Fræðsluráð

6. maí 2020 kl. 14:00

í Hafnarborg

Fundur 441

Mætt til fundar

  • Kristín María Thoroddsen formaður
  • Margrét Vala Marteinsdóttir varaformaður
  • Bergur Þorri Benjamínsson aðalmaður
  • Sigrún Sverrisdóttir aðalmaður
  • Bjarney Grendal Jóhannesdóttir aðalmaður
  • Birgir Örn Guðjónsson áheyrnarfulltrúi
  • Karólína Helga Símonardóttir varaáheyrnarfulltrúi

Auk ofantalinna og undirritaðra sátu fundinn: Fanney D. Halldórsdóttir, sviðsstjóri, Geir Bjarnason, íþrótta- og tómstundafulltrúi, Vigfús Hallgrímsson, þróunarfulltrúi grunnskóla, Leifur Garðarsson, áheyrnarfulltrúi skólastjóra grunnskóla, Kristín Guðnadóttir, áheyrnarfulltrúi grunnskólakennara, Lilja Kolbrún Steinþórsdóttir, áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra, Ólöf Karla Þórisdóttir, áheyrnarfulltrúi starfsfólks leikskóla, Kristín Ragnarsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskólabarna og Óskar Hafnfjörð Gunnarsson áheyrnarfulltrúi foreldra leikskólabarna.

Ritari

  • Valgerður Sveinbjörnsdóttir ritari

Auk ofantalinna og undirritaðra sátu fundinn: Fanney D. Halldórsdóttir, sviðsstjóri, Geir Bjarnason, íþrótta- og tómstundafulltrúi, Vigfús Hallgrímsson, þróunarfulltrúi grunnskóla, Leifur Garðarsson, áheyrnarfulltrúi skólastjóra grunnskóla, Kristín Guðnadóttir, áheyrnarfulltrúi grunnskólakennara, Lilja Kolbrún Steinþórsdóttir, áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra, Ólöf Karla Þórisdóttir, áheyrnarfulltrúi starfsfólks leikskóla, Kristín Ragnarsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskólabarna og Óskar Hafnfjörð Gunnarsson áheyrnarfulltrúi foreldra leikskólabarna.

  1. Almenn erindi

    • 2002067 – Viðbragðsáætlun Kórónaveiran

      Áætlanir um skólastarf eftir 4. maí að afléttu samkomubanni lagðar fram.

      Fræðsluráð vill koma á framfæri þakklæti til alls starfsfólks leik og grunnskóla Hafnarfjarðar, dagforeldra, félagsmiðstöðva, íþróttafélaga, framhaldsskóla, frístundaheimila og Tónlistarskóla Hafnarfjarðar fyrir einstaka útsjónarsemi í miðlun námsefnis, kennslu og þjónustu við hafnfirsk börn og ungmenni. Jafnframt vill fræðsluráð koma á framfæri þakklæti til foreldra/ forráðamanna hafnfirskra barna sem stutt hafa börn sín í námi og leik af miklum metnaði svo eftir er tekið.

    • 1811277 – Menntastefna

      Lögð fram fundargerð 8. fundar stýrihóps ásamt nýrri tímalínu.

      Fræðsluráð samþykkir að framlengja starf stýrihóps um gerð menntastefnu til 15. júní 2021 í takt við nýja tímalínu.

    • 1911417 – Tónlistarnám grunnskólabarna

      Skýrsla og tillögur að nálgun við að færa tónlistarnám inn í grunnskólana lögð fram til kynningar.

      Fræðsluráð þakkar skólastjórnendum Tónlistarskóla Hafnarfjarðar fyrir vel unna skýrslu og felur sviðsstjóra að vinna að kostnaðargreiningu á umræddu verkefni í samstarfi við skólastjórnendur tónlistarskólans.

    • 1701317 – Hamravellir, þjónustusamningur

      Erindi Guðmundar Péturssonar, framkvæmdarstjóra Skóla ehf, varðandi endurskoðun á samning við Hafnarfjarðarbæ rætt og vísað til áframhaldandi vinnu hjá sviðsstjóra mennta- og lýðheilsusviðs.

      Fræðsluráð felur sviðsstjóra mennta- og lýðheilsusviðs að vinna málið áfram í samvinnu við Skóla ehf.

    • 1804224 – Skóladagatöl 2019-2020

      Skóladagatöl leik- og grunnskóla að afléttu samkomubanni, breytingar á dagatölum einstakra skóla lögð fram. Minnisblað með samantekt á útfærslum lagt fram.

      Lagt fram.

    • 1905119 – Fjölgreinadeild

      Breytt rekstrarform fjölgreinadeildar lagt fram til kynningar.

      Lagt fram.

    • 1909137 – Víðistaðaskóli rekstrarviðhald

      Ítekun á beiðni um gardínur í Víðistaðaskóla.

      Fræðsluráð vísar úttekt Vinnueftirlits til umhverfis- og skipulagssviðs þar sem fram kemur að bæta þurfi aðstöðu í sal skólans svo starf geti hafist með viðunandi hætti næsta haust.

    • 2001513 – Listdansskóli Hafnarfjarðar, þjónustusamningur

      Ósk Listdansskólans um að gerður verði samningur við skólann eins og önnur félagasamtök eða íþróttafélög lögð fram.

      Ósk Listdansskóla Hafnarfjarðar um samning vísað til fjárhagsáætlunargerðar fyrir árið 2021.

    • 2004020F – Íþrótta- og tómstundanefnd - 312

      Lögð fram fundargerð 312. fundar íþrótta- og tómstundanefndar.

      Lögð fram síðasta fundargerð ÍTH frá 29. maí sl.

Ábendingagátt