Fræðsluráð

4. desember 2019 kl. 14:00

í Krosseyri, Linnetsstíg 3

Fundur 429

Mætt til fundar

  • Kristín María Thoroddsen formaður
  • Margrét Vala Marteinsdóttir varaformaður
  • Bergur Þorri Benjamínsson aðalmaður
  • Bjarney Grendal Jóhannesdóttir aðalmaður
  • Auðbjörg Ólafsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Birgir Örn Guðjónsson áheyrnarfulltrúi

Auk ofantalinna og undirritaðra sátu fundinn: Fanney D. Halldórsdóttir, sviðsstjóri, Hrund Apríl Guðmundsdóttir, aðstoðarmaður sviðsstjóra, Geir Bjarnason, íþrótta- og tómstundafulltrúi, Vigfús Hallgrímsson, þróunarfulltrúi grunnskóla, Leifur Garðarsson, áheyrnarfulltrúi skólastjórnenda grunnskóla, Kristín Guðnadóttir, áheyrnarfulltrúi grunnskólakennara, Lilja Kolbrún Steinþórsdóttir, áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra, Ólöf Karla Þórisdóttir, áheyrnarfulltrúi starfsfólks leikskóla, Ilmur Dögg Níelsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskólabarna og Tryggvi Rafnsson áheyrnarfulltrúi foreldra leikskólabarna.

Ritari

  • Valgerður Sveinbjörnsdóttir ritari

Auk ofantalinna og undirritaðra sátu fundinn: Fanney D. Halldórsdóttir, sviðsstjóri, Hrund Apríl Guðmundsdóttir, aðstoðarmaður sviðsstjóra, Geir Bjarnason, íþrótta- og tómstundafulltrúi, Vigfús Hallgrímsson, þróunarfulltrúi grunnskóla, Leifur Garðarsson, áheyrnarfulltrúi skólastjórnenda grunnskóla, Kristín Guðnadóttir, áheyrnarfulltrúi grunnskólakennara, Lilja Kolbrún Steinþórsdóttir, áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra, Ólöf Karla Þórisdóttir, áheyrnarfulltrúi starfsfólks leikskóla, Ilmur Dögg Níelsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskólabarna og Tryggvi Rafnsson áheyrnarfulltrúi foreldra leikskólabarna.

  1. Almenn erindi

    • 1601445 – Landspítali, rannsókn

      Lagt fram bréf dags. 27. nóv. sl. frá Landsspítala Háskólasjúkrahúsi þar sem farið er fram á heimild til að endurtaka rannsókn í fimm leikskólum Hafnarfjarðar um útbreiðslu ónæmra bakería. Leyfi Vísindasiðanefndar liggur fyrir og rannsóknin hefur verið tilkynnt til Persónuverndar.

      Samþykkt.

    • 1910114 – Blakfélag Hafnarfjarðar, ósk um samstarf

      Lögð fram drög að samningi við Blakfélag Hafnarfjarðar til samþykktar.

      Fræðsluráð samþykkir fyrir sitt leyti þjónustusamning milli Blakfélags Hafnarfjarðar og Hafnarfjarðarbæjar og vísar til frekari samþykkis í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Fræðsluráð fagnar því að enn bætist við fjölbreytni til íþróttaiðkunar í sveitarfélaginu.

    • 1811277 – Menntastefna

      Fundagerðir starfshóps um menntastefnu lagðar fram ásamt kynningu á vinnunni.

      Lagt fram.

    • 1911006F – Íþrótta- og tómstundanefnd - 302

      Lögð fram fundargerð 302. fundar íþrótta- og tómstundanefndar.

    • 1902408 – Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2020 og 2021-2023

      Deildastjóri skólaþjónustu kynnir minnisblað um stöðu mála gagnvart sérfræðiþjónustu og stöðugildi sálfræðinga á sviðinu.

      Íbúaþróun og staða leikskólamála í Hafnarfirði, kynnt og lögð fram.

      Tillögur Viðreisnar vegna vinnu við fjárhagsáætlun Hafnarfjarðar:

      Finnum leiðir til að auka við sálfræðiþjónustu við börn og unglinga um eitt stöðugildi

      Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Framsóknar og óháðra og Miðflokks leggja fram sameiginlega bókun:
      Lögð er áhersla á mikilvægi þess að vinna að fjölbreyttum gagnreyndum leiðum fyrir börn og foreldra. Mikil og góð vinna er bæði á mennta- og lýðheilsusviði sem og fjölskyldusviði þegar kemur að þjónustu við börn og ungmenni. Lögð hefur verið áhersla á snemmtæka íhlutun og forvarnir þar sem Brúin skipar stórt hlutverk ásamt þeim úrræðum sem bent er á meðfylgjandi minnisblaði.
      Undirrituð getum því ekki tekið undir tillögu fulltrúa Viðreisnar um fjölgun á stöðugildum sálfræðinga í grunnskólum Hafnarfjarðar frekar en gert var fyrir ári síðan, heldur lítur til hugmynda fagaðila á þessu sviði, eins og gert var þá einnig, þar sem lögð er áhersla á forvarnir og stuðning við nemendur og foreldra og endurtekur því eftirfarandi: Fjölmörg úrræði eru til staðar nú þegar og leggjum við áherslu á að efla þá vinnu enn frekar. Það sem að framan er talið sem og samvinna heilsugæslunnar þar sem sálfræðingar sinna meðferð fyrir börn teljum við farsælustu leiðina. Deildarstjóri stoðþjónustu leggur áherslu á það í minnisblaði sínu að sálfræðingar einir og sér séu ekki svarið við þeirri þjónustu sem veita þarf inn í skólakerfið heldur þurfi að styrkja foreldra og skólana í snemmtækri nálgun með samvinnu allra sérfræðinga innan kerfisins.

      Fulltrúi Viðreisnar lagði fram eftirfarandi bókun:
      Við hörmum þá ákvörðun að ekki hafi verið gert ráð fyrir stöðugildi sálfræðings fyrir hvern skóla Hafnarfjarðar, inn í fjárhagsáætlun fræðslu- og frístundaþjónustu fyrir fjárhagsárið 2020.
      Teljum við mikilvægt að tryggt verði aðgengi að geðheilbriðgðisþjónstu innan veggja skólanna til að sinna þeim fjölmörgu og áríðandi verkefnum sem þar þarf að vinna. Felst sú vinna m.a. í greiningu á vanda barna, ráðgjöf til foreldra og starfsfólks, stuðningsviðtöl við börn og annarskonar forvarnir.
      Að mati okkar er það fyrirkomulag að bæta við einum sálfræðing í fullt starf í hvern grunnskóla, ekki of dýrt þegar litið er til þeirra hagsmuna sem þar eru undir.
      Þurfum við öll að bera ábyrgð á efla allt geðheilbrigði innan skóla Hafnarfjarðarbæjar. Þá fyrst verður hægt að standa við loforð nánast allra flokka um snemmtæka íhlutun. Skorum við því á bæjaryfirvöld að breyta afstöðu sinni í þessu máli.

      Á fundi bæjarstjórnar þ. 13.nóvember sl. var eftirfarandi tekið fyrir:

      Tillaga 5 – Uppbygging leikskóla í Öldutúnsskólahverfi
      Fulltrúar Samfylkingarinnar telja að næstu framkvæmdir við fjölgun leikskólaplássa eigi að vera í Öldutúnsskólahverfi. Við teljum það ekki rétta forgangsröðun að fjölga plássum í Norðurbænum þar sem nú þegar eru of mörg pláss miðað við fjölda barna, á meðan pláss vantar í Öldutúnsskólahverfi. Leikskólaþjónusta á að vera nærþjónusta og styðja þannig við hugmyndir um þéttingu byggðar og umhverfissjónarmið. Fulltrúar Samfylkingarinnar leggja því til að fallið verði frá því að fjölga vistunarplássum á Hjalla og þess í stað hafinn undirbúningur að uppbyggingu á leikskóla í Öldutúnsskólahverfi.
      Tillagan verði tekin til umfjöllunar í fræðsluráði.

      Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Framsóknar og óháðra og Miðflokksins fallast ekki á tillögu fulltrúa Samfylkingarinnar um að segja upp samning við Hjalla og minna á að fyrir liggur samþykkt um viðbyggingu við Smáralund sem rúmar tvær leikskóladeildir. Síðasta sumar var færanlegri stofu, tímabundið, bætt við Smáralund en hún rúmar 18 – 22 börn. Gerður var samningur við Hjallastefnuna um rekstur einnar deildar á síðasta ári sem verður hluti af samningi við leikskóla Hjallastefnunnar og hefur sá samningur mælst vel fyrir. Með þessum aðgerðum teljum við að verið sé að fram töluverðri samnýtingu á innviðum og þannig hagræðingu.

Ábendingagátt