Fræðsluráð

12. ágúst 2020 kl. 14:00

í Hafnarborg

Fundur 445

Mætt til fundar

  • Kristín María Thoroddsen formaður
  • Margrét Vala Marteinsdóttir varaformaður
  • Bergur Þorri Benjamínsson aðalmaður
  • Sigrún Sverrisdóttir aðalmaður
  • Bjarney Grendal Jóhannesdóttir aðalmaður
  • Auðbjörg Ólafsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Birgir Örn Guðjónsson áheyrnarfulltrúi

Auk ofantalinna og undirritaðra sátu fundinn: Fanney D. Halldórsdóttir, sviðsstjóri, Hrund Apríl Guðmundsdóttir, aðstoðarmaður sviðsstjóra, Geir Bjarnason, íþrótta- og tómstundafulltrúi, Vigfús Hallgrímsson, þróunarfulltrúi grunnskóla, Jenný D. Gunnarsdóttir, þróunarfulltrúi leikskóla, Leifur Garðarson, áheyrnarfulltrúi skólastjóra grunnskóla, Elín Soffía Harðardóttir, áheyrnarfulltrúi grunnskólakennara, Oddfríður Jónsdóttir, áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra, Ásrún Sigrid Steindórsdóttir, áheyrnarfulltrúi starfsfólks leikskóla og Kristín Ragnarsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskólabarna.

Ritari

  • Valgerður Sveinbjörnsdóttir ritari

Auk ofantalinna og undirritaðra sátu fundinn: Fanney D. Halldórsdóttir, sviðsstjóri, Hrund Apríl Guðmundsdóttir, aðstoðarmaður sviðsstjóra, Geir Bjarnason, íþrótta- og tómstundafulltrúi, Vigfús Hallgrímsson, þróunarfulltrúi grunnskóla, Jenný D. Gunnarsdóttir, þróunarfulltrúi leikskóla, Leifur Garðarson, áheyrnarfulltrúi skólastjóra grunnskóla, Elín Soffía Harðardóttir, áheyrnarfulltrúi grunnskólakennara, Oddfríður Jónsdóttir, áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra, Ásrún Sigrid Steindórsdóttir, áheyrnarfulltrúi starfsfólks leikskóla og Kristín Ragnarsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskólabarna.

  1. Almenn erindi

    • 1806149 – Ráð og nefndir 2018-2022, kosningar

      Á fundi bæjarstjórnar þ. 24.júní sl. var kosið í ráð og nefndir:

      Fræðsluráð
      Aðalmenn:
      Kristín María Thoroddsen, Burknabergi 4 xD Formaður
      Margrét Vala Marteinsdóttir, Hvammabraut 10 xB Varaformaður
      Bergur Þorri Benjamínsson, Eskivöllum 7 xD Aðalmaður
      Sigrún Sverrisdóttir, Hamrabyggð 9 xS Aðalmaður
      Auðbjörg Ólafsdóttir, Hverfisgötu 52b xC Aðalmaður
      Bjarney Grendal Jóhannesdóttir, Miðvangi 107 xM Áheyrnarfulltrúi
      Birgir Örn Guðjónsson, Daggarvöllum 3 xL Áheyrnarfulltrúi
      Varamenn:
      Kristjana Ósk Jónsdóttir, Heiðvangi 58 xD Varamaður
      Jóhanna Erla Guðjónsdóttir, Miðvangi 10 xB Varamaður
      Guðvarður Ólafsson, Lindarhvammi 10 xD Varamaður
      Steinn Jóhannsson, Lindarbergi 84 xS Varamaður
      Karólína Helga Símonardóttir, Hlíðarbraut 5 xC Varamaður
      Hólmfríður Þórisdóttir, Eskivöllum 5 xM Varaáheyrnarfulltrúi
      Klara G. Guðmundsdóttir, Þrastarási 73 xL Varaáheyrnarfulltrúi

      Lagt fram.

    • 2003508 – Covid 19, aðgerðaráætlun

      Kynning á stöðu mála og leiða í aðlögun leikskólabarna í upphafi skólaárs í ljósi hættustigs vegna covid-19 og fyrstu hugmyndir að skólabyrjun í grunnskólum.

      Til kynningar.

    • 2001456 – Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2021 og 2022-2024

      Lagt fram

    • 1902128 – Skóladagatöl 2020-2021

      Ósk um breytingar á skóladagatali leikskólans Hörðuvalla

      Fræðsluráð samþykkir breytingu á skóladagatali leikskólans Hörðuvalla fyrir árið 2020-2021.

    • 2008071 – Reglugerð um heimakennslu

      Lögð fram drög að reglugerð um heimakennslu, sem var í umsagnarferli í samráðsgátt til 10. ágúst, og umsögn skrifstofu mennta- og lýðheilsusviðs um hana.

      Lagt fram.

    • 2005486 – Ungmennaráð, tillögur 2020 - 9. Jafnréttisstefna

      Ósk bæjarráðs eftir minnisblaði mennta og lýðheilsusviðs um ákvörðun um aðgerðir fyrir eflingu jafnréttisfræðslu í grunnskólum Hafnarfjarðar og hvernig jafnréttisfræðslu er nú sinnt.

      Sviðsstjóra mennta- og lýðheilsusviðs falið að gera minnisblað.

    • 1905382 – Skóla- og frístundaakstur

      Þjónustusamningur um skóla- og frístundaakstur 2020-2024 lagður fram til kynningar.

      Lagt fram.

    • 1701317 – Hamravellir, þjónustusamningur

      Samningur um yfirtöku á rekstri leikskólans Hamravalla lagður fram.

      Lagt fram.

    • 2008114 – Ráðning leikskólastjóra - Hamravellir 2020

      Kynnt ráðning leikskólastjóra á Hamravöllum

      Fræðsluráð býður Hildi Arnar Kristjánsdóttur velkomna til starfa sem skólastjóri Hamravalla.

    • 1809389 – Aðalskipulag Hafnarfjarðar 2013-2025, endurskoðun

      Breyting á aðalskipulagi til kynningar

      Lagt fram.

    Fundargerðir

    • 2006017F – Íþrótta- og tómstundanefnd - 316

      Lögð fram fundargerð 316. fundar íþrótta- og tómstundanefndar.

Ábendingagátt