Fræðsluráð

15. janúar 2020 kl. 14:00

í Krosseyri, Linnetsstíg 3

Fundur 431

Mætt til fundar

  • Kristín María Thoroddsen formaður
  • Margrét Vala Marteinsdóttir varaformaður
  • Bergur Þorri Benjamínsson aðalmaður
  • Sigrún Sverrisdóttir aðalmaður
  • Bjarney Grendal Jóhannesdóttir aðalmaður
  • Auðbjörg Ólafsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Birgir Örn Guðjónsson áheyrnarfulltrúi

Auk ofantalinna og undirritaðra sátu fundinn:Hrund Apríl Guðmundsdóttir, aðstoðarmaður sviðsstjóra, Geir Bjarnason, íþrótta- og tómstundafulltrúi, Vigfús Hallgrímsson, þróunarfulltrúi grunnskóla, Leifur Garðarsson, áheyrnarfulltrúi skólastjórnenda grunnskóla, Kristín Guðnadóttir, áheyrnarfulltrúi grunnskólakennara, Lilja Kolbrún Steinþórsdóttir, áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra, Ólöf Karla Þórisdóttir, áheyrnarfulltrúi starfsfólks leikskóla, Óskar Hafnfjörð Gunnarsson, áheyrnarfulltrúi foreldra leikskólabarna og Ilmur Dögg Níelsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskólabarna .

Ritari

  • Vigfús Hallgrímsson þróunarfulltrúi grunnskóla

Auk ofantalinna og undirritaðra sátu fundinn:Hrund Apríl Guðmundsdóttir, aðstoðarmaður sviðsstjóra, Geir Bjarnason, íþrótta- og tómstundafulltrúi, Vigfús Hallgrímsson, þróunarfulltrúi grunnskóla, Leifur Garðarsson, áheyrnarfulltrúi skólastjórnenda grunnskóla, Kristín Guðnadóttir, áheyrnarfulltrúi grunnskólakennara, Lilja Kolbrún Steinþórsdóttir, áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra, Ólöf Karla Þórisdóttir, áheyrnarfulltrúi starfsfólks leikskóla, Óskar Hafnfjörð Gunnarsson, áheyrnarfulltrúi foreldra leikskólabarna og Ilmur Dögg Níelsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskólabarna .

  1. Almenn erindi

    • 1912380 – Ályktun um starfsumhverfi leikskólakennara

      Lögð fram ályktun frá sameiginlegum fundi Félags leikskólakennara og Félags stjórnenda leikskóla um að bæta starfsaðstæður leikskólakennara, samræma starfskjör, fjölga undirbúningstímum og samræma starfs- og vinnutíma kennara þvert á skólastig.

      Lagt fram.

    • 1902128 – Skóladagatöl 2020-2021

      Grunnskóladagatöl leik- og grunnskóla 2020-2021 til umræðu.

      Drög að grunndagatali fyrir leikskóla og leikskóla fer í vinnslu á sviðinu og verður lagt fram á næstu fundum.

      Foreldraráð grunnskólabarna vill koma eftirfarandi bókun á framfæri í tengslum við umræðu um skóladagatal:
      “Foreldraráð grunnskólabarna telur mikilvægt að kannað verði meðal foreldra afstaða þeirra til mismunandi útfærslna á vetrarfríum, t.d. vikufrí, óbreytt og aðra möguleika. Með öðrum orðum; að vetrafrí séu í stöðugri skoðun og öll sjónarmið liggi fyrir varðandi hvaða möguleikar nýtast fjölskyldum best. Um langt skeið hafa vetrarfrí verið bæði vor- og haustön í 2-3 daga, en það er hægt að fara margar aðrir leiðir hvað það varðar og kanna afstöðu foreldra til þess.?
      Ilmur Dögg Níelsdóttir

    • 1710533 – Skólavogin leikskólar

      Þróunarfulltrúi grunnskóla, f.h. þróunarfulltrúa leikskóla, fór yfir niðurstöður.

      Þakkað fyrir kynninguna.

      Bókun frá fulltrúa Samfylkingar.
      Samfylkingin telur afar mikilvægt að fyrirkomulagi kannana fyrir skólamál í Hafnarfirði hvort sem um er að ræða leik- eða grunnskóla verði breytt á þann hátt að allir skólar sem bærinn tekur þátt í að niðurgreiða taki þátt í slíkum könnunum þannig að hægt sé að fá heildrænana samanburð á skólastarfi í Hafnarfirði

    • 11023155 – Skólavogin

      Þróunarfulltrúi grunnskóla fór yfir niðurstöður.

      Þakkað fyrir kynninguna.

      Bókun frá fulltrúa Samfylkingar.
      Samfylkingin telur afar mikilvægt að fyrirkomulagi kannana fyrir skólamál í Hafnarfirði hvort sem um er að ræða leik- eða grunnskóla verði breytt á þann hátt að allir skólar sem bærinn tekur þátt í að niðurgreiða taki þátt í slíkum könnunum þannig að hægt sé að fá heildrænana samanburð á skólastarfi í Hafnarfirði

    • 1806324 – Stuðningur við ungt fólk í Hafnarfirði.

      Lagt fram minnisblað frá verkefnastjóra ungmennahúss um nýtingu og gagnsemi af sálfræðiþjónustu í gegnum Kara connect í Ungmennahúsinu.

      Fræðsluráð þakkar forstöðumanni Hamarsins fyrir samantektina.

Ábendingagátt