnar innleiðingu barnasáttmála sameinuðu þjóðanna í Hafnarfirði og því skrefi sem hefur tekið með samningi þessum í átt að barnvænna samfélagi.

    • 18129524 – Starfshópur um forvarnir

      Lagðar fram tvær fundagerðir starfshóps um forvarnir dags. 6. mars og 20. mars 2019

      Lagt fram.

    • 1804224 – Skóladagatöl 2019-2020

      Lögð fram skóladagatöl og umfjöllun skólaráða grunnskóla í Hafnarfirði fyrir skólaárið 2019-2020 til staðfestingar af fræðsluráði í samræmi við minnisblað sem kynnir öll gögn máls.

      Samþykkt. Skóladagatölin verða birt á heimasíðum skólanna.

    • 1804224 – Skóladagatöl 2019-2020

      Lögð fram skóladagatöl og staðfesting foreldraráða leikskóla fyrir skólaárið 2019-2020.

      Samþykkt. Skóladagatölin verða birt á heimasíðum skólanna.

    • 1903212 – Lögreglan og Hafnarfjarðarbær, samstarfsverkefni

      Lagt fram erindisbréf bakhóps samstarfs- og þróunarverkefnis lögreglu og Hafnarfjarðarbæjar

      Lagt fram.

    • 1904103 – Frístund á skipulagsdögum

      Lagt fram minnisblað um mögulegar leiðir sem hægt er að fara til að hafa frístund opna fyrir alla nemendur í 1. – 4. bekk grunnskólans fyrir hádegi á skipulagsdögum.

      Fræðsluráð samþykkir fyrir sitt leyti fyrirliggjandi drög og vísar til fræðslu og frístundaþjónustu til nánari útfærslu.

    • 1904104 – Lækjarskóli skólastjóri

      Skólastjóri Lækjarskóla hefur sagt starfi sínu lausu. Auglýst hefur verið eftir skólastóra frá 1. ágúst 2019

      Skólastjóri Lækjaraskóla hefur sagt starfi sínu lausu frá 1. ágúst 2019. Honum þökkuð störf í þágu skólastarfs í Hafnarfirði. Fræðslustjóra falið að ráð nýjan skólastjóra til starfa frá 1. ágúst nk.

    • 1904105 – Rafíþróttir

      Íþrótta- og tómstundafulltrúi kynnti rafíþróttir og þróunina í þeim heimi.

      Fræðsluráð samþykkir að vísa tillögu um rafíþróttir í Hafnarfirði til frekari útfærslu hjá fræðslu og frístundaþjónustu. Rafíþróttir eru vel þekktar á norðurlöndum en hafa rutt sér til rúms á Íslandi á síðastliðnum árum. Fræðsluráð telur því mikilvægt að skoða með hvaða hætti best er að bæta þeim við í þá flóru íþrótta sem eru nú þegar í Hafnarfirði.

      Samkvæmt rannsóknum er ljóst að ungt fólk einangrast oft á tíðum í tölvum sínum og umræðan verið frekar en ekki á neikvæðum nótum. Fræðsluráð telur því mikilvægt að koma á móts við væntingar ungs fólks til tölvunotkunar og því að keppa í tölvum, snúa þróuninni við og nýta tækifærin og tæknina í jávæða veru.

    • 1904106 – Lenging fæðingarorlofs

      Fæðingar- og foreldraorlof lengt í 12 mánaði.

      https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2019/03/23/Faedingar-og-foreldraorlof-lengt-i-12-manudi-samhlida-heildarendurskodun-laga/

      Lagt fram.

    • 1904107 – Leikskólar auglýsing eftir starfsmönnum

      Kynningarmyndband um starfsemi leikskóla í Hafnarfirði.
      https://www.facebook.com/hafnarfjardarbaer/videos/458218511656497/

      Kynnt.

    • 1904108 – Líkamsrækt bæjarstarfsmanna

      Lagt fram erindi frá stýrihópi um heilsubæinn Hafnarfjörð þar sem lagt er til hætt verði að bjóða starfsmönnum bæjarins upp á hálfsárs kort í sundlaugar bæjarins á 1000 kr. en bjóða þess í stað öllum starfsmönnum frítt í sundlaugar bæjarins til heilsueflingar.

      Fræðsluráð fagnar tillögu frá stýrihópi Heilsueflandi samfélags varðandi það að starfsmenn Hafnarfjarðarbæjar fái frítt í sund til heilsueflingar. Fræðsluráð sendir málið til frekari afgreiðslu bæjarráðs.

    • 1410618 – Dagforeldrar - leyfisbeiðnir

      Lögð fram beiðni um bráðabirgðastarfsleyfi til daggæslu í heimahúsi fyrir Svandísi Eddu Gunnarsdóttur

      Samþykkt.

    • 1803258 – Stytting vinnuvikunnar, erindi

      Lagt fram bréf hluta starfsmanna skrifstofu fræðslu- og frístundaþjónustu varðandi styttingu vinnuvikunnar.

      Erindinu vísað til bæjarráðs.

    Fundargerðir

    • 1903012F – Íþrótta- og tómstundanefnd - 287

      Lögð fram fundargerð 287. fundar íþrótta- og tómstundanefndar.

      Lagt fram.

    • 1903013F – Íþrótta- og tómstundanefnd - 288

      Lögð fram fundargerð 288. fundar íþrótta- og tómstundanefndar.

      Lagt fram.

Ábendingagátt