Fræðsluráð

22. apríl 2020 kl. 14:00

á fjarfundi

Fundur 439

Mætt til fundar

  • Kristín María Thoroddsen formaður
  • Margrét Vala Marteinsdóttir varaformaður
  • Bergur Þorri Benjamínsson aðalmaður
  • Sigrún Sverrisdóttir aðalmaður
  • Bjarney Grendal Jóhannesdóttir aðalmaður
  • Auðbjörg Ólafsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Birgir Örn Guðjónsson áheyrnarfulltrúi

Auk ofantalinna og undirritaðra sátu fundinn: Fanney D. Halldórsdóttir, sviðsstjóri, Hrund Apríl Guðmundsdóttir, aðstoðarmaður sviðsstjóra, Geir Bjarnason, íþrótta- og tómstundafulltrúi, Vigfús Hallgrímsson, þróunarfulltrúi grunnskóla, Jenný D. Gunnarsdóttir, þróunarfulltrúi leikskóla, Leifur Garðarsson, áheyrnarfulltrúi skólastjóra grunnskóla, Kristín Guðnadóttir, áheyrnarfulltrúi grunnskólakennara, Lilja Kolbrún Steinþórsdóttir, áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra, Ólöf Karla Þórisdóttir, áheyrnarfulltrúi starfsfólks leikskóla og Óskar Hafnfjörð Gunnarsson áheyrnarfulltrúi foreldra leikskólabarna.

Ritari

  • Valgerður Sveinbjörnsdóttir ritari

Auk ofantalinna og undirritaðra sátu fundinn: Fanney D. Halldórsdóttir, sviðsstjóri, Hrund Apríl Guðmundsdóttir, aðstoðarmaður sviðsstjóra, Geir Bjarnason, íþrótta- og tómstundafulltrúi, Vigfús Hallgrímsson, þróunarfulltrúi grunnskóla, Jenný D. Gunnarsdóttir, þróunarfulltrúi leikskóla, Leifur Garðarsson, áheyrnarfulltrúi skólastjóra grunnskóla, Kristín Guðnadóttir, áheyrnarfulltrúi grunnskólakennara, Lilja Kolbrún Steinþórsdóttir, áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra, Ólöf Karla Þórisdóttir, áheyrnarfulltrúi starfsfólks leikskóla og Óskar Hafnfjörð Gunnarsson áheyrnarfulltrúi foreldra leikskólabarna.

  1. Almenn erindi

    • 2003508 – Covid 19, aðgerðaráætlun

      Kynning á aðhaldsaðgerðum sviðsins.

      Fræðsluráð vísar meðfylgjandi tillögum um aðhald í rekstri til afgreiðslu á aukafundi ráðsins þann 29. apríl. Fræðsluráð leggur áherslu á að þær aðhaldsaðgerðir sem farið verði í af hálfu sviðssins feli ekki í sér uppsagnir starfsmanna á mennta- og lýðheilsusvið. Fræðsluráð leggur einnig áherslu á að stuðlað verði að nýsköpun og að óskað verður meðal annars sérstaklega eftir hugmyndum frá fagfólki sviðsins til að skapa störf og verkefni á tímum samdráttar til að draga eins og kostur er úr áhrifum niðursveiflu í kjölfar Covid 19.

      Fræðsluráð sendir jafnframt frá sér eftirfarandi bókun:

      Fræðsluráð leggur áherslu á að horft verði áfram til snemmtækrar íhlutunar og markmiða Brúarinnar um samþætta þjónustu við börn og fjölskyldur í bæjarfélaginu þar sem brugðist er við með snemmbærri þjónustu með viðeigandi samþættum hætti. Verklag Brúarinnar hefur sannað sig sem skilvirk leið til að mæta þessum þörfum og er því mikilvægt í kjölfar fordæmalausra tíma. Standa þarf vörð um það verklag og styrkja enn frekar.

      Einnig leggur fræðsluráð áherslu á mikilvægi áframhaldandi samvinnu Hafnarfjarðar við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu tengt þróunarverkefninu “Þorpið”. Verkefnið hefur reynst mjög vel og mikilvægt er að því starfi verði haldið áfram. Verklagið svarar þörfum um samvirkni kerfa og þverfaglega samvinnu innan þeirra og milli þeirra. Í kjölfar covit-19 er enn frekar þörf á að styrkja og þróa þetta vinnulag.
      Mikið og gott samstarf lögreglunnar við skólaþjónustu, barnavernd, félagsþjónustu og önnur svið og stofnanir sveitafélagsins eru lykilatriði þegar kemur að forvörnum og vernd viðkvæmra hópa eins og barna og ungmenna. Það eykur skilvirkni í vinnslu mála, eykur öryggi, stuðlar að minnkun skemmdaverka og bætir þjónustu við íbúa sveitafélagsins m.a. með samræmingu verkferla og bættu aðgengi að lögreglu.

      Fræðsluráð leggur áherslu á að þessi verkefni fái brautargengi í því ástandi sem við erum að stíga út úr. Verklag þessara þróunarvinnu, Brúarinnar og Þorpsins er í takti við þær leiðir sem mikilvægt er að horfa til á tímum sem þessum.

      Fræðsluráð leggur áherslu á að þær aðhaldsaðgerðir sem farið verði í af hálfu sviðssins feli ekki í sér uppsagnir starfsmanna á mennta- og lýðheilsusvið. Fræðsluráð leggur einnig áherslu á að stuðlað verði að nýsköpun og að óskað verður meðal annars sérstaklega eftir hugmyndum frá fagfólki sviðsins til að skapa störf og verkefni á tímum samdráttar til að draga eins og kostur er úr áhrifum niðursveiflu í kjölfar Covid 19.

      Að lokum vill fræðsluráð skora á Lögreglu höfuðborgarsvæðisins að hverfa frá ákvörðun sinni um að segja upp samningi milli Hafnarfjarðarbæjar og lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og framlengja tilraunaverkefnið um ár og taka þannig þátt í að stuðla að bættum hag barna og standa vörð um Þorpið og þau verkefni sem Þorpið vinnur nú að.

    • 1902478 – Ósk um viðbótarrými vegna frístundaheimilis Öldusels

      Erindi frá Öldutúnsskóla tekið fyrir að nýju

      Fræðsluráð vísar ítrekaðri ósk skólastjóra Öldutúnskóla um úrbætur á húsnæðismálum frístundar til umhverfis- og skipulagssviðs. Fræðsluráð leggur áherslu á að lausn verði fundin á húsnæðisvanda frístundarinnar í samvinnu við skólastjórnendur svo starf frístundar geti hafist með eðlilegum hætti í upphafi skólans haustið 2020.

      Fulltrúi Samfykingarinnar lagði fram eftirfarandi bókun;
      Fulltrúi Samfylkingar vill hvetja til þess að farið verði í það sem allra fyrst að skoða varanlegar lausnir varðandi húsnæði fyrir Öldutúnsskóla og hvetur jafnframt til þess að samhliða verði stigin skref til þess að fjölga leikskólaplássum í hverfinu sem einnig er mikil þörf á.

    • 1901298 – Vinnuskóli 2019

      Rekstrarstjóri ÍTH kynnir, fyrir hönd samstarfshóps um Vinnuskóla Hafnarfjarðar, tillögur úr skýrslu hópsins um nýjar áherslur Vinnuskólans.

      Fræðsluráð þakkar fyrir kynninguna. Fræðsluráð leggur áherslu á mikilvægi starfssemi vinnuskólans og þá sér í lagi þegar atvinnuástand er líkt og nú. Mikilvægt er að fjölbreytt störf séu í boði fyrir ungt fólk og að Hafnarfjarðarbær stuðli að fjölbreyttum störfum og uppbyggilegu starfi fyrir alla þá sem hyggjast sækja um starf í vinnuskólanum. Fjölmargar hugmyndir og tillögur koma fram í skýrslu starfshóps sem við leggjum til að verði skoðaðar sérstaklega með tilliti til nýsköpunar fyrir ungt folk og frumkvöðla eins og er ávarpað í aðgerðaráætlun bæjarstjórnar Hafnarfjarðar vegan Covid 19 faraldursins.

    • 2004005F – Íþrótta- og tómstundanefnd - 311

      Lögð fram fundargerð 311. fundar íþrótta- og tómstundanefndar.

Ábendingagátt