Fræðsluráð

25. mars 2020 kl. 14:00

í Krosseyri, Linnetsstíg 3

Fundur 436

Mætt til fundar

  • Kristín María Thoroddsen formaður
  • Margrét Vala Marteinsdóttir varaformaður
  • Bergur Þorri Benjamínsson aðalmaður
  • Sigrún Sverrisdóttir aðalmaður
  • Bjarney Grendal Jóhannesdóttir aðalmaður
  • Auðbjörg Ólafsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Birgir Örn Guðjónsson áheyrnarfulltrúi

Auk ofantalinna og undirritaðra sátu fundinn: Fanney D. Halldórsdóttir, sviðsstjóri, Hrund Apríl Guðmundsdóttir, aðstoðarmaður sviðsstjóra, Geir Bjarnason, íþrótta- og tómstundafulltrúi, Vigfús Hallgrímsson, þróunarfulltrúi grunnskóla, Jenný D. Gunnarsdóttir, þróunarfulltrúi leikskóla, Leifur Garðarsson, áheyrnarfulltrúi skólastjóra grunnskóla, Kristín Guðnadóttir, áheyrnarfulltrúi grunnskólakennara, Lilja Kolbrún Steinþórsdóttir, áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra, Ólöf Karla Þórisdóttir, áheyrnarfulltrúi starfsfólks leikskóla og Ilmur Dögg Níelsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskólabarna.

Ritari

  • Vigfús Hallgrímsson þróunarfulltrúi grunnskóla

Auk ofantalinna og undirritaðra sátu fundinn: Fanney D. Halldórsdóttir, sviðsstjóri, Hrund Apríl Guðmundsdóttir, aðstoðarmaður sviðsstjóra, Geir Bjarnason, íþrótta- og tómstundafulltrúi, Vigfús Hallgrímsson, þróunarfulltrúi grunnskóla, Jenný D. Gunnarsdóttir, þróunarfulltrúi leikskóla, Leifur Garðarsson, áheyrnarfulltrúi skólastjóra grunnskóla, Kristín Guðnadóttir, áheyrnarfulltrúi grunnskólakennara, Lilja Kolbrún Steinþórsdóttir, áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra, Ólöf Karla Þórisdóttir, áheyrnarfulltrúi starfsfólks leikskóla og Ilmur Dögg Níelsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskólabarna.

  1. Almenn erindi

    • 2002067 – Viðbragðsáætlun Kórónaveiran

      Kynning á aðgerðum mennta- og lýðheilsusvið í samkomubanni.

      Fræðsluráð vill koma þakklæti til starfsfólks mennta- og lýðheilsusviðs, starfsfólks í leikskólum, grunnskólum, frístundarheimilum og Tónlistarskóla Hafnarfjarðar. Hafnarfjörður býr í öruggu og góðu samfélagi vegna þeirrar faglegu vinnu sem hefur verið að hávegi höfð við skipulagningu á skólastarfi á þessum krefjandi tímum.

      Óskað var eftir að fá að birta sérstaklega ferskeytlur sem voru lesnar upp á fundinum:

      Þramma ég um þrönga ganga
      þeir af hreinsiefnum anga.
      Einbeittur ég geng um gólf
      svo álpist ekki í vitlaust hólf.

      Fyrsta vikan, framar vonum
      vel hún gekk í bæ við fjörð.
      Færri karlar en fullt af konum
      frábærlega standa vörð.

      Um börn og starfsfólk vörð við stöndum
      saman tökum báðum höndum.
      Senn mun skína á bæ og ból
      sem bjartsýnn horfir móti sól.
      (LSG mars 2020)

    • 2003084 – Menntastefna 2030 drög að tillögu til þingsályktunar

      Lögð fram umsögn menntayfirvalda Hafnarfjarðarbæjar um tillögu til þingsályktunar um menntastefnu til ársins 2030.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1802033 – Hraun vestur, aðalskipulagsbreyting

      Umsögn skrifstofu mennta- og lýðheilsusviðs lögð fram.

      Lagt fram.

      Fulltrúi Samfylkingar tekur undir með umsögn íþrótta- og tómstundanefndar varðandi það að tryggja opin almenningsrými í hverfinu og gott aðgengi að útivistarsvæðum. Jafnframt er nauðsynlegt að ráðist verði í uppbyggingu leik- og grunnskóla á sama tíma og hverfið byggist upp. Það er ein af grundvallarforsendunum fyrir því að hverfið standi undir nafni sem 5 mínútna hverfi og afar mikilvægt er að huga að þessari mikilvægu grunnþjónustu strax á fyrstu stigum uppbyggingar í hverfinu.
      Sigrún Sverrisdóttir

    • 2003241 – Dagforeldri, starfsleyfi

      Lögð fram beiðni um endurnýjun starfsleyfis fyrir Steinþóru Þorsteinsdóttur.

      Samþykkt.

    • 2003464 – Dagforeldri, starfsleyfi

      Lögð fram umsókn um starfsleyfi til daggæslu í heimahúsi fyrir Línu Guðnadóttur.

      Samþykkt.

    • 2002019F – Íþrótta- og tómstundanefnd - 309

      Lögð fram fundargerð 309. fundar íþrótta- og tómstundanefndar.

      Lagt fram.

Ábendingagátt