Fræðsluráð

29. janúar 2020 kl. 14:00

í Krosseyri, Linnetsstíg 3

Fundur 432

Mætt til fundar

  • Kristín María Thoroddsen formaður
  • Margrét Vala Marteinsdóttir varaformaður
  • Bergur Þorri Benjamínsson aðalmaður
  • Sigrún Sverrisdóttir aðalmaður
  • Bjarney Grendal Jóhannesdóttir aðalmaður
  • Birgir Örn Guðjónsson áheyrnarfulltrúi

Auk ofantalinna og undirritaðra sátu fundinn: Hrund Apríl Guðmundsdóttir, aðstoðarmaður sviðsstjóra, Geir Bjarnason, íþrótta- og tómstundafulltrúi, Vigfús Hallgrímsson, þróunarfulltrúi grunnskóla, Jenný D. Gunnarsdóttir, þróunarfulltrúi leikskóla, Leifur Garðarsson, áheyrnarfulltrúi skólastjóra grunnskóla, Kristín Guðnadóttir, áheyrnarfulltrúi grunnskólakennara, Lilja Kolbrún Steinþórsdóttir, áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra, Ólöf Karla Þórisdóttir, áheyrnarfulltrúi starfsfólks leikskóla, Ilmur Dögg Níelsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskólabarna og Óskar Hafnfjörð Gunnarsson áheyrnarfulltrúi foreldra leikskólabarna.

Ritari

  • Valgerður Sveinbjörnsdóttir ritari

Auk ofantalinna og undirritaðra sátu fundinn: Hrund Apríl Guðmundsdóttir, aðstoðarmaður sviðsstjóra, Geir Bjarnason, íþrótta- og tómstundafulltrúi, Vigfús Hallgrímsson, þróunarfulltrúi grunnskóla, Jenný D. Gunnarsdóttir, þróunarfulltrúi leikskóla, Leifur Garðarsson, áheyrnarfulltrúi skólastjóra grunnskóla, Kristín Guðnadóttir, áheyrnarfulltrúi grunnskólakennara, Lilja Kolbrún Steinþórsdóttir, áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra, Ólöf Karla Þórisdóttir, áheyrnarfulltrúi starfsfólks leikskóla, Ilmur Dögg Níelsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskólabarna og Óskar Hafnfjörð Gunnarsson áheyrnarfulltrúi foreldra leikskólabarna.

  1. Almenn erindi

    • 1806149 – Ráð og nefndir 2018-2022, kosningar

      1. liður úr fundargerð bæjarstjórnar 22. jan. sl.
      Breyting á varamanni í fræðsluráði: Út fer Vaka Ágústsdóttir, Stuðlabergi 80 og inn kemur í hennar stað Karólína Helga Símonardóttir, Hlíðarbraut 5. Samþykkt samhljóða.
      Til kynningar.

      Lagt fram.

    • 1502396 – Bættur námsárangur

      Verkefnastjóri lestrarstefnu Hafnarfjarðar, Lestur er lífsins leikur, fer yfir stöðu lestrarmála.

      Fræðsluráð þakkar Bjarteyju Sigurðardóttur verkefnastjóra læsisverefnisins Lestur er lífsins leikur fyrir yfirferð á mælingum og stöðu mála í læsismálum í hafnfirskum grunnskólum.

    • 1801612 – Stöðumat og íhlutun vegna nemenda af erlendum uppruna, þróunar- og samstarfsverkefni

      Kynning á stöðumati, þróunarverkefni tengdu móttöku nemenda af erlendu bergi.

      Fræðsluráð þakkar Kristrúnu Sigurjónsdóttur og Þórdísi Helgu Ólafsdóttur fyrir kynningu á Stöðumatinu. Fræðsluráð fagnar þýðingu matsins og þakkar starfsmönnum sviðsins fyrir áræðni og frumkvæði við þýðingu og útgáfu matsins í samvinnu við Reykjanesbæ og Árborg.

    • 1808075 – Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2019 og 2020-2022

      Yfirferð á 11 mánaða uppgjöri 2019.

      Til kynningar.

    • 2001364 – Erindi til fræðsluráðs

      Lagt fram bréf Einars S. Hálfdánarssonar, dags 13. janúar 2020.

      Fræðsluráð felur sviðsstjóra mennta- og lýðheilsusviðs að afla frekari upplýsinga.

    • 1902128 – Skóladagatöl 2020-2021

      Tillögur að skóladagatölum leik- og grunnskóla 2020-2021 lagðar fram.

      Fræðslustjóra falið að vinna málið áfram.

    • 2001416 – Samræmd könnunarpróf í 9. bekk 2020

      Lagður fram tölvupóstur frá Menntamálastofnun, dags 20. janúar 2020, til skólastjórnenda grunnskóla um dagsetninga og undirbúning samræmdra könnunarprófa í 9.bekk.

      Lagt fram.

    • 1811277 – Menntastefna

      Fundagerðir 4. og 5. fundar starfshóps um menntastefnu lagðar fram.

      Lagt fram.

    • 1804224 – Skóladagatöl 2019-2020

      Lagt fram bréf skólastjóra Öldutúnsskóla sl. varðandi breytingu á skóladagatali ásamt samþykkt skólaráðs og minnisblaði.

      Samþykkt.

    • 1901298 – Vinnuskóli 2019

      Samstarfshópur starfsmanna mennta- og lýðheilsusviðs og umhverfis- og skipulagssvið um þróun vinnuskóla Hafnarfjarðar settur af stað.

      Lagt fram.

    • 1905382 – Frístundaakstur haustið 2019

      Samningur um skólaakstur og frístundabílinn rann út um síðustu áramót. Sviðsstjóra verði falið að vinna að útboði.

      Fræðsluráð felur sviðsstjóra mennta- og lýðheilsusviðs að undirbúa og vinna útboðsgögn fyrir frístundaaksturinn ásamt því að segja upp gildandi samningi.

    • 2001450 – Skipulag dimbilviku í leikskólum Hafnarfjarðar

      Tillaga um að foreldrum gefist kostur á að hafa börn sín heima í dymbilviku og leikskólagjöld falli niður þá daga sem barnið sækir ekki leikskóla, lögð fram.

      Fræðsluráð samþykkir að foreldrar skrái sérstaklega þau börn sem nýta sér þjónustu leikskóla Hafnarfjarðar í dimbilviku, líkt og gert er milli jóla og nýárs. Gjald verður ekki tekið fyrir þá daga sem barnið er í fríi á þessum dögum.

      Við það að fá skráninguna er hægt að áætla betur starfsmannaþörf á umræddum dögum, koma í veg fyrir matarsóun og lækka kostnað þeirra barnafjölskyldna sem eru ekki að nýta sér þjónustu leikskólanna á þessum dögum. Sviðsstjóra mennta- og lýðheilsusviðs falið að fylgja bókuninni eftir.

    • 1904394 – Stytting viðveru leikskólabarna

      Lagður fram tölvupóstur frá Hildi Björk Pálsdóttur varðandi styttingu viðveru leikskólabarna.

      Lagt fram.

    Fundargerðir

    • 1912019F – Íþrótta- og tómstundanefnd - 305

      Lögð fram fundargerð 305. fundar íþrótta- og tómstundanefndar.

Ábendingagátt